Vel heppnuð helgi á Akureyri

Full ástæða er til að hrósa Margréti Blöndal fyrir að hafa breytt verslunarmannahelginni á Akureyri í jákvæða og skemmtilega útihátíð, þar sem lífsgleði og notalegheit fá notið sín. Jákvæðnin og hlýjan í Margréti hefur mikið um að segja hvernig tekist hefur að breyta andrúmsloftinu í bænum þessa helgi og gera bæði bæjarbúa sem og gesti sátta við helgina. Mikið hafði verið deilt hér í bænum á umgjörð verslunarmannahelgarinnar - óánægjan sligaði hátíðina og skapaði ósætti meðal bæjarbúa.

Þetta er allt gleymt og grafið. Möggu hefur tekist að skapa notalega umgjörð um hátíðina, hefur leitað í sögulegar rætur tónlistarmenningar á Akureyri, reynt að skapa notalega stemmningu gömlu góðu Akureyrar með því að bjóða upp á pylsur með öllu plús rauðkál, endurvakti Valash-stemmninguna á Akureyri og hefur verið með lífleg þemu á helginni. Abba-þemað að þessu sinni var vægast sagt vel heppnað.

Þetta er umgjörð sem mér líst vel á. Magga á hrós skilið.... góður og glæsilegur árangur.


mbl.is Hjartans þakkir á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband