Balkenende niðurlægir Jóhönnu

Mér þykir Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, niðurlægja Jóhönnu Sigurðardóttur með svari sínu. Bæði kemur það mörgum mánuðum eftir að bréf var sent til hans með boði um fund eða viðræður milli þeirra og auk þess virðist Hollendingurinn tala við Jóhönnu eins og hún sé algjör api. Ekki ber mikið á virðingu í samskiptunum.

Kannski ekki furða, þegar íslenski forsætisráðherrann og ríkisstjórn hennar hefur samið herfilega af sér - rétt Hollendingum auðveldan sigur í milliríkjadeilu. Hún hefur ekki staðið vörð um íslenska hagsmuni og Hollendingurinn gengur á lagið.

Þvílík niðurlæging fyrir Ísland.


mbl.is Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband