Heiðarlegt uppgjör á útrásartímanum

Eitthvað virðist hlakka í Bretum yfir stöðu okkar og því hvort hér fari fram uppgjör á öllum sviðum. Bretar hafa aldrei verið vinir okkar... ekki von á mikilli samstöðu úr þeirri átt. Þrátt fyrir það á auðvitað öllum að vera ljóst að það er þjóðarvilji á Íslandi að gera upp útrásartímann... aðdraganda efnahagshrunsins. Æ betur verður ljóst að sukkið hafði viðgengist án þess að tekið væri á því.

Ég er fullviss um að nefndir um hrunið muni fara yfir alla þætti þessa útrásartíma og fella afdráttarlausa dóma. Svo fara þessi mál eflaust fyrir dómstóla, enda augljóst að lög voru brotin og dansað á línunni í sumum þeirra. Næsti vetur verður vonandi tími uppgjörs.

Stærsti þátturinn í endurreisn Íslands er uppgjör á fortíðinni - fólkið í landinu finni að hér verði gert upp við liðna tíma. Við getum ekki litið til framtíðar fyrr en fortíðin hefur verið tekin fyrir og algjört uppgjör verði.

mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvernig dettur þér í hug að það hlakki í einhverjum sem hefur orðið fyrir stórum skaða, jafnt andlegum sem efnahagslegum.  Málflutningur líkist helst afneitun.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.8.2009 kl. 04:11

2 identicon

"Bretar hafa aldrei verið vinir okkar"? Þeir hafa reyndar verið meðal helstu viðskiptavina okkar síðustu 100 árin og samskiptin við þá hafa oftast verið mjög náin. Það er þó engin furða að þeir vilji að Íslendingar hreinsi til í sínum ranni, og um það snýst greinin. Það er ekki gert af óvild í garð Íslendinga -- og erfitt er að sjá af greininni að blaðamaðurinn hlakki yfir óförum okkar --heldur því að slíkt uppgjör er nauðsynlegt. Það verður þó sársaukafullt, ekki síst fyrir ýmsa stjórnmálamenn og flokka, og greinilegt er að Bretar (og þeir eru ekki einir um þá skoðun!) treysta því ekki alveg að þessi hreinsun muni verða jafn rækileg og þeir telja nauðsynlegt -- og lái þeim hver sem vill!

"Æ betur verður ljóst að sukkið hafði viðgengist án þess að tekið væri á því". Hér hefði mátt bæta við að ýmsir tóku eftir þessu, eins og bent er á í greininni, og ýmsir hefðu átt að taka eftir þessu. Í greininni er vitnað til Jóns Daníelssonar sem sem rekur hrunið áratug aftur í tímann þegar bankarnir komust í hendur eigenda sem höfðu ekki vit á bankarekstri og eftirlitskerfið var rekið af mönnum sem ekki skildu hættuna við slíkan rekstur. Athyglisvert hér er sú skoðun hans að regluverk ESB hafi verið "basically sound" en íslenskir stjórnmálamenn hafi klúðrað málum. Það stangast allillilega á við skoðanir ýmissa þeirra stjórnmálamanna sem mestu réðu á þessum tíma og sú spunavél á örugglega eftir að spinna áfram.

Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:00

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasta málsgreinin, talað úr mínu hjarta

Finnur Bárðarson, 16.8.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband