Svartur kafli í sögu þjóðarinnar

Kynferðisleg misnotkun og áreiti á vistmönnum opinberra stofnana er smánarblettur, svartur kafli í sögu þjóðarinnar. Skýrsla vistheimilisnefndar er algjör áfellisdómur yfir öllu málinu, þar sem mörg alvarleg mistök voru gerð af hálfu stjórnvalda á þeim tíma. Eftir Breiðuvíkurmálið hefur verið opnað á þessi mál - hið eina rétta er að gera þau upp, svo fórnarlömb þessa ofbeldis geti gert þau upp að einhverju leyti.

Sérstaklega var sláandi að hlusta á lýsingar af því sem gerðist á drengjaheimilinu í Breiðavík fyrir áratugum í Kastljósþætti á sínum tíma; sorglegt og nísti í hjartastað. Það hversu lengi þögnin stóð um afbrotin í Breiðuvík og fleiri stöðum er vitnisburður um það að það verður að tala um kynferðislegt ofbeldi hreint út og því miður hefur komið í ljós að þeim sem var treyst fyrir velferð brothættra barna í vanda brugðust stórlega.

Það að lýsingar á kynferðisofbeldinu og líkamlegum barsmíðum sem börn þurftu að þola komist fyrst í umræðuna fyrir alvöru nú er að mínu mati stóralvarlegt mál. Hversvegna var þetta mál í þagnarhjúpi öll þessi ár? Hvar var eftirlitið á þessum tíma eiginlega og hvar voru þeir sem báru ábyrgð á málaflokknum? Með skýrslunni er mörgum spurningum svarað, en eðli afbrotanna hvílir enn sem mara og gerir mjög lengi.

mbl.is Jóhanna biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband