Handrukkunarferlinu lokið - IMF heldur áfram

Seint og um síðir hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn komið málum Íslands áfram. Eins og fram kemur í yfirlýsingunni hefur allt verið stopp vegna þess að Bretland og Holland hafa haldið okkur í algjörri gíslingu. Þjónað hefur verið duttlungum þeirra mánuðum saman og við fryst á meðan. Lengi vel var því neitað að það væri ástæðan en auðvitað hefur handrukkunarblærinn verið augljós á vinnuferlinu með Ísland.

Hversu oft neituðu stjórnvöld hér heima að þetta tengdist; biðin eftir IMF og vinnubrögð viðsamjenda okkar. Þetta er til skammar fyrir IMF, enda var komið fram við Ísland af mikilli óbilgirni og óheiðarleika. En auðvitað er það svo að þessi stofnun er handrukkari stóru þjóðanna. Þessi yfirlýsing staðfestir það hafi einhver verið í vafa.

mbl.is Lán AGS tilbúið í lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan ber að vísa þessum mönnum úr landi. Öðrum útlendnigum hefur verið vísað í burtu fyrir minni mál. Þetta er til skammar fyrir IMF og undirlægjur þeirra hér á landi. Undirlægjur sem að búnar eru að láta allt annað í ljós en réttar ástæður fyrir þeirri töf sem orðið hefur á afgreiðslu íslenskra mála. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband