Þingmenn úr tengslum við almenning

Mér finnst eiginlega dapurlegt að fylgjast með farsanum á Alþingi. Þingmenn eru komnir úr öllum tengslum við almenning og virðast ekki hafa áttað sig á því að samfélagið er að fuðra upp. Ekki er verið að ræða mikilvægar tillögur til bjargar almenningi, engin er skjaldborgin um heimili landsins og ekki er reynt að leggja atvinnulífinu lið. Mikilvægum tíma er varið í að ná í gegn stjórnarskrártillögum án samstöðu allra stjórnmálaflokka og ekki er reynt að ná samstöðu um þessi mál. Á meðan bíða mikilvæg mál umræðu.

Mikið hefur verið rætt um að auka þurfi veg og virðingu Alþingis. Nú er það hinsvegar komið í færibandavinnu fyrir framkvæmdavaldið. Þeir sem hæst töluðu um að efla þingræðið hafa gengið á bak þeirra orða sinna og standa í grímulausum aðgerðum til að koma í veg fyrir að þingmenn fái að ræða þau mál sem mestu skipta. Mér finnst reyndar blasa við að þingmeirihlutinn vill ekki setja helstu málin á dagskrá. Verið er að eyða tíma í önnur mál og meðan fuðrar ævistarf fólks upp. Enginn talar máli fólksins.

Mér finnst merkilegast af öllu að þeir ráðherrar sem nú ætla að koma inn stjórnarskrárbreytingum þrem vikum fyrir þingkosningar börðust hatrammlega gegn slíkum aðferðum rétt fyrir þingkosningarnar 2007. Þingmeirihlutinn þá hlustaði á þau mótmæli og hætti við það verklag. Rifjum upp orð þessara þingmanna, sem sitja á ráðherrastóli nú.

Ögmundur Jónasson: "Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa."

Össur Skarphéðinsson: "Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál."

Kolbrún Halldórsdóttir: "Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást."

Steingrímur J. Sigfússon: "En ég bara trúi því ekki að menn ætli að bera það á borð að örvæntingin í stjórnarherbúðunum, sem myndaðist á fáeinum sólarhringum fyrir og um flokksþing Framsóknarflokksins, sé gjaldgeng ástæða til þess að standa svona að málum, að umgangast stjórnarskrá og vandasöm viðfangsefni þar með léttúð af þessu tagi. Ég læt segja mér það þrisvar að menn ætli í raun og veru að gangast við því að slíkt sé verjanlegt og réttlætanlegt og fara þá leið allar götur til enda."

mbl.is Yfirgjammari þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er mjög svo góður pistil um þessi mál/Hvílík endileysa sem  er að ske þarna á alþingi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.4.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég var líka á dögum árið 2007 og þá voru aðstæður allar aðrar í þjóðfélaginu. Þeir sem misstu af þeirri breytingu er sveitastjórnarflokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði. Þeir fara nú inn í kosningar þar sem ALLIR stjórnmálflokkar aðrir hafa lýst því yfir að til þeirra yrði síðast leitað eða alls ekki. Er hægt að bera þennan flokk saman við eitthvað stjórnamálaafl annað en flokk fullveldissinna heitinna. Þvílíkir tapararar ættu náttúrulega að fá sérlega aðstoð.

Gísli Ingvarsson, 4.4.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já, aðalatriðið er að vera réttu megin við borðið, þá má allt.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.4.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband