Magnað skaup - svínslega beittur húmor



Ég var mjög ánægður með áramótaskaupið að þessu sinni. Finnst þetta besta skaupið frá upphafi, einu skaupin sem komast nærri því eru þau sem Óskar Jónasson gerði 2001 og 2002. Þetta var svínslega flottur húmor, beittur og líflegur. Vinstrimenn við völd og forsetinn á Bessastöðum fengu aldeilis að finna fyrir því á vinstraárinu 2009, eins og við mátti búast, þegar fyrsta hreina vinstristjórnin komst til valda og tókst að breyta nákvæmlega engu og svíkja nær öll gefin loforð.

Forsetaembættið sem löngum var táknmynd virðugleika og sameiningartákns í hugum landsmanna fékk vænan skell, hinn mesta í lýðveldissögunni af hálfu grínista. Útrásarvitleysan og partýstand útrásarvíkinganna var staðsett á forsetasetrinu. Þar var allt í rúst og búið að smána embættið og forsetasetrið með dekri við auðmennina. Þetta var táknræn gagnrýni, en hitti vel í mark, enda vita allir að forsetaembættið hefur verið lagt í rúst á undanförnum árum.



Lokaatriði Skaupsins var mjög vel heppnað, flott endalok á beittasta skaupi seinni tíma. Það segir allt sem segja þarf. Meira af svona flottum húmor, takk fyrir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband