Jón Gnarr veltir pólitíkinni upp úr gríninu

Jón Gnarr er snillingur í að finna húmorinn í öllu hinu mannlega. Nýjasta útspilið er það fyndnasta langa lengi - að gera nett grín að stjórnmálunum hérna heima, sem eru eins og absúrd rugl, með því að draga það upp úr háðinu.

Jón má eiga það að hann að gera grín að öllu ruglinu með því að sáldra yfir það gríninu. Vel gert hjá honum!

mbl.is Jón Gnarr í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þægileg innivinna, hægt að glugga í bækur, grípa í spil, fá sér í nefið & hafa það notalegt.

Einar (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 22:11

2 identicon

Jón Gnarr er frábær, segir það sem aðrir hugsa, en ekki bara það hann setur upp á borðið alla lofræðu VG og Samfylk. fyrir síðustu kosningar, loforð sem hvorugur flokkurinn hefur reynt að vinna að né standa við.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 00:48

3 identicon

hann ætlar að standa við það sem hann lofar meira en allir aðrir að gera ekki neitt.

gishj (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 09:57

4 identicon

Kannski það háðuglegasta í þessu öllu er að hann endurtekur bara nákvæmlega það sem stjórnmálamenn, sérstaklega í einum flokki, sögðu fyrir síðustu kosningar.

Gulli (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband