Verður byltingarástand á Íslandi í sumar?

Ég er ekki undrandi á því að fólk sé að fá nóg af aðgerðar- og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vel gert hjá Hagsmunasamtökum heimilanna að boða til fundahalda og vekja athygli á því að vinstristjórnin er með risastórt gap í ríkisfjármálum í stefnuskrá sinni - ætlar ekkert að gera fyrir heimilin í landinu og atvinnulífið enn sem komið er. Skjaldborg virðist fyrst og fremst hafa verið slegin um fjármagnseigendur og tengda aðila.

Ekki er ósennilegt að byltingarástand verði hér á Íslandi í sumar. Að óbreyttu má búast við að fólk fái endanlega nóg og fari í sama gírinn og síðasta vetur. Því ekki? Staðan er mun verri nú en hún var t.d. í janúar. Allt stefnir á verri veg. Ekki verður betur séð en hjólin séu einfaldlega að stöðvast í samfélaginu.

Þetta gæti orðið hitasumar í tvennum skilningi; bæði veðursfarslega og í þjóðmálum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem hafa beðið eftir aðgerðum hafi fengið nóg. Þeir sem veðjuðu á vinstriflokkana til að taka á málum hafa örugglega orðið fyrir miklum vonbrigðum.

mbl.is Samstöðufundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annaðhvort vanþekking eða hræsni að kenna þessari ríkisstjórn um ástandið nú. Að fá Bubba á staðinn fær mig til að æla.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 07:10

2 identicon

Það skiftir ekki máli hvaða fjórflokkur er í ríkisstjórn það breyttir engu um stöðu mála hér á landi úr þessu. Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn er með samning sem við gerðum við þá hvort sem okkur líkar betur eða ver. Vondur samningur er líka samningur með skuldbindingu. Við  berum ábyrgð á þeim samningum sem gerðir eru í nafni  þjóðarinar  sem stjórnvöld á hverjum tíma framkvæma. Það er vand lifað að búa við lýðræði eins og fyrir því er komið á Íslandi í dag.Það er okkur að kenna sem þjóð!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Brattur

Ekkert er ömurlegra í dag en niðurrifsmálflutningur Sjálfstæðismanna... ætlið þið ekkert að gera annað í stöðunni en að vera neikvæðir ??? Einu sinni töluðu þið um að VG væru á móti öllu, nú eruð þið orðnir eins. Neikvæður og á móti öllu flokkur.

Brattur, 21.5.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband