Af hverju íslenskt Wipeout frekar en Kompás?

Mikill skaði var þegar yfirstjórn Stöðvar 2 slátraði fréttaskýringaþættinum Kompás, enda traustur og vandaður þáttur, undir yfirskini þess að þyrfti að spara. Merkilegt er að nú sé eytt stórfé í að gera íslenska útgáfu Wipeout fyrir vetrardagskrá Stöðvar 2 í stað þess að koma með Kompás aftur á dagskrá, einkum nú þegar þörf er á alvöru fréttaskýringaþætti til að gera upp ástandið í samfélaginu... hlúa að þjóðmálaumræðu frekar en léttmeti í sjónvarpi.

Ef marka má fréttir á að fljúga með tugi Íslendinga til Argentínu til að gera íslensku útgáfuna af Wipeout... er þetta góð forgangsröðun í dagskrárgerð? Reyndar hefur fréttavinnsla á Stöð 2 sífellt verið gengisfelld að undanförnu. Ísland í dag er orðið að séð og heyrt í sjónvarpi, glimmer í stað þess að vera alvöru fréttaþáttur með gagnrýnum efnistökum og fréttirnar eru alltaf að styttast og hádegisfréttirnar voru slegnar af. Ekki var kosningavakt í vor þar.

Er það kannski svo að einfalda skýringin á slátrun Kompáss sé sú rétta? Að eigendurnir hafi ekki viljað gagnrýna fréttamennsku í kjölfar hrunsins?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Að sjálfsögðu vilja eigendur (les: JÁJ) ekki að verið sé að "grufla" í þeirra hlutum núna.....eru að reyna að láta sig hverfa með peningana, svo þjóðin gleymi þeim. Eftir nokkra mánuði mun fólk svo líta þannig á, að allt sé nýrri ríkisstjórn að kenna....fjölmiðlarnir sjá um það...

Snæbjörn Björnsson Birnir, 17.8.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Góð athugasemd.

Haukur Sigurðsson, 17.8.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Það er rétt hjá þér þegar yfirstjórn Stöðvar 2 slátraði Kompás þætti stöðvarinnar. Ætli þeir hafi ekki verið ornir of heitir í greninu. Þess vegna var þeim hent út. Þessir þættir voru unnir af fagmennsku og eiga þeir sem þar voru heiðursskilið fyrir vandaða umfjöllun.

Nú er þessi spurning hverjir voru í raun? Sem höfðu valdið að slátra þættinum Kompás?. Menn velta hugmyndum hverjir þetta eru?. Jú ég held ég viti það enn læt ykkur um það. 

Við sem þjóð viljum þáttinn aftur í sömu mynd með sömu stjórnendur.

Áfram Kompás.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.8.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband