Lélegur Marteinn á kjörtíma í sjónvarpi

Gamanþátturinn Marteinn, sem er sýndur á kjörtíma í sjónvarpi á föstudagskvöldi er því miður óttalegt flopp. Horfði á þáttinn fyrir viku og fannst hann hundleiðinlegur og gaf honum aftur séns í kvöld - mikil mistök.

Er til of mikils mælst að búa til íslenskan gamanþátt í íslenskum veruleika en ekki eftiröpun á frægum bandarískum þáttum eða svo yfirborðskennda að þeir drukkna í klisjunum?

Svo finnst mér hláturinn á milli atriða óttalega leiðinleg viðbót og glamursleg. Hversvegna þurfum við að búa til íslenskt sitcom sem apar upp allt hið bandaríska?

Held að sjónvarpsáhorfendur eigi skilið betri leikið efni, sem er ekki yfirborðslegt og klisjulegt - alvöru íslenskan veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta bara nokkuð góður þáttur og með því skárra sem ég hef séð af innlendum þáttum af þessu tagi. Það er hinsvegar ljóst að ekki er hægt að gera öllum til hæfis  hvað svona þætti varðar og ber að hafa það í huga. Í sjónvarpi er mjög mikið af allskonar þáttum frá t.d. frá USA og finnst mér sumir góðir, aðrir ekki eins skemmtilegir og síðan er alltaf þættir sem ég fíla engan veginn. En svon er bransinn. Oft er þetta spurning um hugarfar þegar sest er við "kassann"¨!

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband