Hver sótti styrkinn til FL og í hvaða tilgangi?

Sé það rétt, eins og fram kemur í vísisfrétt í hádeginu, að 30 milljón króna styrkurinn hafi verið sóttur til FL Group, þarf Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að segja af sér og taka algjörlega til í yfirstjórn flokksins í Valhöll eigi flokkurinn að eiga séns á því að ná einhverjum trúverðugleika aftur. Gera þarf upp þetta mál fumlaust og af ábyrgð sem fyrst af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins sem ekki er tengdur þessu máli og ætti að telja mikilvægt að klára það sem allra fyrst.

Ég vil fá svör frá yfirstjórn Valhallar um þessi mál sem fyrst og öll spil á borðið með verkferla í þessu styrkjamáli. Hver sótti styrkinn og í hvaða tilgangi. Ég sé reyndar REI-málið og allt það fjandans makk nokkurra manna við auðmenn í öðru ljósi eftir þetta og í raun má segja að það lýsist margar myrkar atburðarásir upp.

En algjörlega ólíðandi er að láta kjaftasögurnar grassera. Klára þarf málið fljótt og vel. Reyndar vekur athygli að Samfylkingin skellir í baklás og vill ekki gefa upp styrktaraðila á árinu 2006 og upphæðir sem vekur aðeins enn fleiri spurningar.

mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Stefán.

Afhverju finnst þér að Andri Óttarsson eigi að segja af sér  - hann byrjaði ekki sem framkvæmdastjóri fyrr en 2007

En kjaftasögunum verður að linna - en það gerist ekki með bakara fyrir smið.

Kveðja.

Benedikta E, 8.4.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Lofa skal það sem lofa ber, en lasta það sem lakar er.

Þetta eru miklu betri skrif en Pravdapistlarnir sem þú hefur misst frá þér á viðkvæmum augnablikum.

Sigurður Ingi Jónsson, 8.4.2009 kl. 13:26

3 identicon

Kjartan var enn framkvæmdarstjóri. Hætti um áramótin 2006.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:40

4 identicon

Gott hjá þér Stefán Friðrik að taka undir harða gagnrýin á yfirstjórn Sjálfstæðis-FL-okksins fyrir að hafa tekið við þessum gríðarlega háu fjármunum frá þessu fyrirtæki og það átti reyndar allt saman að ske í skjóli leyndar og pukurs sýnist manni.

Sjá nánar blog mitt um þesi mál á mogga blogginu: gunnlauguri.blog.is

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:47

5 identicon

Ég óttast að þessi sjúklegi styrkur sé ekki merki um eina holu á skrokknum, sem þarf að dytta að og laga svo skipið haldi sjó, heldur sé skrokkurinn allur götóttur og væri dýrara að gera við heldur en bara að sökkva þessari skútu og byggja nýja.

Það á einnig við samfylkinguna og hina flokkana sem voru á þingi, vg, frjálslynda, framsókn.  Allir brugðust þeir þjóðinni, kannski mismikið, en samt, allir voru þeir í hinum og þessum nefndum og engir stigu út fyrir þá óskrifuðu reglu að almenningi komi ekkert við hvernig okkur sé stjórnað, heldur létu okkur bara fljóta að feigðarósi meðan þeir spiluðu á fiðlur og þjóðernisrembing, útlendingarnir voru allir kjánar sem ekki skilja íslenska efnahagsundrið o.s.frv.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 14:23

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert með þína siðferðiskennd hér við hestaheilsu, sé ég, Stefán, og heiður áttu skilinn fyrir það. Á Vísisbloggi mínu á ég tvær nýjar greinar um þetta mál, frá í nótt og í hádeginu, segi þar ýtarlega frá og set m.a. fram þá áskorun, að Andri verði látinn upplýsa um það, hverjum í forystu flokksins var kunnugt um málið (Geir hlýtur að vera einn þeirra, sem vissu þetta), og að hann sjálfur verði síðan látinn víkja úr starfi; ennfremur hvet ég til þess, að flokkurinn hafni því hér eftir að dýrka mammón og beygi sig undir kristin siðferðisgildi (og margt fleira segi ég í tveimur greinum, m.a. um hina flokkana).

Já, 30 milljónir króna frá FL Group 29. des. 2006, þremur dögum áður en ný lög tóku við um fjárreiður stjórnmálaflokkanna, hljóta að vera áfall fyrir alla siðferðislega þenkjandi Sjálfstæðismenn (m.a. Sigurð Líndal, eins og ég vísa til í greininni). Þessi upphæð ein sér hefði dugað nýju framboðunum geysivel fyrir komandi kosningar, en henni til viðbótar naut Sjálfstæðisflokkurinn 56 millj. kr. styrkja frá lögaðilum árið 2007 og á annað hundrað millj. kr. úr ríkissjóði – úr vösum skattborgara! Og nú situr flokkur okkar í súpunni og verður ekki ofgott af kræsingunum!

Í seinni Vísisblogggreininni ræði ég einnig líkurnar á því, að flokkurinn hafi leitað til fleiri ríkra fyrirtækja um háa styrki, rétt áður en framlög voru með lögum takmörkuð við 300.000 krónur hið hæsta.

Það hlýtur að vera von okkar beggja, allra sannra Sjálfstæðismanna raunar, að flokkurinn reisi sig við siðferðislega. Um leið þarf hann að taka á öllum hinum siðferðismálunum sem hann hefur ekki aðeins vanrækt lengi, heldur beinlínis svívirt þar kristið siðferði, svo sem með vændislöggjöf sinni, fósturvígunum, tilraunum á fósturvísum o.m.fl.

Með góðri kveðju norður,

Jón Valur Jensson, 8.4.2009 kl. 14:38

7 identicon

Reyndar vekur það athygli að Sjálfstæðisflokkurinn skellir í baklás og vill ekki gefa upp aðra styrktaraðila á árinu 2006 og upphæðir sem vekur aðeins enn fleiri spurningar.  Sérstaklega þegar ryfjað er upp þegar menn settust inná skrifstofu hjá Jóni Ólafssyni og reiknuðu út hvað hann ætti að borga þeim.   Ætli að eiginkona fyrrverandi formanns sem var þá væntanlega ennþá í stjórn FL hafi komið að málum.  Eithvað er illa rotið í Valhöll.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:15

8 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi, af hverju snýst þetta mál um Samfylkinguna. Hættum þessari smjörklípu og ræðum þetta mál sem hér er uppi.

Samfylkingin, Sjálfsstæðisflokkurinn og Framsókn hafa ekki gefið upp hverjir styrktu flokkana fyrir árið 2007. Verður ekki að krefja þá alla svara?

Samfylkingin hefur frá upphafi gefið upp reksturinn hjá sér og hægt er að sjá hversu mikið hefur komið í styrkjum - það á hins vegar ekki við um Sjálfsstæðisflokk og Framsókn, þeir hljóta að geta amk mætt þessu.

Eggert Hjelm Herbertsson, 8.4.2009 kl. 15:56

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

VG stendur sig mun betur í þessu en Samfylkingin, eins og fram kemur í seinni Vísisblogggrein minni. En svo er vitaskuld spurning, hvort flokkarnir geti svindlað sér leið fram hjá þeim lögum, sem tóku við 1. 1. 2007.

Og ekki eru gæfulegar fréttirnar af gengi Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi skv. nýrri skoðanakönnun: búinn að missa 11% af heildarkjörfylgi.

Endurreisn flokksins þolir ekki lengur neina bið – ella þarf nýjan.

Jón Valur Jensson, 8.4.2009 kl. 16:20

10 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jón Valur, endurreisn flokksins þolir vel bið - hún þarf bara hreinlega ekki að eiga sér stað.

Eggert Hjelm Herbertsson, 8.4.2009 kl. 22:32

11 identicon

Akkúrat.

EE elle (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband