Steingrímur J. skensar "höfðingjana" í Samfó

Steingrímur J. Sigfússon sendi hörð skot til Samfylkingarinnar eftir hádegið í dag þegar hann skensaði Árna Pál Árnason og Björgvin G. Sigurðsson fyrir áherslur sínar í Evrópumálunum. Orðalagið vekur athygli, en hann segist senda "þessum höfðingjum" kveðju og segir mjög óskynsamlegt hjá þeim að loka sig af með yfirlýsingum. Eftir augljósar sprungur á vinstristjórnarvalkosti vegna skoðunaágreinings um Evrópumálin á pólitískum fundum í sjónvarpi í gærkvöldi verður yfirlýsing Steingríms enn áhugaverðari.

Augljóst er að VG ætlar að taka þessa umræðu á eigin hraða en ekki sætta sig við að Samfylkingin drottni yfir hana og stjórni þeim til verka. Steingrímur J. minnir í þessum efnum á oddastöðu sína eftir kosningar og að hann muni ráða för en ekki aðrir. Skilaboðin eru afgerandi og þeir hljóta að skjálfa í Samfylkingunni sem hafa lokað sig af með þessu máli og sent út yfirlýsingar um að þeir setji afstöðu sína sem kröfu og muni ekki semja um annað.

Steingrímur J. mun verða mjög erfiður í samningum eftir kosningar nái vinstriflokkarnir meirihluta og í raun má segja að hann gefi út vísbendingar í þá átt að hann muni ekki láta Samfylkinguna valta yfir sig. Óbeint bendir hann þeim líka vinsamlega á að þeir séu innilokaðir með VG í samstarfi, enda muni Sjálfstæðisflokkurinn ekki vinna með þeim aftur. Þetta er skarplega metið hjá Steingrími. Hann er kænn og einbeittur.


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Persónulega held ég að fáir stjórnmálaflokkar vilji vinna með Samspillingunni.  Þjóðarskútan strandið & sökk á vakt með "Geir & Sollu stirðu" upp í brú.  Síðan lætur XS alltaf eins og þeir hafi nú í raun ekkert komið að þessari stjórn, allt RÁNFUGLINUM að kenna - hver trúir þessu lýðskrumi þeirra???  Hvaða stjórnmálaflokkur vil vinna með svona flokki???  Ekki margir, en menn neyðast stundum til að gera óæskilega hluti.  Ég er sannfærður um það að það verað "mörg ár í að XD láti plata sig í samstarf með Samspillingunni...".  Brennt barn forðast eldinn, loks kom að því að XD fór illa út úr kosningarbandalagi.  Ég reyndi að vara þá við XS & Sollu stirðu, en mín varnarorð urðu undir....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 21.4.2009 kl. 16:15

2 identicon

já það er einmitt SJálfstæðisflokkurinn sem er svo hreinn og þveginn eftir nokkrar faglegar mútugreiðslur að ekki þarf að efast um að þar séu fagleg og góð vinnubrögð. Skrýtið samt hvað FLokkurinn er að gjalda afhroð í öllum skoðanakönnunum - hver vegna ætli það sé? Getur veriða ðspillingin sem um er rætt hafi verið of mikil til að hægt hafi verið að vinda ofan af henni á 18 mánuðum? Kastið fyrsta steininum.....

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband