Er rétt að verðlauna fegurð?

gdr
Mjög lengi hefur verið deilt um hvort keppa eigi í fegurð. Femínistar hafa reyndar sérstaklega haft dálæti á að traðka niður þetta form á keppni og sagt hana niðurlægjandi fyrir konur og skaði ímynd kvenna að flestu leyti. Samt sem áður þrátt fyrir þessa umræðu tekur fjöldi kvenna þátt í slíkum keppnum og hefur áhuga á þeim tækifærum sem opnast með því.

Lengi vel voru femínistar mjög á móti þessum keppnum hérlendis meðan að eingöngu var keppt í fegurð kvenna en raddirnar hafa minnkað eftir að karlar kepptu í fegurð sinni líka. Persónulega hef ég aldrei haft neitt á móti fegurðarsamkeppnum. Mér finnst að þetta sé val einstaklinganna sem taka þátt hvort þeir gera það eður ei.

Þeir sem vilja keppa gegn öðrum með fegurð sinni eiga að hafa frelsi til þess. Í mínum huga er þetta einfalt mál.

Ég óska nýrri ungfrú Ísland til hamingju með sigurinn í keppninni.

mbl.is Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst það líka eiga að vera val að horfa á súludansmeyjar, en nei það er víst mannsal, en þessi þriggja ára samningur, sektir við brot á þeim samningi og fleira og fleira sem þær eru látnar skrifa undir sem keppa í ungfrú ísland og afsala sér 30% tekna til Laufdals er ekki mannsal, það er hmmmm já hvaða orð er yfir það ?

Sævar Einarsson, 23.5.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Björn Jónsson

Gott að hafa svona fegurð fyrir augunum, ekki er fegurðinni að fara á Alþingi.

Þegar veður er gott, logn með sól í heiði ætti ( að mínu mati ) fallega skapað kvenfólk að hafa í huga það sama og eigendur skrautjurtagarða hafa, þe, þeir girða garða sína þannig að sem flestir fái að njóta fegurðarinnar en þó þannig að girðingin segi þér, ekki snerta bara horfa.

Björn Jónsson, 23.5.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það er svo afstætt hvað er fegurð. Er það ekki það sem þú ert að hugsa?

Fegurðin að innan þykir best og er heilbrigðasta skilgreiningin að mínu mati. Kanski af því að ég er orðin svo gömul .

En svo er með keppni í einhverju einstöku sem gerir greinarmun. Svipað og góður, gáfaður, sætur, skemmtilegur, tryggur og umhyggjusamur svo eitthvað sé nefnt.

Öll fegurð á alla vega rétt á sér að mínu mati. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Della dauðans. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.5.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband