2.9.2008 | 15:00
Blessað barnalán - undarlegt orðalag
![]() |
Fengu þrjú börn á einu bretti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 13:54
Alþýðuhetju lagt lið - jákvæð málalok
Og auðvitað er það fyrirtækinu Mjólku til sóma að leggja Ástþóri lið með þessum hætti. En þarna sést vel hvað skiptir miklu máli að fjalla um svona mál opinberlega.
![]() |
Fékk styrk til að leysa út vélarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 20:02
Spunameistararnir leita að göllum á Söru Palin

Viss karlremba hefur verið í sumum ummælunum í garð Söru Palin. Einn fréttamaður CNN, John Roberts, missti út úr sér að henni væri nú nær að hugsa um litla barnið sitt en vera að fara í framboð á landsvísu í þessum kosningum. Efast um að svona hefði verið talað um karlkyns forseta- eða varaforsetaframbjóðanda sem er nýbúinn að eignast barn. Man allavega ekki eftir svona ummælum. En þetta þykir kannski fínt og flott hjá einhverjum.
Mér fannst ómerkilega sótt að Hillary Rodham Clinton í baráttunni. Í og með sást vel að hún var kona. Þó hún væri reynd og vel gefin, mjög vönduð kona með góða ferilskrá, hafði það ekkert að segja fyrir hana. Reynslan var frekar tröðkuð niður hjá henni en mikið gert úr henni. Mikill rembutónn var yfir ummælum í hennar garð og mörgum fannst það ekki viðeigandi að hún yrði frambjóðandi flokksins því hún væri kona. Enn var þessi umræða lifandi eftir öll þessi ár.
Reyndar finnst mér demókratar hafa lítið á Söru Palin. Ef á að fara að gera mál úr hugsjónum hennar og hvort dóttir hennar sé ólétt er greinilega lítið að hjá henni. Reyndar voru demókratar kjaftstopp þegar valið á Söru var kynnt. Þeir voru með heilt vopnabúr gegn Romney og Pawlenty en höfðu ekkert fram að færa nema draga fram umræðu um reynsluleysi og þekkingarleysi á utanríkismálum sem varð algjört sjálfsmark hjá talsmönnum Obama, sem er ekki með mikla reynslu og hefur t.d. aldrei stjórnað einu né neinu.
Mér finnst Sarah Palin vera röggsöm og flott kona. Hún hefur sínar pólitísku hugsjónir sem er virðingarvert og mér finnst það flott hjá John McCain að velja unga og frambærilega konu, vonarstjörnu fyrir flokkinn. Ef hann hefði valið miðaldra karlmann með sér hefðu allir talað um að þeir væru of líkir kandidatarnir. Þeir sem hæst tala gegn þessu vali eru frústreraðir demókratar sem voru fúlir með að Obama valdi ekki Hillary. Þeir fengu mesta bömmerinn.
En meira að segja Obama varð að viðurkenna sögulegan sess Söru í þessari baráttu. Hún er konan í framboði. Ef Obama væri með Hillary með sér hefði hann ekki þurft að vera í svona miklum bömmer. Held að hann og demókratar sjái gríðarlega eftir því að velja ekki Hillary með sér. Þá væru þeir ekki í svona miklum vanda við að tækla varaforsetaval McCain.
![]() |
17 ára dóttir Palin á von á barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2008 | 15:48
Sóðalegar busavígslur

Busavígslurnar hafa á sér blæ þess að vera manndómsvígsla fyrir nýnema. Í því skyni finnst sumum allt í lagi að ganga mjög langt. Finnst að á þessu verði að vera eðlileg mörk, enda er jafnan stutt á milli þess að ganga of langt og vera með athöfn sem eigi að vera á mörkunum. Það er oft ekki gott að finna millistigið þegar að svona athöfn er skipulögð. Mér finnst busavígsla ekki þurfa að hljóma sem niðurlæging á nýnemum. Það er hægt að tóna alla hluti niður. En það er oft ekki þægilegt að finna mörkin sem þurfa að vera til staðar.
Auðvitað er ágætt að fá fram umræðu um þessar busavígslur. Kannski er þetta upphafið á því að fólk hugsi sig almennilega um. Jafnvel að það þurfi ekki að ausa nýnemum upp úr forarsvaði og eða rækjumjöl til að það verði hluti samfélagsins. Hvort að mildari og mannlegri leið sé ekki til staðar. Kominn er tími til þess að busavígslunum verði breytt, einkum til að nýnemar haldi virðingu sinni á eftir og þurfi ekki að ganga í gegnum ómannúðlega meðferð til að teljast verða einn af hópnum.
Man eftir samskonar umræðu í fyrra. Þá skrifaði ég um busavígslu á Ísafirði. Þessi mynd er þaðan held ég. Þá var ausið rækjumjöli og flórsykri yfir nemendur - voru skítug upp fyrir haus í for og ógeði. Velti þá fyrir mér hversvegna þyrfti slíka yfirhalningu og hreina niðurlægingu. Á þetta að vera lexía og niðurlæging?
![]() |
Varað við busavígslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 15:20
Í minningu Óskars
Óskar V. Friðriksson var jarðsunginn í dag. Ég vil þakka honum kærlega góða vináttu og kynni í gegnum árin. Í öllum kosningabaráttum Sjálfstæðisflokksins frá 1995 hef ég haft samskipti við Óskar með einum eða öðrum hætti. Enginn var duglegri en hann að stjórna málum í kosningabaráttu. Reynsla hans og vinnusemi var líka rómuð.
Það eru þrettán ár liðin síðan að ég hafði fyrst samskipti við Óskar í gegnum utankjörfundarkosningu Sjálfstæðisflokksins og kynntist honum persónulega. Í alþingiskosningunum 1995 var ég að vinna fyrir flokkinn og lagði lið, eins og áður. Það var fyrsta baráttan sem ég tók þó þátt umfram það að bera út blöð í aðdraganda kosninganna eða dreifa út öðru kynningarefni. Þó hafði ég ekki enn fengið kosningarétt, rétt missti af því þar sem ég náði ekki átján ára aldri fyrr en í desember 1995. Því gat ég ekki lagt lið með þeim hætti sem mestu skipti.
Ekki það að sú staðreynd hafi leikið nokkuð lykilhlutverk. Óskar treysti mér fyrir verkefnum og talaði við mig eins og ég væri búinn að vera í bransanum í ótalmörg ár, í fyrstu kosningunum þar sem ég í raun tók að mér meiri verkefni en bara að breiða út boðskap lífshugsjónanna. Ég lærði líka mikið í þeirri baráttu. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn undir í könnunum en náði að halda velli á kjördegi eftir mjög vondar kannanir lengi vel. Og við náðum að halda okkar hlut hér, tryggðum Tómas Inga Olrich inn þvert á allar kannanir.
Ári eftir hafði ég samband við kosningaskrifstofu Péturs Kr. Hafsteins og skráði mig á meðmælendalista fyrir hann í forsetakjöri. Nokkrum dögum síðar hringdi Óskar í mig - vildi að ég tæki að mér verkefni, bæði við að safna meðmælendum og vera tengiliður framboðsins. Síðar bættist við það verkefni og að lokum var ég kominn í innsta hring í starfinu hér í kjördæminu. Þá hafði ég reyndar fengið kosningarétt og tók þátt af meiri þunga. Mjög gott fólk var að vinna fyrir Pétur og þetta sumar var mikill lífsins skóli.
Þó að Pétur tapaði kosningunum fyrir tólf árum mat ég mest að kynnast þeim sem tóku þátt. Við vorum heldur ekki sátt við hvernig fór hér í kjördæminu. En það var við ramman reip að draga og kannski var það alltaf bjartsýni að ætla að kynna einn mann fyrir öllum landsmönnum á tveimur mánuðum, mann sem var ekki landsþekktur nema kannski af ættarnafni sínu. En ég held að kosningabaráttan 1996 hafi verið dýrmætari veganesti en nokkur önnur kosningabarátta sem ég hef komið nærri, þrátt fyrir tapið.
Í alþingiskosningunum 1999 var Sjálfstæðisflokkurinn í mjög góðum málum. Það var skemmtilegasta kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í. Allt lék í lyndi, bæði voru vinsældir Davíðs Oddssonar og pólitískur styrkur hans þá mestur og við hér í kjördæminu vorum í góðum málum. Unnum kjördæmið í fyrsta og eina skiptið af Framsókn og fengum Tómas Inga inn sem kjördæmakjörinn. Þá var gaman og eiginlega fannst mér jákvæðast yfir öllu þá. Samskiptin í utankjörfundarkosningunni skiptu þó lykilmáli og við tókum kjördæmið á því starfi.
Í kosningunum 2003 var erfiðara. Ég kom að því verkefni á síðari stigum baráttunnar þegar við vorum undir í könnunum og allt virtist vera að fara veg allrar veraldar í kjördæminu. Um tíma leit út fyrir að flokkurinn fengi afhroð hér, fengi færri atkvæði en Samfylkingin og myndi fara illa út úr þessu. Ég tók utankjörfundarmálin að mér á síðustu tíu til tólf dögunum. Fyrsta símtalið sem ég fékk þegar ég byrjaði var frá Óskari. Hann var ánægður með að ég væri kominn á minn stað og fór yfir það sem þurfti að gera. Við fórum í verkefnið.
Að lokum tókst okkur að verja stöðuna hvað það varðar að toppa Samfylkinguna og tryggja næstbestu kosninguna í kjördæminu. Það voru samt mjög erfiðar kosningar en við björguðum því sem bjargað varð á síðasta sprettinum. En ég get þó sagt með sanni að það var erfiðasta og leiðinlegasta barátta sem ég hef tekið þátt í. Þar var puðið ein varnarbarátta og kannski var það mesta lífsreynslan vegna þess. Þegar mest var töluðum við Óskar saman fimm til sex sinnum yfir daginn.
Síðustu kynni mín af Óskari í flokksstarfinu voru í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá vann ég í Kaupangi alla baráttuna og við Óskar vorum í góðu sambandi lengst af, þar til ég sinnti öðru og annar aðili var ráðinn yfir utankjörfundarkosninguna. En það var hans taktur að hringja til að skanna stöðuna. Hann var vakinn og sofinn yfir verkefninu, fylgdist með öllu og allar klær voru úti til að tryggja flokknum bestu kosningu.
Ég minnist Óskars með miklum hlýhug, mat hann mikils og lærði mikið af honum. Óskar var hörkutól sem vann vel að því sem hann tók að sér, var traustur og vandaður í sínu og einn dyggasti sjálfstæðismaður sem ég hef kynnst. Allir sem unnu með honum kynntust vel hversu traustur maður var þar á ferð. Ég vil votta fjölskyldu hans innilega samúð mína. Guð blessi minningu Óskars.
1.9.2008 | 01:25
Dagbækur Matthíasar - hvað má setja á netið?

Við að lesa dagbækurnar vaknar fyrst stóra spurningin; hvers vegna birtir Matthías dagbækurnar í lifanda lífi? Stóri tilgangurinn er ekki ljós en hitt veit ég að allir sem vilja vera með í umræðunni hafa lesið þær. Farið þangað af forvitni til að kynna sér hverja og hvað hann skrifar um. Bara með því hefur hann eflaust náð stóra tilganginum með birtingunni. En auðvitað eru ekki allir jafnsáttir með þessa birtingu. Stundum fer hann nærri þeim sem skrifað er um og ekki fá allir jákvæð skrif um sig. Eflaust er það eins og gengur og gerist. Svo margir eru umdeildir í þessu samfélagi.
Ég verð að viðurkenna að þegar ég las fyrst dagbókina fannst mér sagnfræðilega hliðin í fjölmörgu sem hann birtir frá síðustu áratugum alveg stórmerkileg. Eftir því sem skrifin koma nær samtímanum hitnar mjög yfir skrifunum og þau verða funheit fyrir ansi marga. Fjöldi þeirra sem vitnað er í sem heimildarmenn eða talað er um eru lifandi og velt er við steinum sem eru viðkvæmir. Sumt eru kjaftasögur um viðkvæma hluti sem eflaust einhverjir telja á gráu svæði að skrifa um. Svona skrif um samtímamál sem hafa verið umdeild og stjórnmálamenn sem hafa verið í hita pólitískra átakamála vekja athygli. Held að það sé bara eðlilegt.
Matthías Johannessen hefur aldrei verið þekktur fyrir að fara troðnar slóðir. Með skrifum sínum hefur hann jafnan vakið athygli og verið í forystu á þeim vettvangi sem hann hefur valið sér. Á öðrum hefur hann verið mikilvæg aukapersóna. Þessi skrif sanna sterka stöðu hans í íslensku samfélagi og hversu valdamikill hann var af ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, ekki bara sem yfirmaður stærsta dagblaðs landsins á þeim tíma heldur og mun frekar í stjórnmálum. Þessar dagbækur staðfesta sterkan sess Matthíasar.
En þeir sem hafa leitað til hans með trúnaðarmál eru örugglega ekki sáttir margir hverjir. Mjög margt er opinberað. Sérstaklega vekur þetta meiri athygli þegar tíundi áratugurinn er skannaður. Atburðir þar eru of nærri fyrir marga, bæði Matthías og þá sem treystu honum, til að það sé svipt hulunni af öllu. Kjaftasögurnar eru verstar. Ekki eru þær allar sannar og það reynir Matthías.
En væntanlega hefði verið auðveldast fyrir hann að sleppa þessu. En dagbækurnar eru stórmerkileg heimild. Því verður ekki neitað.
![]() |
Matthías Johannessen: Málið er úr sögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2008 | 00:36
Eru Skagamenn komnir af ógæfusporinu?
Hlýtur að vera sæla á Skaganum í kvöld þó nokkuð vanti á til að sleppa af hættusvæðinu.
![]() |
Skagamenn með útisigur á Val |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |