Svikalogn í Frjálslynda flokknum

Frjálslyndir Forystumenn innan Frjálslynda flokksins hafa samiđ nokkurra vikna vopnahlé en varla er hćgt ađ kalla ţađ friđartal annađ en svikalogn. Ţađ stefnir í harđvítug valdaátök innan flokksins í nćsta mánuđi. Merkilegustu tíđindi svokallađs sáttafundar innan miđstjórnar flokksins sem fram fór á Kaffi Reykjavík var ađ Margrét Sverrisdóttir, tekur sér launađ leyfi sem framkvćmdastjóri en sinnir engu ađ síđur undirbúningi flokksţingsins.

Allar líkur eru á ţví ađ Margrét gefi kost á sér til formennsku í Frjálslynda flokknum og sögusagnir ganga um ađ hún hafi jafnvel í hyggju ađ gefa kost á sér í fyrsta sćtiđ á frambođslista flokksins í Norđvesturkjördćmi og sćkist ţví eftir ađ steypa Guđjóni Arnari Kristjánssyni, formanni Frjálslynda flokksins, sem leitt hefur flokkinn fyrir vestan allt frá stofnun, fyrst í Vestfjarđakjördćmi áriđ 1999 og svo í Norđvesturkjördćmi áriđ 2003. Öruggt er ađ Margrét gefi bćđi kost á sér til formennsku og varaformennsku tapi hún fyrir Guđjóni.

Greinilegt er á öllu ađ Guđjón Arnar og Magnús Ţór Hafsteinsson hafa myndađ bandalag sín á milli um ađ styđja hvorn annan og reyna ađ verjast atlögu Margrétar Sverrisdóttur ađ ţeim á flokksţinginu. Ţađ stefnir í hörkuátök og ţetta svikalogn er ađeins sett á til ađ settla málin yfir hátíđirnar og reyna ađ lćgja helstu öldur innan flokksins sem stofnunar. Eftir stendur trúnađarbrestur og hörđ átök milli arma í Frjálslynda flokknum. Viđ öllum blasir ađ heift er undir niđri og tal Margrétar og Magnúsar Ţórs síđustu vikuna sannfćra menn um ţađ umfram allt annađ. Sérstaklega vöktu ummćli Magnúsar Ţórs athygli í gćr, en hann sagđist ţar ekki víkja fyrir Margréti.

Margrét er greinilega farin af stađ á fullu. Viđ blasir ađ eitthvađ er plottađ bakviđ tjöldin. Öllum er ljóst ađ flokksţing Frjálslyndra í nćsta mánuđi verđur vettvangur lykilátaka um forystusveit flokksins og ţar verđur kosiđ um áherslur í starfinu, ekki bara persónur vćntanlega. Mesta athygli stjórnmálaáhugamanna nú vekur hvađa tímapunkt Margrét Sverrisdóttir muni velja til ađ tilkynna formlega um frambođ sitt til forystu í flokknum. Sennilega verđur ţađ frekar fyrr en seinna, eins og sagt er.

mbl.is Sátt um ađ Margrét fari í leyfi fram ađ landsţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurđardóttir

Stebbi!  er allt í lagi međ ţig? Ađra eins vitleysu hef ég ekki séđ lengi um ţetta mál. Sé ţó skjálftann í ţér á milli línanna.

Sigurlín Margrét Sigurđardóttir, 14.12.2006 kl. 14:09

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Sćl Sigurlín Margrét

Takk fyrir kommentiđ. Hvađ er rangt í ţessum skrifum. Allt ţađ sem ég skrifa ţarna eru hlutir sem komiđ hafa fram á öđrum stöđum. Ţađ eru engin skúbb ţarna. Ţađ kemur komiđ fram opinberlega í dagblöđum sú kjaftasaga ađ Margrét fari jafnvel fram í Norđvesturkjördćmi og hún hefur ekki neitađ ţví. Margrét segir á vef sínum ađ mögulegt sé ađ hún fari í formanns- eđa varaformannsframbođ og hefur engu hafnađ eđa stađfest í ţeim efnum. Fyrir liggur vilji hennar ţó til forystuframbođs. Ţegar liggur fyrir ađ sitjandi formađur og varaformađur ćtla sér ekki ađ hćtta svo varla verđur ţetta eins og Disney-mynd ţetta flokksţing komi til leiđtogakjörs.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 14.12.2006 kl. 17:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband