Er vinstristjórnin á Álftanesi fallin?

Allt frá því að vinstrimenn unnu hreinan meirihluta í bæjarstjórn Álftaness með þremur atkvæðum fyrir rúmum þremur árum hefur verið vægast sagt merkilegt að fylgjast með verklaginu og ákvörðunum þeirra - ekki síður frægu deilumáli vegna Kristjáns Sveinbjörnssonar sem leiddi til þess að hann varð að víkja úr bæjarstjórn. Endurkoma hans virðist hafa fellt vinstrimeirihlutann og nú bendir flest til þess að bæjarfulltrúi Álftaneslistans ætli að fella Sigurð Magnússon úr stóli bæjarstjóra fyrir lok kjörtímabilsins.

Auðvitað er það erfitt fyrir eitt sveitarfélag að horfa upp á aðra eins sundrung eins stjórnmálaframboðs og þessa Álftaneslista. Vandræðalegt er þegar menn geta ekki klárað kjörtímabilið sem þeir hafa verið kjörnir til, þó vissulega með mjög naumum meirihluta. En eftir átökin í þessu sveitarfélagi og allt sem á undan er gengið þarf varla að koma að óvörum að þeim hafi mistekist að klára árin fjögur.

Vonandi fá íbúar þarna betri stjórn og farsælli en þá sem ráðið hefur för og er fyrir nokkru komin út í skurð.

mbl.is Bæjarstjóraskipti á Álftanesi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta finnst þér merkilegt, hvað getur þú lagt inn í umræðuna sem brennur á fólki.'

Glæpamenn 'Islands fá afskriftir upp á hundruðir milljóna samanber Birgir Ármansson .

Þú ert bara í skítkasts pólitik vinur minn.

Ræddu um spillinguna sem hefur viðgengist í samfélagi Sjálfstæðismanna undanfarin átta ár.

Með vinsamlegri kveðju 

Arthur Þorsteinsson.

P:S það heitir að gera upp við fortíðina og horfast í augu við eigin ábyrgð.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband