Gunnsteinn bæjarstjóri - góð niðurstaða í Kópavogi

Mér finnst það traust niðurstaða fyrir Kópavogsbæ að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn haldi áfram meirihlutasamstarfi sínu, án Gunnars Birgissonar, og hafi samið um næstu skref og Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri, taki við sem bæjarstjóri. Aðeins ellefu mánuðir eru til kosninga og eðlilegt að flokkarnir klári kjörtímabilið og sjái svo til að því liðnu. Eðlilegt er að flokksmenn taki af skarið með framtíð þeirra stjórnmálamanna sem deilt sé um og varðandi samstarfið á kjördegi eftir innan við ár.

Með nýjum bæjarstjóra tekst að losna við þau leiðindi sem hafa staðið. Mjög hefur verið sótt að Gunnari Birgissyni. Hvort það er óverðskuldað eður ei verður að ráðast síðar. Fara þarf fram full rannsókn á þeim atriðum sem deilt er um og taka svo ákvörðun um hvort Gunnar Birgisson eigi afturkvæmt til starfa í bæjarstjórn eða verði endurkjörinn leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Þá ákvörðun taka flokksmenn í bænum í prófkjöri vilji Gunnar endurnýjað umboð.

Meðan deilt er um þau atriði er eðlilegt að flokkarnir klári kjörtímabilið og reyni að standa sig í þeim verkum sem þeir sömdu um. Flokkarnir hafa átt farsælt samstarf í tvo áratugi og eðlilegt að það verði kjósendur sem taki ákvörðun um framtíð þess eftir kjörtímabilið.

Hitt er ljóst að meirihlutinn hefur veikst í sessi og þó það haldi gæti verið að innanmeinin séu banamein þess þó það hökti til kosninga. Nú verður að láta reyna á hvort það haldi í ellefu mánuði. Mjög stutt er í að prófkjör fari fram og kosningar verða bráðlega.

Eðlilegt er að kjósendur og almennir flokksmenn taki ákvörðun um framtíð þeirra sem deilt er um og varðandi þennan meirihluta. Eftir nítján ára starf er eðlilegt að reynt sé að klára verkið og kjósendur felli að því loknu dóm um þá flokka sem starfað hafa saman.


mbl.is Samstarfið heldur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hér var allt friðsælt meðan Sigurðar Geirdal naut við,en Gunnsteinn er grandvar maður.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, ég held að við séum stórasta land í heimi þegar kemur að spillingu.  Það er hinsvegar forvitnilegt að sjá hversu grímulaus spillingarflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn.  Þeir eru löngu hættir að nenna að setja upp sparisvipinn og farnir að stela í dagsbirtu fyrir opnum tjöldum.

Guðmundur Pétursson, 23.6.2009 kl. 00:58

3 identicon

Nú gerðu Sjálfstæðismenn rétt í stöðunni. Gunnsteinn var í öðru sæti á listanum í sveitarstjórnarkosningunum 2006 svo lýðræðiið fékk forgang í íslenskri pólitík í þetta sinn. Það er ekki þar með sagt að þetta sé niðurstaðan miðað við stöðu mála í dag ef kosið væri í dag en það er nú önnur saga.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 07:52

4 identicon

Þakka þér fyrir góðan pistil, Stefán Friðrik. Þessu er ég sammála. Kosningarnar 2010 munu skera úr um það hvaða flokkar munu starfa saman í Kópavogi. Uppbyggingin í bænum frá árinu 1990 hefur verið undraverð. Kærar kveðjur, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:10

5 identicon

Ég óska þessum góða peyja góðs í starfi fyrir okkur í Kópavogsbæ.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband