Alvarlegar ásakanir - pólitísk krísa í Kópavogi

Ásakanir Flosa Eiríkssonar um vinnubrögðin í Lífeyrissjóði Kópavogs eru grafalvarlegt mál og hljóta að vekja spurningar um hvernig staðið var að verki, ef þeir reynast sannar. Þetta eru fullyrðingar sem þarf að kanna nánar og rekja til enda.

Reyndar er pólitíska krísan í Kópavogi algjör eins og komið er málum. Fjórir bæjarfulltrúar af ellefu, þar af tveir flokksleiðtogar og fyrrum leiðtogi Samfylkingarinnar, eru tengdir málinu og deilt um ábyrgð þar um.

Vandséð er hvernig trúverðugleikinn verður endurheimtur fari málið alla leið í kæruferli fyrir dómi. Þetta hlýtur að vekja umræðu um trúverðugleika og stöðu kjörinna fulltrúa.

mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það skiptir örugglega ekki máli hver niðurstaðan verður við rannsókn.. þið styðjið ykkar mann eindregið enda er hann duglegur og drífandi eins og því er lýst.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.6.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ekki hef ég varið Gunnar, Jón Ingi. Ég krafðist afsagnar hans strax sama dag og skýrsla Deloitte lá fyrir. Svo að ég skil nú ekki alveg þetta tal þitt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.6.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hafa menn ekki áhyggjur af því hversu margir félagar ykkar hafa orðið uppvísir að siðblindu í krafti valda sinna? Ég held að þetta sé eitt skýrasta dæmið hvers vegna menn eiga ekki að sitja á svona valdastólum lengur en 2 kjörtímabil, óháð dugnaði eða öðrum mannkostum. Hversu vel sem menn eru gerðir er það staðreynd að völdin spilla öllum, og þá meina ég öllum, hvort sem þeir heita Davíð, Ingibjörg, Steingrímur eða Jóhanna.

Gísli Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband