Fólskuleg og ógeðsleg líkamsárás

Manni er hreinlega brugðið við hversu grimmdarleg og ógeðsleg árásin á stelpuna í Heiðmörk var. Hvað er að þegar sjö stelpur hópast saman á eina og ganga svo fólskulega í skrokk á henni að hún er stórslösuð. Þetta er algjör viðbjóður. Þeir sem hópast saman margir á einn einstakling eru ekki merkilegir einstaklingar og þarf að taka á slíku af hörku.

Svona gróft og ógeðslegt ofbeldi er sorglegra en tárum taki. Kannski er borin von að ætla að stöðva ofbeldi en þegar í hlut eiga einstaklingar undir lögaldri sem þó eiga að hafa vit á því hvað þeir eru að gera verðum við að tjá okkur hreint út og tala gegn ofbeldi og eða einelti.


mbl.is Fjölskyldan er í sjokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband