Framboðslistar í Reykjavík brátt tilkynntir

Sjálfstæðisflokkurinn Tillaga kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur verður borin undir atkvæði flokksmanna í kjördæmisráðinu á fundi í Valhöll innan stundar. Það verður vissulega mjög athyglisvert að sjá framboðslistana í borginni og skipan listanna utan efstu sex sætanna á báðum framboðslistum, sem ákveðin var í prófkjöri þann 27. og 28. október sl.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrum borgarfulltrúi, munu leiða listana og næstu sætin munu þau Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, fráfarandi rektor Háskólans í Reykjavík, skipa. Helst verður væntanlega horft til hverjir skipi sjöunda sætið á báðum listum, en nokkuð víst má telja að Dögg Pálsdóttir og Grazyna M. Okuniewska skipi sjötta sæti listanna, en þær urðu í ellefta og tólfta sætinu í prófkjöri.

Eftir formlega ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum munu liggja formlega fyrir framboðslistar í fjórum af sex kjördæmum af hálfu flokksins. Framboðslistar í Suður- og Norðausturkjördæmi verða ákveðnir væntanlega á kjördæmisþingum í janúarmánuði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband