Umræðan um Magna og Barnaland

Magni Eitthvað fór umræðan hér hjá mér um það sem rætt er á Barnalandi um einkalíf Magna Ásgeirssonar illa í þær konur sem skrifa þar og var einhver umræða um það. Mér fannst þessi spjallvettvangur af því tagi að mér fannst rétt að skrifa um það. Eflaust mátti maður segja sér að það myndi kalla á viðbrögð. Það er annars alltaf hollt að ræða málefni spjallvefanna, þar sem nafnleysingjar eru meira og minna allsráðandi.

Það er heilt yfir mjög spes menning á þessum vefum og lögmálið oft ansi villimannslegt þar. Það er svona spes stemmning. Þetta upplifði ég þegar að ég skrifaði á málefnin á sínum tíma og var þar sem virkastur. Þar sem að ég notaði mitt nafn var ég ekki í skjóli nafnleyndar og var því viðkvæmari staða en ella enda gátu þá nafnleysingjar ráðist að mér með hvassari hætti vegna þess að allir vissu hver ég var. Kippti mér svosem ekkert upp við það, enda fannst mér betra að skrifa undir nafni.

Það er alltaf tvennt ólíkt að skrifa undir nafni og svo sem nafnleysingi. Þegar að engin slóð er til baka, nema frá vefstjóra sem hefur gögn um slíkt undir höndum, er skotleyfið oft mun víðara en ella. Það er list að geta skrifað með þeim hætti og ganga ekki of langt. Sumum tekst það aðdáunarlega vel og ekki eru það allir sem skrifa með bitrum hætti. En þetta er víst bara svona. Menning spjallvefanna er og verður alltaf spes. Barnaland er ekkert eitt um þessa menningu, en sennilega gengur hún þó lengst þar. Mórallinn í skrifunum þar er ansi bitur og gengur frekar langt.

En svona er þetta bara. Það er mikilvægt að hafa skoðun á þeim málum sem mest skipta og spjallvefirnir eru engin undantekning á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Ég er nokkuð viss um að fólk skrifi ekki eins ef það kemur fram undir nafni, þó svo að ég hafi gert neina vísindalega rannsókn á þessu.

Ég er t.d. nokkuð viss um að drengirnir sem höfuðkúpubrutu mann á gamlárskvöld hefðu látið verða af því ef þeir hefðu vitað að það væri verið að taka verknaðinn upp á myndband sem síðan var birt í öllum fjölmiðlum daginn eftir.

Davíð, 10.1.2007 kl. 11:59

2 identicon

Nafnleysingar verða aldrei eins marktækir fyrir mér og þeir sem skrifa undir nafni.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 14:21

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kærlega fyrir kommentin. Gott að heyra skoðanir annarra á þessu. Spjallvefir verða alltaf umdeildir og lífleg skoðanaskipti um þá, sérstaklega nafnleysingjana.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.1.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband