Arnþrúður rekur Guðmund af Útvarpi Sögu

Held að Arnþrúður Karlsdóttir geri mikil mistök með því að reka Guðmund Ólafsson af Útvarpi Sögu. Hann hefur skarpa sýn á pólitík og helstu lykilmál. Ég hef ekki alltaf verið sammála honum en haft gaman af að hlusta á þætti hans og Sigurðar G, spjall þeirra um þjóðmálin.

Enda er það ekki alltaf skilyrði að vera sammála öllum skrifum eða skoðunum sem eru í gangi. Slíkt yrði fljótt leiðinlegt, enda verða allir að hlusta á aðrar skoðanir til að hafa víða sýn yfir þjóðmálin.

Sú var tíðin að ég hlustaði eitt sinn nokkuð á Útvarp Sögu, en hef misst áhugann á henni í seinni tíð. Einna helst hlustað á þennan þátt hafi ég ákveðið að hlusta á stöðina.

Kverúlantabragurinn á sumum þáttum Útvarps Sögu er jafnan þannig að það er freistandi að gleyma tíðninni eða fara annað.

mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur Ólafsson er refur mikill í yfirfærðri merkingu, en þó ekki svo góður áróðursmaður, að hann hafi treyst sér til að mæta hlustendum sjálfum á Útvarpi Sögu, heldur hefur hann fengið þar mörg ár til að róa ótruflaður undir með hvers kyns hlutdrægri "upplýsingastarfsemi" sinni um Rússland og nágrannalöndin og um íslenzka pólitík í tveggja klukkustunda lotum í einu, sem verka sefjandi á allmarga hlustendur.

Um fyrrnefnda efnissviðð tók hann eindregna afstöðu með innrás Rússa inn í hálfa Georgíu og malaði um það mánuðum saman og gerði lítið úr málstað Georgíumanna. Enga virðingu get ég borið fyrir honum þess vegna. Hann hefur ennfremur verið með Moskvuþæga "fræðslu" á sömu stöð um önnur málefni Rússlands, þ.á m. í öðrum málefnum Rauða hersins ...

En um íslenzka pólitík er hann jafnframt afar hlutdrægur og allur á vinstra kanti. Mér hefur blöskrað hverng hann er farinn að predika Icesave-"samkomulagið" í síðustu þáttum, ennfremur hvernig hann hefur rakkað niður dr. Gunnar Tómasson hagfræðing og hans þörfu álitsgjöf um okkar efnahags- og fjárhagsmál.

Því er lítill söknuður að Guðmundi á Sögunni (nema í mesta lagi röddinni hans og ýmsum lögunum, sem Sigurður getur vel setta sjálfur á fóninn), enda nóg af öðrum mönnum, sem sjá um að "balancera" stöðina til vinstri ekkert síður en til hægri (sbr. HÉR!)

Jón Valur Jensson, 17.11.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Ég tel að Guðmundur hafi svo sannarlega þurft að hvíla sig, en sá hinn sami næstum tapaði sér eftir að Gunnar Tómasson var fyrst í viðtali á 'Utvarpi Sögu og síðar í öllum öðrum fjölmiðlum varðandi icesave síðari umferð.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.11.2009 kl. 01:26

3 Smámynd: Sigfús Austfjörð

Hjartanlega sammála þér.  Guðmundur var eitt fárra ljósa í myrkrinu á þessari kvart og kvein útvarpsstöð, jákvæður og með skopskynið á sínum stað. 

Hins vegar hef ég aldrei getað skilið hagfræðihugmyndir- og kenningar, enda virðast þær vera jafn margar og fræðimennirnir í greininni, ef ekki fleiri :)

Sigfús Austfjörð , 17.11.2009 kl. 02:09

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sigurður G. virðist láta sér í léttu rúmi liggja að vini hans og félaga sé vikið af stöðinni.

Þóra Guðmundsdóttir, 17.11.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband