Ná demókratar ekki völdum í öldungadeildinni?

Tim JohnsonTim Johnson, öldungadeildarþingmaður demókrata í S-Dakóta, liggur lífshættulega veikur á sjúkrahúsi í Washington eftir að hafa veikst snögglega í gær og sögusagnir sem CNN hefur greint frá segja að hann muni gangast undir heilauppskurð eftir örfáa klukkutíma. Geti Johnson ekki tekið sæti á þingi mun Michael Rounds, ríkisstjóri í S-Dakóta, skipa nýjan þingmann fylkisins fram til þingkosninganna 2008. Rounds er repúblikani og myndi því skipa repúblikana í þingsætið.

Mikið er í húfi fyrir demókrata í þessari stöðu í ljósi lífshættulegra veikinda Johnsons. Fjarvera hans frá þingstörfum mun snúa öldungadeildinni aftur yfir til repúblikana, enda hafa repúblikanar 49 þingsæti eftir þingkosningarnar fyrir rúmum mánuði en demókratar og samherjar þeirra hafa 51 þingsæti. Formleg valdaskipti eiga að verða í öldungadeildinni þann 3. janúar nk. er kjörtímabili fráfarandi þings lýkur formlega.

Fari svo að repúblikani myndi taka sæti Johnsons í öldungadeildinni er Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kominn þar með oddaatkvæðið og Bush-stjórnin heldur því velli í þingdeildinni. Bandarískir fjölmiðlar velta mikið fyrir sér heilsu Johnsons, sem eðlilegt er í ljósi þess að um er að tefla yfirráðin yfir öldungadeildinni. Athygli vekur hvað lítið var sagt um veikindi þingmannsins opinberlega í gærkvöldi en nú hefur verið staðfest að hann berst fyrir lífi sínu.


mbl.is Bandarískur öldungadeildarþingmaður fær heilablóðfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband