Grjótkast úr glerhúsi - enginn sáttahugur

Mér fannst það koma úr hörðustu átt þegar Íslandsmeistararnir í ræðuhöldum á Alþingi, Steingrímur og Jóhanna, sökuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um málþóf í dag. Eins og að kasta grjóti úr glerhúsi. Veit ekki betur en Jóhanna talaði í tíu tíma samfleytt gegn húsnæðismálalögum Páls Péturssonar árið 1998 og enginn hafi toppað það né muni nokkru sinni gera það. Steingrímur J. hefur löngum verið sá sem talar mest á þingi - hann og Jón Bjarnason réðu lögum og lofum í langhundum úr ræðustóli lengst af. Þetta vita allir.

Mér finnst sáttahugur stjórnarflokkanna enginn, eða vægast sagt lítill, þegar kemur að stjórnarskrárfrumvarpinu. Mér finnst það afleitt þegar ekki er lagt upp með það frá upphafi að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu í stað þess að fara einstefnu með fyrirframákveðnar forsendur. Ég geri skýran greinarmun á venjulegum frumvörpum og nöldri um þau og sjálfa stjórnarskrána. Mér finnst ekki eðlilegt að vinna í henni á hundavaði og í tímaþröng - verklag sem flestir sérfræðingar hafa gagnrýnt.

Nú reynir á sáttina. Sjálfstæðismenn hafa komið með góða tillögu til sátta. Nú reynir á hvort hægt sé að ljúka þessu kjörtímabili með sóma fyrir þingræðið, mun frekar en framkvæmdavaldið.

mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband