Veruleikafirring og miðstýrðar ákvarðanir

Mér finnst það flott hjá Neytendasamtökunum og Samtökum atvinnulífsins að taka slaginn við Ögmund Jónasson vegna sykurskattsins. Fádæma heimska er að halda að skattlagning lagi tannskemmdir barna. Þetta rugl ætti að vera blaður úr fortíðinni en ekki stefnumótun til framtíðar. Trúir því einhver að miðstýrðar ákvarðanir geri það að verkum að neyslumynstrið breytist. Hættir fólk að kaupa sér gos vegna skattlagningar? Trúir því einhver að það lagi einhvern vanda með tannskemmdir?

Hvernig er það annars; hefur ekki Ögmundur heyrt um sykurlausa gosdrykki? Eða Aspartam? Ég held að Ögmundur greyið verði að líta út fyrir glerkúluna sína til að sjá heildarmyndina. Er þessi ráðherra virkilega svo einfaldur að kenna eingöngu sykruðum gosdrykkjum um hrakandi tannheilsu? Er þetta ekki þá bara vandamál foreldranna? Eigum við kannski að setja á sérstakan foreldraskatt til að tryggja að þeir fari nú að ala upp börnin sín?

Svona svo alveg öruggt sé að þau fari nú ekki gegn miðstýrðu valdi ríkisins...

mbl.is Gagnrýnir hugmyndir um sykurskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband