Ölvunarakstur í umferðinni

Æ oftar er fjallað um ölvunarakstur í umferðinni... vissulega er áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum með tilliti til þessara ölvunarmála. Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala.

Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með alvarlegum atvikum - í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag.

Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi.

Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er að tala um með mjög áberandi hætti.


mbl.is Ölvaður ferðamaður á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki aðeins það að mæta fullum manni/allt kerfið 1-1 er svo þú ert alltaf i rusneskri rúlletu,þarf ekki nem yfirlið eða eitthvað annað!!!!en ekki bætir áfengið og vímuefnin það!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.9.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband