Heiðmerkurhrottar gefa sig fram

Þá hafa Heiðmerkurhrottarnir gefið sig fram. Mikilvægt er að taka á máli þeirra af festu og ábyrgð. Þetta mál hefur sjokkerað þjóðina, enda er eðlilegt að hugleiða hvað sé að gerast í samfélaginu þegar unglingar hópast margir á einn og berja sundur og saman. Mikið er talað um að strákar hópist saman í klíkur og berji einhvern sem þeim er illa við, grimmdin virðist ekkert minni þó um stelpur sé að ræða.

Ég vorkenni stelpunni sem varð fyrir þessari árás og aðstandendum þeirra. Áfallið hlýtur að vera gríðarlega mikið, enda er þetta varla neitt annað en tilraun til manndráps. Í og með er eðlilegt að vorkenna líka aðstandendum þessara stelpna, þó um leið sé eðlilegt að hugleiða hver bakgrunnur þeirra sé og hvað hafi gerst sem leiði til þessarar ofbeldisfullu hegðunar. Stjórnleysið og miskunnarleysið algjört.

Einhversstaðar er farið út af sporinu. Hvort það er uppeldið eða innra eðlið er eflaust erfitt að spá. En villimennska af því tagi sem einkenndi Heiðmerkurhrottana hlýtur að vekja heita umræðu í samfélaginu um hvað sé að gerast hjá æsku þessa lands.

mbl.is Gáfu sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll,

Alveg sammála hverri færslu. Með algerum ólíkindum.

Annars er furðulegt að horfa á fréttir af þessu, því allir fjölmiðlar fara í kringum málið einsog heitan graut. Einföldustu, en jafnframt mikilvægustu, leiðbeiningar í blaðamennsku eru að allar fréttir verði að svara þessum spurningum:

- hver, hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna?

Og það er þessi síðasta spurning, sem er skilin eftir í öllum fjölmiðlum. Og þá spyr ég: hvers vegna er ekki spurt hvers vegna...?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband