Bjarni verður að taka á FL-málinu

Ég finn mikla reiði meðal sjálfstæðismanna um allt land vegna 30 milljóna styrks FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður að taka á þessu máli strax í dag. Ekki má bíða með að klára málið, bæði með því að upplýsa það og auk þess að láta þann sem gekk á eftir þessum styrk axla ábyrgð. Algjörlega ótækt er að humma það fram af sér og verður að koma fram mat forystu Sjálfstæðisflokksins á því sem fyrst.

Sé það rétt, sem flest virðist benda til, að Andri Óttarsson hafi haft milligöngu um þennan styrk verður honum ekki sætt lengur sem framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins að mínu mati. Ef forystan getur ekki tekið á því og afhjúpað hver gekk bónleiðar til FL Group er hún í miklum vanda.

Kjartan Gunnarsson hefur nú þegar sagt það, sem allir máttu svosem vita, að hann bar enga ábyrgð á þessu máli, enda öll völd í Valhöll komin annað á þeim tímapunkti sem styrkurinn kom. Því beinast öll bönd að framkvæmdastjóranum Andra.

Heiðarlegast væri að menn viðurkenndu ábyrgð á þessari óheillavænlegu og siðlausu styrkveitingu.

mbl.is Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú er alvöru sjálfstæðismaður og virði það.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Stebbi ég skal hjálpa þér að skrá þig úr FL-okknum? hef góða reynslu á því sviði.

Hilmar Dúi Björgvinsson, 8.4.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekki bara frá Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri hjá FL Stefán. 25 millur líka frá Björgólfunum.

Haraldur Bjarnason, 8.4.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband