Ótrúverðugt yfirklór hjá Össuri

Heldur aumt þykir mér yfirklór Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, þegar hann segist ekki hafa fengið greiningu bresku lögmannsstofunnar á Icesave, sem þó var stílað á hann. Þetta álit er samið fyrir hann, nafn hans er á pappírunum og augljóst að það var fengið sem innlegg í málið.

Össur verður að skýra af hverju hann birti ekki þessi gögn, þar sem talað er mjög afgerandi fyrir hagsmunum Íslands, eða bað lögfræðistofuna að vinna frekar að málinu. Ekki er viðunandi að ráðherrann eyði málinu með svona aumu yfirklóri án þess að gera betur grein fyrir sinni hlið.

Er það virkilega svo að augljósa skýringin á hvarfi skýrslunnar sé kannski rétt? Henni hafi einfaldlega verið stungið undir stól? Af hverju annars ætti ekki að birta hana og nota hana sem vopn í deilunni? Eðlilegt að hugleiða það.

Ill eru örlög einnar þjóðar þegar ekki er hægt að treysta utanríkisráðherra hennar fyrir samskiptum við aðrar þjóðir og vinna með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Sá sem lætur svona skýrslu hverfa er ekki traustsins verður.

mbl.is „Mér er sagt það sé til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrst "fríið" á Möltu og svo þetta. Einhvers staðar í heiminum þætti ástæða til að ráðherra segði af sér. Ef Nýja Íslands á að standa undir nafni ætti það að gilda hér líka.

Haraldur Hansson, 8.7.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvaða bull er þetta Stefán, það er ekkert sem bendir til annars en þetta sé nákvæmlega sannleikanum samkvæmt sem Össur segir. Þetta eru einfaldlega punktar teknir saman fyrir fund Össurara með þessari lögfræðistofu og sendir á netfang samninganefndarinnar þ.e. fjármaálráðuneytisins.

Punktarnir eru hraðunnir eða teknir saman og ritaðari á 3 vinnudögum til að selja ráðuneytinu þá hugmynd að kaupa fullunna skýrslu af þessari tilteknu lögfræðistofu.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.7.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband