Ingibjörgu Sólrúnu hafnað í Vín

Þau tíðindi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hafi ekki fengið stöðu mansalsfulltrúa ÖSE er nokkuð áfall fyrir vinstristjórnina, sem bauð ISG fram sem alvöru valkost. Hún var eini fyrrverandi ráðherrann í hópi umsækjenda og væntanlega talið að hún væri örugg um hnossið, stöðu við hennar hæfi að auki.

Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar um framboðið var bæði leið hennar og Samfylkingarinnar til að tryggja henni önnur verkefni, feitt djobb, fjarri heimaslóðum. Ekkert verður nú af þessu. Um leið hlýtur spurningin að vakna hvort Samfylkingin færi henni eitthvað verkefni heima eða erlendis. Næg eru væntanlega heimatökin.

Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar hefði ekki boðið fram Ingibjörgu Sólrúnu nema telja sig hafa tryggan stuðning víða, eitthvað hefur brugðist í þeim efnum og stöðumatið verið rangt. Augljóst var að með þessu átti að leysa visst vandamál fyrir Samfylkinguna og hópa innan flokksins.

mbl.is Ingibjörg Sólrún varð ekki fyrir valinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband