31.5.2009 | 12:48
Skoska öskubuskuævintýrið heldur áfram
Þó að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað í Britain´s Got Talent mun frægðarsól hennar eflaust ljóma lengur. Ég man ekki eftir ein kona hafi orðið frægari en Susan Boyle fyrir það eitt að taka þátt í hæfileikakeppni. Hún varð heimsfræg á einni nóttu og var í jafn ólíkum sjónvarpsþáttum og spjallþætti Opruh Winfrey og spjallþætti Adam Boulton á Sky og allt þar á milli.
Ég held að almenningur hafi dáðst mest af einlægum hæfileikum hennar. Athyglin varð samt einum of þegar leið á og ég undrast ekki að hún hafi beygt af og misst stjórn á sér. Kannski eyðilagði það fyrir henni möguleikana að vinna og kannski varð hún of umdeild og álitin of sigurviss eftir því sem á leið. Vonlaust að meta það hvort það var eitthvað eitt sem eyðilagði sigurmöguleikana.
En hún var samt alveg yndisleg í gærkvöldi þegar hún söng aftur I Dreamed a Dream úr Les Miserables. Einlægt og traust.

Breski skopmyndateiknarinn Peter Brookes í Times náði að rissa vel upp frægð skosku öskubuskunnar og líkja henni við annan Skota, breska forsætisráðherrann Gordon Brown í vikunni. Þessi smellna skopmynd talar sínu máli. :)
![]() |
Boyle fær hundruð milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2009 | 12:31
Dýrkeypt stefnumót á Manhattan

Mér finnst það nú frekar vanhugsað hjá Barack Obama að gera sér sérstaka ferð til New York til að fara á stefnumót með konunni sinni, út að borða og í show á Broadway, sérstaklega á þessum erfiðu tímum í efnahagsmálum. Hefði skilið þetta ef hann væri að fara til New York í einhverjum embættiserindum. Sérstök ferð á Manhattan til að njóta lífsins lítur því miður út eins og algjört snobb, elítuismi sem passar frekar illa sérstaklega nú.
Bandarískir kjósendur ákváðu að kjósa Obama á síðasta ári þrátt fyrir augljós einkenni elítuisma á honum og kosningamaskínu hans. Margoft var hann sakaður um snobb og að vera fjarlægur almúgafólki og skynja ekki vandamál þeirra; bæði af Hillary Rodham Clinton og John McCain. Sú gagnrýni var fjarri því bara frá repúblikunum heldur mun frekar frá demókrötum inni í gamla kjarnanum í flokknum.
Óneitanlega dettur manni fyrst í hug varnaðarorð gömlu demókratanna sem fannst Obama vera of fjarlægur til að skynja vanda almúgafólks. Þessi ferð til New York er eiginlega of snobbleg til að teljast innlegg inn í pólitíska umræðu en eflaust verður hún sett í pólitískt samhengi þrátt fyrir það.
![]() |
Obamahjónin á stefnumót á Broadway |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2009 | 02:59
Biðin eftir skjálftunum á Suðurnesjum
Óþægileg tilfinning fyrir íbúa á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu að vita að nær öruggt sé að skjálftavirknin haldi áfram. Vonandi er þó það versta afstaðið. Af mörgum innlendum klippum af skjálftanum fyrir ári, 29. maí 2008, finnst mér þessi úr eftirlitsmyndavél Atlantsolíu einna best. Fyndnast að sjá að maðurinn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Þessi klippa úr Shell-skálanum í Hveragerði er engu síðri og sýnir vel hversu mikil áhrif skjálftinn hafði á fólkið.
![]() |
Grindvíkingar geri ráðstafanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 21:16
Susan Boyle tapar í Britain´s Got Talent
Vissulega eru það mjög óvænt úrslit að skoska öskubuskan Susan Boyle hafi tapað hæfileikakeppninni Britain´s Got Talent: Hún var talin ósigrandi og hafa allt sem þurfti til að vinna. En kannski varð álagið um megn fyrir Susan. Held að öll athyglin frá fjölmiðlum og almenningi hafi hreinlega snúist upp í andhverfu sína, verið henni hrein bölvun og eyðilagt sigurmöguleikana fyrir henni.
Stundum verður of mikil athygli einum of. Ætli að Susan Boyle skrifi ekki upp á það þegar hún gerir upp keppnina síðar.
![]() |
Boyle tapaði fyrir dönsurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 13:08
Hugsunarleysi verðandi móður í áfengisvímu
Væri áhugavert að rýna aðeins inn í huga þeirra sem taka slíka ákvörðun enda er greinilega ekki hugsað um barnið. Og þó, kannski er það of krefjandi verkefni. Þær sem taka þá ákvörðun að eignast barn hljóta að hafa gert sér grein fyrir hlutverki sínu, reyni allavega ekki að leika sér að því að valda barninu skaða.
![]() |
Þunguð kona ofurölvi í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2009 | 00:18
Jarðskjálftadagurinn mikli
Mér finnst það stórmerkilegt að stór jarðskjálfti verði nákvæmlega ári eftir að Suðurlandsskjálftinn stóri reið yfir. 29. maí hlýtur að verða nefndur jarðskjálftadagurinn mikli. Hef heyrt í mörgum sem fundu fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist hafa verið alvöru lífsreynsla fyrir einhverja, sérstaklega á Suðurnesjum.
Um að gera að rifja upp viðbrögð Ingva Hrafns Jónssonar fyrir ári þegar stóri skjálftinn reið yfir, en þá var hann í miðri upptöku á Hrafnaþingi. Mögnuð klippa.
![]() |
Skjálftinn mældist 4,7 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2009 | 20:38
Dularfullt andlát - hvað er gefið í skyn?
![]() |
Lögreglurannsókn vegna andláts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2009 | 10:22
Virðing Íslands á alþjóðavettvangi stórsköðuð
Óhjákvæmilega læðist að manni sú hugsun að það taki ár eða áratugi að koma málum svo fyrir að Ísland sé virt vörumerki á alþjóðavettvangi að nýju eftir allt útrásarsukkið. Eflaust þurfum við ný andlit til að geta verið andlit á nýrri uppbyggingu. Varla gengur fyrir okku t.d. að senda útrásarforsetann, sem var gestgjafi allra gjaldþrotapésanna sem spiluðu okkur út í horn, til að reisa við orðsporið.
En kannski er staðan orðin sú að um allan heim vorkenni fólk hinum lánlausu Íslendingum. Ég finn t.d. að Bretar hugsa hlýrra til okkar en illhugur í Downingstræti ber vitni um. Vonum það besta, það takist að rífa sig út úr þessu ólukkans standi.
![]() |
Slepptu íslenska fánanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2009 | 01:25
Atlaga vinstriaflanna gegn fólkinu í landinu
Vinstristjórnin sýnir sitt innra eðli og ráðleysi með því að auka álögur á íslenskan almenning um tólf milljarða; 8 milljarða í gegnum hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána og rúma 4 milljarða í gegnum vörugjöld. Þvílíkt kjaftshögg framan í fólkið í landinu. Þetta veikir stöðu almennings og ekki óvarlegt að álíta að þeir Íslendingar sem eru ekki fastir í skuldafangelsi fari hreinlega að flýja land.
Fjölmargir sitja svo eftir í fangelsi heima hjá sér skuldum hlaðin og í fjötrum ástandsins. Þvílík framtíðarsýn í boði vinstriaflanna í landinu. Þetta eykur aðeins vanda fólksins í landinu og sligar heimilin, sem nógu illa voru stödd fyrir og í raun alveg á bjargbrúninni.
Þetta eru ekta vinstrisinnaðar lausnir, fyrst og fremst skólabókardæmi um hversu veruleikafirrt liðið er sem treyst var fyrir þjóðarskútunni. Gremja almennings er auðvitað mikil. Sumir töldu virkilega að vinstriöflin myndu bjarga heimilunum í landinu.
Ekki furða að varla var stafkrókur í stjórnarsáttmálanum um heimilin í landinu og aðgerðir til lausnar vandanum. Eina úrræðið er að auka vandann um allan helming. Þvílík vinnubrögð.
Nú sjáum við í raun hvað ríkisstjórnin meinti með skjaldborginni. Það voru auðvitað bara orðin tóm; frasi í kosningabaráttu og á fjölprentuð kosningaspjöld.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 20:27
Ríkisstjórnin veitir heimilum landsins náðarhöggið
Verkefni fólksins í landinu núna mun á næstunni verða að borga óráðsíu útrásarvíkinganna, sem voru forðum daga í kampavínsboðum hjá forsetasvíninu á Bessastöðum, þeirra sem settu þjóðina á hausinn. Lánin þjóta nú upp úr öllu valdi og vandséð hvernig fólkið í landinu geti náð endum saman.
Á eftir að sjá að fólkið í landinu láti þetta þegjandi yfir sig ganga. Það er að koma sumar og væntanlega megum við eiga von á hitasumri og auknum mótmælum. Nú fer millistéttin í þessu landi að láta í sér heyra.
![]() |
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 15:15
Steingrímur J. áttavilltur í Evrópuumræðunni
Ætli sé búið að afskrifa manninn með skoðanirnar, gamla Steingrím J, eins og gömlu bankana? Hvað varð um manninn sem hrópaði hátt og fór oft í ræðustól og talaði kjarnyrt - vildi að talað yrði hreint út um þjóðmál? Er hann gufaður upp eða kannski bara obbolítið áttavilltur í hjónasænginni með Samfylkingunni?
Svolítið raunalegt, ekki satt?
![]() |
Heimtuðu svör frá Steingrími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 15:10
Góð ræða hjá Bjarna - skynsamleg tillaga
Ég tel að Bjarni og Sigmundur Davíð hafi gert rétt í því að koma með aðra tillögu; virkja utanríkismálanefnd til að fara í þá vinnu sem fylgir þessu ferli og reyna á samningsmarkmið fyrir aðild. Held að enginn geti kvartað yfir því að málið sé sett í slíkt ferli.
![]() |
Óskiljanlegt og illa undirbúið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 10:59
Ráðherrar VG flúnir úr Evrópuumræðunni
Nú ræðst hvort stjórnin stendur að baki tillögunni eða Samfylkingin ein. VG fær málið í sínar hendur. Fjarveran gefur til kynna að þeir hafi misreiknað taflið þegar þeir hétu Samfylkingunni að sitjá hjá og redda nægilega mörgum þingmönnum til stuðnings svo tillagan yrði samþykkt helst með atbeina stjórnarandstöðunnar. Það tafl er úr sögunni með tillögu stjórnarandstöðunnar.
VG situr uppi með örlög málsins í sínum höndum, þar á meðal ráðherrarnir sem flúðu úr ráðherrastólunum í þingsal í morgun.
![]() |
Ráðherrar VG ekki viðstaddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 23:16
Burst í Róm - síðasti leikur Eiðs hjá Barca?
Eiður Smári varð Evrópumeistari, en samt finnst mér það afrek hans verða svolítið máttlaust þegar litið er á það að hann var aldrei inn á allan leikinn og algjörlega til hliðar. Finnst alveg hlægilegt að tala um mikið afrek í íslenskri íþróttasögu. Eiður hafði ekkert hlutverk í leiknum! Ætli þetta hafi verið síðasti leikur Eiðs Smára í liðsheild Börsunga?
![]() |
Barcelona Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 28.5.2009 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.5.2009 | 18:47
Skammarlega langur viðbragðstími lögreglu
En kannski er þetta dæmi um niðurskurð og stöðuna almennt. Má vera. Hverju sem um er að kenna er alveg ljóst að þetta er ekki boðlegt að neinu leyti, sérstaklega þegar mikið liggur við að lögregla fari sem fyrst á vettvang.
![]() |
Komu 27 mínútum eftir útkall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 17:12
Snjall leikur hjá stjórnarandstöðunni
Mér finnst það snjall leikur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að leggja fram sína eigin þingsályktunartillögu í Evrópumálum gegn tillögu utanríkisráðherra. Þar sem þingstyrkur er fyrirfram svipaður til beggja tillagna, þar sem vinstri grænir eru frekar lost, verður áhugavert að sjá hvað muni gerast. Ljóst er að sex til sjö stjórnarþingmenn úr VG, hið minnsta, munu greiða atkvæði gegn tillögu utanríkisráðherrans og margir í vafa um hvað eigi að gera og líklegir til að sitja hjá.
Ný tillaga fær fram aðra sýn á Evrópuumræðuna og reynir virkilega á afstöðu þeirra sem sitja á þingi og eru áttavilltir á því hvaða stefnu eigi að fara. Engin afstaða er að sitja hjá og því ætti önnur tillaga að geta reynt á afstöðu þeirra.
![]() |
Sameiginleg ESB-tillaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 01:42
Hrottarnir á Seltjarnarnesi handteknir
Viðbrögðin í samfélaginu við þessu fólskuverki eru bæði undrun og reiði. En þetta er eflaust skólabókardæmi um hina auknu hörku í samfélagi og virðingarleysi fyrir eldra fólki. Á þessu verður að taka.
![]() |
Ræningjarnir teknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 16:59
Ógeðslegt fólskuverk á Seltjarnarnesi
Árás á fólk á heimilum sínum er grafalvarlegt mál og ber að fara með málið í samræmi við alvarleika brotsins. Þeir sem standa að slíkri aðför að fólki og það sérstaklega eldri borgurum eiga sér engar málsbætur.
![]() |
Rændur og bundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2009 | 16:41
Obama tilnefnir Soniu Sotomayor í Hæstarétt
Val Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á Soniu Sotomayor sem hæstaréttardómara er skynsamlegt og traust. Með því slær hann tvær flugur í einu höggi; velur konu sem dómara og ennfremur fyrsta dómaraefnið af spænskum uppruna. Obama var undir miklum þrýstingi að velja konu í réttinn en ennfremur var augljóst að hinir fjölmörgu stuðningsmenn forsetans úr röðum spænskra og blökkumanna gerðu kröfu um að fá sinn fulltrúa í réttinn, sem viðurkenningu fyrir mikinn stuðning í forsetakosningunum á síðasta ári.
Telja má líklegt að Obama velji blökkumann næst þegar sæti losnar í réttinum sem gerist eflaust á þessu kjörtímabili þar sem vangaveltur eru um hversu lengi hinn níræði John Paul Stevens, sem verið hefur dómari frá árinu 1975, muni sitja í réttinum og hvort Ruth Bader Ginsburg muni hætta af heilsufarsástæðum en hún greindist með briskrabbamein fyrir nokkrum mánuðum og er nýkomin úr læknismeðferð. Aðeins er einn blökkumaður í réttinum; Clarence Thomas, sem skipaður var af George H. W. Bush árið 1991.
Ronald Reagan setti það fram sem kosningaloforð í forsetakjöri 1980 að velja fyrstu konuna í Hæstarétt yrði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Sumarið 1981 ákvað Reagan að skipa Söndru Day O´Connor, dómara frá Arizona, í réttinn. Reagan talaði aðeins við Söndru í valferlinu, en hún kom til greina í hópi nokkurra kvendómara. Hann hreifst af gáfum hennar og uppruna hennar úr vestrinu. Frægt var að þau töluðu meira um hesta og búgarðalífið í suðurríkjunum en lög í hinu formlega viðtali.
Bill Clinton valdi Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétt árið 1993 eftir að hann hafði áður ætlað að velja annað hvort Stephen Breyer (sem hann valdi ári síðar þegar sæti losnaði aftur) eða Mario Cuomo, ríkisstjóra í New York, (sem vildi ekki svara símtölum forsetans og taldi sig ekki eiga neitt vantalað við hann). Ginsburg heillaði Clinton með víðtækri þekkingu á lagalegum álitaefnum og fyrir brautryðjendastörf sín í jafnréttismálum í lagakerfinu. Eftir að hafa rætt við Ginsburg mun Clinton hafa sagt: Ef Cuomo svarar ekki strax mun ég bjóða Ruth sætið.
George W. Bush skipaði Harriet Allan Myers sem dómara við Hæstarétt í stað Söndru Day O'Connor haustið 2005. Valferlið strandaði vegna þess að honum tókst ekki að tryggja stuðning við Harriet á meðan þingrepúblikana og forsetinn varð að fá Harriet til að afþakka sætið og bauð Samuel Alito það skömmu síðar. Bush gerði þau miklu mistök að velja konu í réttinn sem naut ekki þingstuðnings og hafði ekki þann trausta bakgrunn sem krafist var í hinni pólitísku refskák sem fylgir valinu, enda verður öldungadeildin að staðfesta útnefninguna.
Ekki er nokkur vafi á því að valið á Soniu Sotomayor mun styrkja Obama í sessi meðal kjósenda af spænskum ættum og meðal kvenna. Þar sem aðeins ein kona var í réttinum (og hún orðin veik og líkleg til að hætta) var pressan mikil á að kona yrði valin og auk þess að dómarinn yrði af spönskum ættum. Þetta val sameinar þessa kosti.
Blökkumenn gerðu miklar kröfur líka, enda fyrsti þeldökki forsetinn við völd í Hvíta húsinu, og þeir lögðu mikið á sig til að tryggja kjör hans og töldu sigur hans mikinn sigur í langri réttindabaráttu. Ekki þarf að efast um að á meðal helstu blökkumannahópanna, t.d. í Illinois, í Suðurríkjunum og í Kaliforníu er óánægja með valið.
En við getum líka verið viss um að Obama mun hugsa til þeirra þegar sæti losnar næst.
![]() |
Obama tilnefnir hæstaréttardómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 13:24
Subbulegt sjálfsmorð
Hann hlýtur að hafa verið mjög lífsleiður maðurinn sem valdi að fara í búr bengal-tígranna og binda þannig enda á líf. Subbulegt sjálfsmorð. Grimmdin í bengal tígrum er algjör og þeir eru með miskunnarlausustu dýrum á jarðríki, bæði spretthraðir og fimir. Þessi klippa segir meira en mörg orð um kraftinn í þeim og grimmdina.
![]() |
Framdi sjálfsvíg í tígrisdýrabúri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)