Stjórn Byrgisins finnst ekki - leynd aflétt af skýrslu

Byrgiđ Ţađ er um fátt meira rćtt núna en málefni Byrgisins. Fróđlegt var ađ heyra af ţví í kvöldfréttum Stöđvar 2 ađ stjórn Byrgisins finnist ekki, ţrátt fyrir ítrekađar tilraunir félagsmálaráđuneytisins og ađ leynd hefđi veriđ aflétt af fimm ára gamalli svartri skýrslu um Byrgiđ. Nú hefur Guđmundur Jónsson ákveđiđ ađ fara frá tímabundiđ sem forstöđumađur Byrgisins. Í ljósi stöđu málsins og allra hliđa ţess kemur ţađ ekki ađ óvörum.

Ţađ er stóralvarlegt mál ađ ekkert finnist sem heitir stjórn Byrgisins. Ţađ er međ hreinum ólíkindum ađ mínu mati ađ ekki hefđi veriđ gert neitt af viti eftir ţessa kolsvörtu skýrslu um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráđuneytiđ áriđ 2001. Til dćmis hefur veriđ upplýst nú ađ hún hefur aldrei komiđ formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alţingis. Međal ţeirra sem komu ađ skýrslugerđinni ţá var Birkir Jón Jónsson, ţáv. ađstođarmađur Páls Péturssonar, sem var félagsmálaráđherra 1995-2003. Birkir Jón er nú alţingismađur og formađur fjárlaganefndar.

Merkilegt viđtal var viđ Magnús Stefánsson, félagsmálaráđherra, í kvöldfréttum Stöđvar 2. Ţađ er í raun raunalegt hiđ mesta ađ ráđast ađ Magnúsi vegna ţessa máls. Hann hefur tiltölulega skamman tíma setiđ sem félagsmálaráđherra. Nćr vćri ađ ganga ađ Páli Péturssyni sem var félagsmálaráđherra á tímum skýrslunnar og Árna Magnússyni, sem var félagsmálaráđherra í tćp ţrjú ár, frá vorinu 2003 til marsmánađar á ţessu ári. Mér finnst Magnús hafa gert rétt í ţví ađ krefjast rannsóknar á stöđu mála í Byrginu.

Leynd var aflétt af skýrslunni í dag og til hennar vitnađ í kvöldfréttum Stöđvar 2, auk ţess sem hún var tilvitnuđ í margfrćgum Kompásţćtti. Byrgiđ hefur skv. fréttum fengiđ samtals yfir 200 milljónir króna frá árinu 1999 og í nýlegu fjárlagafrumvarpi er ađ finna fjárframlag til Byrgisins. Mér finnst ekki réttlćtanlegt ađ meira ríkisfé fari í Byrgiđ fyrr en ţessi athugun hefur fariđ fram og undrast mjög sofandagang síđustu félagsmálaráđherra í ţessu máli.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég er eiginlega sammála ţér, fráleitt ađ styrkja ţegar ekki virđist betur en styrkirnir virđist hafa fariđ í eitthvađ allt annađ en rekstur Byrgisins, ég kalla ekki kaup á sumarbústađalóđum rekstur međferđar. Ţađ virđist eđlilegt ađ frysta allt ţar til rannsókn hefur fariđ fram

Birna M, 19.12.2006 kl. 11:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband