Er nokkur eftirsjá af McDonalds?

Ég er einn þeirra sem hef aldrei orðið sérstaklega hrifinn af McDonalds-hamborgurum og mun því sjá lítið eftir þeim. Er miklu meira fyrir gamla góða týpíska sveitta borgarann, þennan eina og sanna íslenska þjóðvegaborgara með frönskum og helst tómatsósu frekar en kokteilsósu. Þeir eru auðvitað í sérflokki og ég held að flestir séu mér sammála.

En auðvitað fór ég stundum í McDonalds, en fannst borgararnir þar ekki spennandi. Einna helst að ég fékk mér Big Mac þegar farið var í McDonalds. Síðustu dagana hefur fjöldi fólks flykkst til að smakka herlegheitin áður en öllu er skellt í lás. Væri viðeigandi að Jóhanna Sigurðardóttir fengi sér síðasta Big Mac seint í kvöld, sé hugsað til sögunnar.

Auðvitað hefur það vakið heimsathygli að skellt sé í lás á McDonalds á þessum tímum. Sumir fjölmiðlar sýnt því meiri áhuga en aðrir, sumir vitnað í að Davíð Oddsson hafi borðað fyrsta íslenska Big Mac. Ágætt að þeir fjalli um þessi litlu þáttaskil.

Eitt kom mér reyndar meira á óvart en annað þegar tíðindin voru kynnt: það að allt hráefnið væri flutt að utan. Taldi alltaf að kjötið væri íslenskt, en það er varla undrunarefni að erfitt sé að reka sjoppuna þegar allt er innflutt.

McDonalds kveður með hvelli. Í staðinn kemur Metro. Stóra spurningin er hvort nokkur eftirsjá sé af sjoppunni. Hana er altént ekki að finna hjá mér.


mbl.is Davíð fær ókeypis borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband