9.1.2009 | 17:43
Bitlaus mótmæli marineruð í rauðri málningu
Mótmælin við utanríkisráðuneytið virðast hvorki hafa verið fjölmenn eða markviss. Kannski finnst einhverjum það samt táknrænt eða merkilegt að sletta rauðum lit á vinnustað formanns Samfylkingarinnar eða merkilegt. Má vera. Þetta eru greinilega grímumótmæli, í takt við þau sem eru að komast í tísku núna að því er virðist vera. Eigi þetta að teljast mótmæli gegn ástandinu við Palestínu geta þau varla talist sterk miðað við hversu heitar skoðanir eru á stöðunni þar.
Mjög mikið er talað um grímumótmælin og þá sem velja að tjá sig án þess að standa við skoðanir sínar. Sama hversu mikið þeir reyna að bera á móti því verður alltaf litið öðruvísi á tjáninguna þegar hún er nafnlaus en þegar fólk stendur með skoðunum sínum. Greinilegt er líka að þær stinga í stúf við það sem Hörður predikar. Þessi mótmæli án Harðar sýna vel að mótmælendur eru ekki sammála um aðferðir.
Hvað varðar þessi mótmæli skil ég þau ekki enda hafa ráðamenn hér fordæmt bæði Ísraelsríki og Hamas. Húsráðandi í utanríkisráðuneytinu hefur sérstaklega verið framarlega í flokki þar.
![]() |
Málningu slett á ráðuneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 11:33
Situr fólk virkilega heima með gjafabréfin?
Hef heyrt af nokkrum dæmum þar sem fólk átti inneignarnótu og gjafabréf og fékk ekkert fyrir það. Auðvitað er vont að sá verðmæti pappír verði á einni nóttu verðlaus en þeir sem eiga þannig eiga sem fyrst að reyna að ná einhverju út úr því, áður en staðan versnar, sem getur auðvitað gerst.
![]() |
Hætta á að gjafabréf brenni inni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 22:37
Absúrdismi og mannamunur á borgarafundi
Þetta bæði hlýtur að leiða til þess að fundurinn missir marks, enda munaði litlu að hann endaði í rugli. Mér finnst stórundarlegt að þeir sem ávarpa svona fund og eru væntanlega að tala fyrir einhverjum boðskap geti ekki komið fram undir nafni og tjáð skoðanir sínar óhikað með heiðarlegum hætti, en ekki með blammeringum og óábyrgu tali þar sem engin persóna er á bakvið. Reyndar finnst mér merkilegt hvað gríman er að verða mikil táknmynd hjá hópnum sem mótmælir án Harðar.
Enda er greinilegt að það eru að myndast tvær hreyfingar mótmælenda, annar sem hugsar með höfðinu og vill vera ábyrgur í orði og verki og svo þeir sem vilja ekki bera ábyrgð á mótmælunum og ganga skrefinu lengra - telja ekkert heilagt og kallar sig þegar glæpamenn. Þetta er merkilegur fylkingamunur. Hitt er svo undarlegt að þeir sem koma á fundinn til að tjá sig fái ekki að gera það, þegar allir vita hver viðkomandi aðili er. Þetta heitir mannamunur á góðri íslensku sagt.
Stóra málið í þessu öllu er að mótmælendur ganga ekki í takt. Þeir eru í nokkrum fylkingum og ganga misjafnlega langt, enda sumir í mótmælum af ábyrgð en aðrir af ábyrgðarleysi. Aðrir fá svo greinilega ekki að vera með, ekki nógu verðmætir. Þetta er að verða að absúrdisma í bestu mynd orðsins.
![]() |
Lá við að fundurinn leystist upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 20:38
Veruleikafirring stjórnmálanna
Hitt er svo annað mál að einhverjir eru uppteknir í því að velta fyrir sér hvort ráðherrann sé kannski að verða mágkona forsetans og vilji velta fyrir sér smáatriðunum í einkalífi hennar. Mér finnst samt svona pólitík innan í pólitíkinni ekki merkileg og eiginlega er þetta hluti af veruleikafirringu fortíðarinnar þegar fólk var að velta fyrir sér ómerkilegu hlutunum en gleymdi þeim merkilegu.
Við sjáum þetta vel hérna heima því við gleymdum okkur oft í smáatriðunum í einkalífi stjórnmálamanna og hvar þeir væru í glasi í kokteilboði og við hvern þeir skáluðu frekar en hugleiða aðalatriðin, undirstöður og lykilatriði samfélagsins. Þess vegna sváfum við á verðinum þegar allt fór á versta veg.
![]() |
Barnsfæðing vekur umtal í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 12:23
Vofir pólitísk feigð yfir heilbrigðisráðuneytinu?
Forðum daga var þetta svipað. Hver man ekki eftir Sighvati Björgvinssyni sem var blóðugur upp fyrir axlir í niðurskurði í Viðeyjarstjórninni í upphafi tíunda áratugarins og barðist þar gegn nunnunum í Landakoti og fleirum þekktum postulum í velferðarkerfinu. Hann varð óvinsælasti maður landsins á einni nóttu í hlutverki sínu. Guðmundur Árni Stefánsson kom eins og kratariddarinn á hvíta hestinum inn í heilbrigðisráðuneytið úr bæjarstjórastólnum í Hafnarfirði og tók til við að sveifla niðurskurðarhnífnum. Hann endaði á kafi í drullupolli á mettíma.
Og hver man ekki eftir Ingibjörgu Pálmadóttur, sem þrátt fyrir að takast að höndla erfiða tíma í ráðuneytinu, bugaðist í önnum sínum og hneig niður í beinni sjónvarpsútsendingu. Hún var örvinda og búin á því og hætti í pólitík skömmu síðar, fór heim til að baka og elda fyrir strákana sína eins og margfrægt var. Fékk nóg. Ekki megum við heldur gleyma að sumir hafa höndlað verkefnið, en flestir þeirra hafa verið í ráðuneytinu á góðum tímum og komist hjá því að skera niður.
Og nú er Gulli kominn í þetta hlutverk. Brátt verður hann blóðugur upp fyrir axlir í niðurskurðinum og örugglega hataður og úthrópaður fyrir miskunnarleysi og skuggalega óvægni gegn þeim sem minna mega sín. Hver verða pólitísk örlög hans í þeim ólgusjó?
![]() |
Ráðherra segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2009 | 00:44
Fjölmenningarleg slagsmál í Hlíðunum
Enn einu sinni heyrum við í fréttum af fjölmenningarlegum slagsmálum á milli hópa útlendinga í Reykjavík. Vissulega er til of mikils ætlast að allir þeir innflytjendur sem hingað koma séu hvítþvegnir englar en það verður að taka á málum þeirra sem ráðast að öðru fólki og standa að klíkumyndun til að vega að öðrum innflytjendum eða fara fram með hreinu ofbeldi, hvort sem það er til að níðast á öðrum hópnum eða þær séu báðir jafnsekir um ofbeldið.
Mér finnst þetta mjög dapurleg þróun og á henni verður að taka með öllum tiltækum ráðum. Sjálfsagt er að bjóða innflytjendur velkomna til landsins og það ber að varast að dæma þá alla eftir svörtu sauðunum í hópi þeirra. En því er ekki að neita að þetta er ekki góð þróun - það er að verða einum of mikið af ofbeldisverkum sem tengja má við innflytjendur.
Leitt er ef borgarhverfin breytast í Harlem vegna innbyrðis átaka innflytjenda og færir okkur inn í annan menningarheim en við þekkjum og viljum örugglega ekki horfa þegjandi á í nærmynd.
![]() |
Hópslagsmál í Lönguhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 18:28
Bjarni yfirgefur Framsóknarflokkinn
Úrsögn Bjarna Harðarsonar, fyrrverandi alþingismanns, úr Framsóknarflokknum koma ekki að óvörum eftir sviptingar síðustu mánuði innan flokksins en eru vissulega stórtíðindi. Bjarni var jú afgerandi fulltrúi gömlu fylkinganna í flokknum og talaði fyrir þeim gildum sem einkenndu Framsóknarflokkinn í gamla daga - var boðberi þess að halda í andstöðuna gegn ESB og vildi hafa Framsókn uppi í sveit. Þetta eru tímamót að því marki en kannski er þetta lokapunktur þess sem vitað var að myndi gerast.
Svo er það spurning hvort Bjarni yfirgefur flokkinn eða hann hefur yfirgefið hann. Væntanlega er það mitt á milli en greinilegt er á öllu að Framsókn tekur miklum breytingum í sviptingum næstu vikna, sem nær hámarki með kjöri nýs formanns Framsóknarflokksins í lok næstu viku.
![]() |
Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 18:25
Hvers vegna hylja mótmælendur andlit sín?
![]() |
Elín borin út úr bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 14:56
Beinast mótmælin nú loksins að réttum aðilum?
Ég held að atburðir síðustu daga hafi opnað augu margra fyrir því bankakerfið er rotið og fjölmiðlarnir líka, sem hafa bara þjónað duttlungum auðmanna úti í bæ, eigenda sinna og vina þeirra.
Þessu er mikilvægt að mótmæla og bankarnir eru góður staður til að tjá skoðanir sínar, meðan spillingin og blekkingin heldur áfram að grassera.
Algjör snilld að spila bolta í Landsbankanum - táknrænt og traust. Þetta er traustara form á mótmælum en margt annað sem gert hefur verið.
![]() |
Spiluðu knattspyrnu í bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 11:52
Samkeppniseftirlitið rannsakar Teymi
Samkeppniseftirlitið sýnir mjög vel að það er vakandi stofnun með rannsókn sinni á Teymi og dótturfélögunum. Allir hljóta að taka undir mikilvægi þess að fara yfir vafaatriðin í málum tengdum þeim. Þetta á að vera hlutverk Samkeppnisstofnunar og mikilvægt að þar sé farið strax til verka og reynt að fá hið sanna fram, hvað svo sem í því felst.
Oft hefur verið deilt á Samkeppniseftirlitið fyrir að vera sofandi stofnun sem bíður endalaust á meðan sögusagnir grassera. Þessi rannsókn ætti að slá á þær kjaftasögur.
![]() |
Húsleit hjá Teymi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 00:50
Harðvítug átök um formennskuna í Framsókn
Ég er ekki í vafa um það að framtíð Framsóknarflokksins er undir í þessum formannsslag. Þar er spurt um hvort hann nái að endurnýja sig og eiga nýtt upphaf á gömlum grunni. Ég held að í þessu muni væntanlega koma sér sem best að vera með engar tengingar við forystu flokksins á undanförnum árum og ljóst að þingmennska mun ekki vera ráðandi hluti útkomunnar. Þarna verður horft til framtíðar og kynslóðaskipti eru í loftinu. Sóknarfæri flokksins munu ráðast af útkomu flokksþings.
Auðvitað er smalað í öllum kosningum. Slíkt gerist í ómerkilegri kosningum en formannskjöri í stjórnmálaflokki. Í flokki á borð við Framsókn þar sem uppstokkunin er mikil má búast við að fólk hópist í flokkinn til að hafa áhrif. Einn hluti þess er að sonarsonur og sonur fyrrum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins er kominn heim í heiðardalinn eftir skamma vist í öðrum flokki og í Ráðhúsinu.
Þarna er smalað grimmt og allt lagt undir. Kappið í kosningunum ber þess merki að allt getur gerst. Þannig á það auðvitað að vera þar sem barist er um alvöru hnoss og að byggja upp nýjan flokk á gömlum grunni, rústum ef út í mannamál er farið.
![]() |
Hiti á fundi framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 22:16
Nauðungarflutningar á öldruðum Akureyringum
Vel má vera að starfið á Seli og á öðrum stofnunum séu tölur á blaði í huga einhverra, tölur sem geti komið vel saman í niðurskurði og þá sé allt svo gott við að eiga. Á bakvið þessar tölur eru hinsvegar fólk, aldrað fólk sem á það skilið að það njóti þess að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Þetta er ómerkileg framkoma og þeim til skammar sem að því standa, öllum með tölu. Ekki þýðir fyrir þá sem taka slíkar ákvarðanir að fara í kosningar og slá sér upp með slagorðum um velferðarkerfi og mannleg gildi.
Slíkt er algjörlega innistæðulaust þegar við horfum upp á svona lágkúru. Orð dagsins á hin 88 ára gamla kjarnakona á Seli, sem nú þarf að sætta sig við að fara úr eigin herbergi og búa með öðrum. Ef þetta er ekki skipbrot velferðarkerfisins þá veit ég ekki hvað það á að kallast annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2009 | 20:45
Risavaxið klúður demókrata með þingsæti Obama

Dæmalaust klúður er þetta hjá demókrötum með þingsæti Baracks Obama í Illinois - heimatilbúinn vandi þeirra í ofanálag. Þeir geta aðeins sjálfum sér um kennt og geta ekki höndlað vandann. Roland Burris mætir til Washington til að taka við þingsætinu, enda valinn af réttkjörnum ríkisstjóra, þó umdeildur sé, og hefur fullt umboð. Og þingdemókratar hafna honum, þeldökkum manni sem hefur fullan rétt til að fara til Washington og taka við þingsæti sínu, eina blökkumanninum sem hefur umboð til að sitja í öldungadeildinni, þeim fjórða eða fimmta í þingsögunni. Þetta lítur ekki beinlínis vel út fyrir demókrata, hvorki í Washington né í Illinois.
Mér skilst að einn hluti samningaviðræðna þingdemókrata í öldungadeildinni við Burris sé að hann lofi því að sækjast ekki eftir þingsætinu í kosningunum 2010, þegar sex ára kjörtímabili Obama lýkur formlega, og fái þá leyfi þeirra til að taka þar sæti. Hverslags vinnubrögð eru það að taka við manninum með þeim skilmálum að hann hætti í pólitík, bara eftir þeirra duttlungum. Ekki má gleyma því að hinn umdeildi ríkisstjóri, sem hafði fullt umboð til að velja öldungadeildarþingmann, er í umboði demókrata í Illinois og var endurkjörinn þrátt fyrir allt orðsporið. Barack Obama talaði til stuðnings honum þá.
Eftir hálfan mánuð hverfa George W. Bush og Dick Cheney úr pólitískri tilveru demókrata. Þá fá þeir full völd yfir Hvíta húsinu auk þess að ráða þinginu. Þingið hefur sjaldan eða aldrei verið óvinsælla en undir forystu þingdemókrata. Þá dugar ekki lengur að fela þær óvinsældir með veikri stöðu Bush forseta. Hvernig mun þeim reiða af eftir 20. janúar fyrst þeir geta ekki einu sinni höndlað eitt þingsæti sitt í öldungadeildinni og leyst vandann í kringum það?
![]() |
Fékk ekki þingsætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 18:14
Hugað að almannatengslamálum í FME of seint?
Held að 80% landsmanna beri lítið eða ekkert traust til FME samkvæmt könnunum. Vonandi tekst þessari mikilvægu stofnun að snúa vörn í sókn og vera eitthvað annað en bilað batterí í stjórnkerfinu.
![]() |
Ráðinn tímabundið til FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 17:20
Ætlar ríkisstjórnin ekki að birta lögfræðiálitið?
Nema þá að verið sé að breiða yfir eitthvað sem ekki má koma fram. Slíkar grunsemdir eru alveg ólíðandi, en þær eru til staðar meðan deilt er um hvað sé satt og rétt. Líka hvort eitthvað sé enn til í því að ríkisstjórnin vilji slá verndarhjúp utan um eitthvað í málinu.
Í þessum efnum er efinn vissulega til staðar. Ekkert dómsmál er unnið fyrirfram. Þar þarf að vinna einbeitt og traust að verkum, bæði til að hið rétta komi fram og réttlætið hafi sinn framgang. Auðvitað er það sérstaklega mikilvægt í þessu máli.
![]() |
Vonlaust dómsmál gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 13:33
Niðurskurður hjá fjölmiðlum - breyttar forsendur
Eflaust voru það sæludagar þegar til voru tvö fríblöð og hægt að fá dagblöð alla daga ársins. Ekki eru mörg ár síðan aðeins Morgunblaðið kom út á sunnudegi, þó borið út síðdegis á laugardegi, og ekkert blað formlega gefið út á sunnudegi. Held að sunnudagsútgáfa Fréttablaðsins sé innan við fimm ára gömul. Þetta var mikill munaður að fá að lesa blöð alla daga vikunnar en forsendur fyrir því eru klárlega brostnar.
Þetta ár verður erfitt fyrir fjölmiðla. Við eigum örugglega enn eftir að sjá mikla niðursveiflu og niðurskurð á öllum sviðum.
![]() |
Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 01:23
Barack Obama neitar að tala um ástandið á Gaza
Á meðan fólk um allan heim tjáir andstöðu við árás Ísraela á Gaza-svæðið þegir Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, þunnu hljóði um málið. Í valdatómarúminu í Washington hefur Obama þegar tekið sér sess á sviðinu og er langt síðan að kjörinn forseti hefur orðið svo áhrifamikill fyrir embættistöku sína. Í ljósi þess er þögn Obama um stöðuna á Gaza-svæðinu vægast sagt mjög athyglisverð og ætti að vekja marga stuðningsmenn Obama víða um heim til umhugsunar um hvort hann muni verða jafn hallur undir sjónarmið Ísraels og forveri hans, George W. Bush.
Allt frá því að Obama flutti ræðu hjá AIPAC í júní hefur tryggð hans við Ísrael verið augljós og var eiginlega endanlega römmuð inn með valinu á Rahm Emanuel (sem gárungarnir nefna Rahm-bo) sem starfsmannastjóra Hvíta hússins og ennfremur af orðum Obama á fyrsta blaðamannafundi hans sem viðtakandi forseti um Íran. Lítill munur er á orðum Bush og Obama um Íran og Ísrael allavega.
Ríkisstjórn Obama verður á vaktinni vegna Írans og mun ekki hika við að beita valdi muni Íransstjórn halda áfram kjarnorkuframleiðslu sinni. Obama sagði fyrir nokkrum vikum að hann myndi ekki hika við að beita kjarnorkuvopnum gegn Íran færu þeir gegn Ísrael.
Í kosningabaráttunni varð vart við þann misskilning vinstrimanna um allan heim að Obama myndi ekki taka upp sömu stefnu og Bush í málefnum Írans og Ísraels. Orð hans og gjörðir að undanförnu og þögnin nú sýnir vel að það reyndist markleysa.
![]() |
Obama er þögull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2009 | 22:26
Bjarni sýnir gott fordæmi - vandræðaleg vörn
Útrásarvíkingarnir hafa verið á flótta eftir bankahrunið. Sumir hafa farið í upphafin viðtöl í sjónvarpi og reynt að snúa okkur enn einn hring í blekkingarhringekju sinni með misgóðum árangri, þeir hafi ekki vitað að þetta hafi verið svona skelfilega slæm staða og hafi reynt sitt besta. Aðrir hafa ritað blaðagreinar til að telja öllum trú um að þeir hafi nú ekki verið svo slæmir og hafi bara verið að sinna sínum störfum. Eftir stendur þó sú staðreynd að þessir menn komu þjóðinni á hausinn. Niðurlæging hennar er algjör.
Aðalmálið nú er þó ekki orðagjálfur eða pínlegar afsakanir heldur það að auðmennirnir sem fengu digra starfslokasamninga og settu þjóðina á kaldan klakann í orðsins fyllstu merkingu borgi til baka og leggi lið. Það er siðferðisleg skylda þessara manna. Bjarni hefur átt góðan leik en fjarri því er að hann sé laus úr þessu máli. Vörn hans var vandræðaleg þrátt fyrir þetta útspil í Kastljósi kvöldsins. Ekki þurfti annað en sjá augnaráð hans og flóttalega framkomu. Þetta var ekki stoltur maður sem þarna talaði.
Eftir alla samningana og sukkið er komið nóg og tími til kominn að þessir menn svari fyrir ævintýralega framgöngu sína, sem hefur skaðað þjóðina í heild sinni.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 14:15
Ritskoðun eða heiðarleg stjórn á bloggkerfinu
Nú um áramótin breyttist bloggkerfið þannig að þeir sem eru nafnlausir fá enga tengingu inn á kerfið umfram það að bloggsíðan er virk. Mér finnst það alveg sjálfsagðir skilmálar enda mikilvægt að orðum fylgir ábyrgð. Yfirstjórnin hér hefur markað þessa reglu og eftir því er fylgt. Mér finnst líka eðlilegt að þeir sem tjá sig hafi nafnið sitt. Slíkt blogg verður alltaf miklu traustari vettvangur en ella. Nafnleyndin býður oftar en ekki upp á skítkast og leiðindi. Mörkin eru ekki afgerandi.
Hvað varðar möguleikann að blogga um það sem er að gerast, fréttir og fleira hér, er eðlilegt að þeir sem eru yfir svæðinu meti það á hverjum tíma. Sumar fréttir eru einfaldlega þannig að engu er við þær að bæta, skoðanir annarra eiga ekki rétt á sér í þeim efnum. Ég held að þetta sé fjarri því í fyrsta sinn að lokað er á möguleikann eftir að fréttin er skrifuð.
Moggabloggið hefur verið vinsælasta bloggkerfi landsins. Sumir elska að hata það en taka samt fullan þátt í að skoða það og fylgjast með. Þetta er sennilega ástarhaturssamband fyrir einhverja. Við sem höfum valið þann möguleika að vera í þessu bloggsamfélagi höfum flest notið þess og átt ágætis samskipti, bæði milli okkar og yfirstjórnarinnar.
Stundum kemur að því að taka þarf á málum. Heiðarleg stjórn er oft mikilvæg, enda er þörf á skýrum mörkum í svo stóru samfélagi.
![]() |
Fréttablogg og nafnleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 00:50
Klúðrar ríkisstjórnin kærunni gegn Bretum?

Eftir að hafa horft á íslensk stjórnvöld mánuðum saman leika sér að því að klúðra kærunni gegn breskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins er manni farið að gruna allískyggilega að þau séu að fela eitthvað. Er einhver slóð sem ekki má rekja í þessu máli sem á að reyna að fela með dugleysinu? Ef svo er þarf að fara yfir það og gera málið upp.
Máttleysi ríkisstjórnarinnar við að fara í mál við Bretana er orðið pínlega áberandi og er Geir og Ingibjörgu báðum til háborinnar skammar. Ef ekki verður tekið á þessum málum nú strax eftir jólahátíðina er ljóst að eitthvað er verið að fela. Þá þurfa foringjar ríkisstjórnarinnar að svara fyrir það að hafa klúðrað því, viljandi eða óviljandi.
![]() |
Fresturinn að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)