Yfirnáttúrulegt eða hrein lygasaga?

Mér finnst sagan af stelpunni sem keyrði í svefni frá Húsafelli til Keflavíkur einum of til að vera sönn. Finnst þetta fjarstæðukennt. Nema þá að hægt sé að ganga í svefni, skrifa og hugsa alla hluti í svefni og gera þá óaðfinnanlega. Eitthvað við þetta hljómar meira en lítið óraunverulegt.

Ég hef reyndar lengi velt fyrir mér hvort hægt sé að ganga í svefni og gera alla mögulega hluti. Eitthvað við það sem er svolítið sérstakt. Stemmir ekki allt saman.

Þessi saga líkist frekar absúrd sögu í kvikmynd frekar en raunverulegum atburðum. Svo þarf hugmyndaflugið að ákveða hvort þetta sé satt... eða geti gerst.

Efast um það.


mbl.is Ók landshluta á milli í svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er hægt að gera allt í svefni - í raun ekki neinn munur og þegar fólk vakir fyrir utan þá staðreynd að viðkomandi veit ekkert hvað hann er að gera því hann stein sefur.

Þór Jóhannesson, 22.7.2009 kl. 15:53

2 identicon

Merkilegt með svefninn.  Þegar maður sefur á hlutunum, kemst maður oftast nær að réttri niðurstöðu daginn eftir.  Því vill ég ekki vera að vanmeta svefninn enda margt sem er ekki vitað um hann.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Sammál þér Stefán.  Það er líklegra að þú sért Elvis aftugengin en að þetta sé satt.

Sigurður Sigurðarson, 22.7.2009 kl. 18:59

4 identicon

Fín afsökun til að sleppa við vandræði. ;) Semsagt gott að vera manneskja sem gengur oft í svefni. Ef maður gerir e-ð af sér þá er hægt að nota "ég gekk í svefni, sorrý"  svona eins og "ég var fullur, sorrí"

Ari (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 22:08

5 identicon

Þetta er ótrúleg saga og þarf mikið hugmyndaflug til að láta sér detta svona nokkuð í hug. En hverju er ekki logið að okkur þessa dagana? Þeir sem settu okkur á hausinn hafa auðvitað ekki verið með sjálfum sér - það er nokkuð ljóst - og því sárasaklausir.

Kristján (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband