Össur valtur í sessi - öflug skilaboð

Pólitísk staða Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, getur varla talist sterk eftir útstrikanirnar í kosningunum um síðustu helgi. Niðurstaða prófkjörsins var niðurlægjandi fyrir hann, en fall úr leiðtogasætinu hefði verið nálægt pólitískum endalokum hans. Hefði Össur fengið skellinn og misst bæði leiðtogastöðuna og fyrsta þingsæti kjördæmisins hefði nýliðinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir komið í hans stað - varla hefði Össur verið ráðherraefni áfram eftir slíkan rassskell. Þvílík niðurlæging!

Greinilegt er að Össur er í mjög vondri stöðu. Kjósendur Samfylkingarinnar vantreysta honum greinilega mjög fyrir leiðtogahlutverki. Ekki aðeins rétt marði hann sigur í prófkjöri heldur fékk hann skell í kosningunum frá baklandinu í flokknum. Ætli þetta sé ekki síðasta kjörtímabilið hjá Össuri á þingi?


mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekið undir margt með strikamerkta stjórnmálamenn, Stebbi, og vonandi er þetta byrjunin á persónukjöri. Sammála?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eðlilegt að kjósendur hafi meira vægi í því hverjir séu kjörnir þingmenn í gegnum atkvæðið á kjördegi. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa allavega óhikað lækkað stjórnmálamenn sína í tign ef þeir eru ósáttir og tíðindi dagsins í dag eru söguleg, þegar leiðtogi framboðslista missir stöðu sína eftir prófkjör vegna þess að kjósendur hafna honum. Þetta eru jákvæð tíðindi að mínu mati.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.4.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband