Burt með leyndina - hvar er gegnsæið?

InDefence hefur rétt fyrir sér með því að benda á að ríkisstjórnin hefur verið dugleg í að búa til leyndarhjúp um mikilvæg mál sem þjóðin á fullan rétt á að vita meira um. Hvar er gegnsæið og opnu vinnubrögðin sem okkur var lofað fyrir nokkrum mánuðum? Hvar eru aðgerðirnar til bjargar heimilunum og atvinnulífinu í landinu? Hvað hefur gerst í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Held að flestir séu búnir að fá leið á þessum baktjaldavinnubrögðum og leyndinni í mikilvægum málum.

Vil annars hrósa InDefence fyrir að hafa verið á vaktinni í mikilvægum málum að undanförnu, sérstaklega Icesave... þar sem full þörf var á samtökum sem þora að hafa skoðanir og eru skipuð fólki sem hugsar um hagsmuni Íslands og sættir sig ekki við leynd og bakherbergja vinnubrögð stjórnvalda í Icesave-málinu frá hruninu.

mbl.is Segja stjórnvöld leyna Icesave-gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gegnsæi og allt upp á borðið það er ekki ríkisstjórn Íslands.

Óðinn Þórisson, 18.9.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband