Óeðlileg íhlutun í íslenska kosningabaráttu

Ég er alveg sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að íhlutun sendiherrans hjá ESB er óeðlileg íhlutun í íslenska kosningabaráttu. Við látum auðvitað ekki skriffinnskumenn hjá bákninu mikla stjórna okkar pólitík og hvernig við túlkum þau lykilatriði sem okkur mestu skipta eða stefnumótun flokkanna hér, hvort sem þeir eru hlynntir eða andvígir aðild. Við berum okkur sjálf eftir því að meta okkar stöðu og hvaða valkosti við höfum.

Er mjög ánægður með að formaður flokksins ætlar Tryggva Þór Herbertssyni stóran sess innan flokksins í efnahagsmálaumræðu komandi mánaða og ára. Sú ákvörðun að hafa hann með formanni og varaformanni flokksins á þessum blaðamannafundi sýnir styrkleika Tryggva og að hann muni hafa lykilhlutverk í þingflokknum á komandi árum. Er ég ekki undrandi á því enda Tryggvi í sérflokki.

mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er Íslendingum nokkuð orðið treystandi fyrir að standa ekki að einhverju svindli,nú þegar komið er í ljós að spillingar og mútumál eru sífellt að skjóta upp hjá stjórnmálaflokkunum og hafa fært Íslendinga í flokk með simbabve og öðrum sambærilegum þjóðum...

zappa (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Davíð Löve.

Það er nú ansi hart ef menn mega ekki lengur benda okkur á kjánaskapinn sem við komum okkur endalaust í. Auðvitað er þetta neyðarleg uppákoma hjá íhaldinu en þeir komu sér sjálfir í þessa stöðu.

Davíð Löve., 21.4.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Pétur Sig

Jæja Stebbi, nú er trúverðugleiki þinn farinn sömu leið og hans Bjarna, niður í kjallara sumsé.

Maðurinn sagði bara að Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn væru að bulla tóma vitleysu, sem þeir eru og að gera. Ekki er það íhlutun ESB í pólitíkina hér að segja mönnum pent að þeir sú á villigötum. Kannski Bjarni viti mikið meira um ESB en það sjálft.

Pétur Sig, 21.4.2009 kl. 18:35

4 identicon

Percy Westerlund sagði ekkert nýtt, þegar hann var spurður um innihald auglýsingar Sjálfstæðisflokksins. Hann ítrekaði þá stefnu ESB að lönd utan þess fengju ekki að taka upp evruna með samþykki sambandsins, sama hvaða lönd eða stofnanir koma þar að máli.

Nú þykir Bjarna þetta mál vera hið óeðlilegasta, og að ESB sé beinlínis að skipta sér af íslenskum stjórnmálum. Er það virkilega svo óheiðarlegt hjá ESB að segja hver stefna sín er, þegar þeir eru spurðir að því? Er það ekki óheiðarlegra að gefa til kynna að IMF gæti hugsað sér að aðstoða okkur í þessu, og að ESB gæti hugsað sér að samþykkja þessa beiðni þegar hvorugt þeirra hefur gefið nokkuð til kynna þess efnis? Þvert á móti hefur það lengi verið vitað að ESB gæti ekki sætt sig við slíka lausn.

Hér er klárlega bara verið að reyna að bjarga sér frá innantómu kosningaloforði.

Jón (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

jedúddamía

Margrét Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 18:51

6 identicon

Sendiherra ESB er ekkert að hafa áhrif á íslenska kosningabaráttu. Bara að segja þá sömu tuggu sem þeir hafa sagt áður að ísland fær ekki að taka upp evru án inngöngu í evrópusambandið.

Þetta er lágkúrulegt hjá sjálfstæðiflokknum, hvernig voga þeir sér að fara í fýlu vegna þess þeir eru stoppaðir í því að telja þjóðinni eitthvað í hug sem er enginn grundvöllur fyrir.

 kv e

einar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:57

7 identicon

Nei, það er alveg rétt að það væri mjög óeðlilegt ef sendiherra ESB væri að segja okkur fyrir verkum.

En hann má alveg svara spurningum fréttamanna, ekki satt?

Og jafnvel hafa sjálfstæða skoðun, er það ekki?

Við þurfum ekkert að fara eftir því sem hann segir, er það nokkuð?

Hvað mál er þetta eiginlega með að öll orð sem koma út úr embættismönnum verði að vera í einhverri sérstakri röð, á réttum tíma að mati sjálfstæðisFLokksins.

Ég meina, þetta er bara bjúrókrati frá Brussel, for God shakes!

Alveg óþarfi að fara á taugum.

En ég er sammála þér með Tryggva, þar er góður gæi á ferð. Verst að hann er í röngum FLokki.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:59

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gegna lykilhlutverki í þingflokknum í framtíðinni segir þú um væntingar formanns Sjálfstæðisflokksins til T H . Þarf hann ekki að komast á þing fyrst til að komast í lykilhlutverk í þingflokknum. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun þá er hann bara ekkert á leiðinni á þing (nema þá sem varamaður).

Sverrir Einarsson, 21.4.2009 kl. 20:34

9 Smámynd: Oddur Ólafsson

Var þetta allt "einn stór misskilningur" hjá Bjarna Ben?

Oddur Ólafsson, 21.4.2009 kl. 20:55

10 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ef sendiherra ESB gerir athugasemd við eitthvað sem hann telur vera rangt, ætti þá ekki frekar að kalla kosningabaráttuna áróðursbaráttu? Þetta gengur ekki upp. Þar að auki er staðan nú að við þurfum að hlýða hinum ótrúlegustu tilskipunum sem innan EES eru boðuð án þess að geta nokkuð sagt, ólíkt því ef við værum í ESB. Það kalla ég að hlýða embættismönnum frá Brussel. Svipað og að vera undir Danakonungi án þess að geta haft neinar breytingar á tilskipunum hans. Þvílík hundalógík.

Kristján Hrannar Pálsson, 21.4.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband