25.4.2009 | 13:53
Sögulegar kosningar - hver verður framtíðin?
Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hvet alla lesendur vefsins til að gera slíkt hið sama. Vissulega var ég óánægður með hvernig staðið var að málum og hef tjáð þá óánægju mjög vel í skrifum hér og gert upp við fortíðina. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið til, gert upp fortíðina og horft til framtíðar með nýrri flokksforystu og því að gera í ítarlegri stefnuvinnu upp við liðna tíma með gagnrýnum hætti.
Mikilvægt er að þeir sem óánægðir eru kjósi Sjálfstæðisflokkinn en horfi gagnrýnið og ákveðið á framboðslistana á kjörseðlinum og geri þær breytingar sem þeir telja mikilvægt að verði. Mikilvægt er að strika yfir þá forystumenn sem fólk er óánægt með og sendi þeim skýr skilaboð með því. Kjósandinn hefur tækifæri til að breyta listanum sem hann kýs - það er réttur sem skiptir miklu máli.
Lykilstaðreyndin í þeirri vinstrisveiflu sem blasir við er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem berst fyrir einstaklingsfrelsi og hóflegum sköttum á almenning. Ef það er eitthvað sem við þurfum ekki núna, eru það auknar álögur á heimilin í landinu.
Við verðum að senda út þau skilaboð að frelsið sé leiðandi. Þó svo geti farið að vinstriflokkar fái afgerandi umboð og traust kjósenda, sem þeir verðskulda þó ekki þar sem þeir hafa neitað að tala beint til fólks og fara yfir stöðuna, þarf að standa vörð um frelsið.
Munum eitt; auður seðill er rauður. Tökum afstöðu í dag! Kosningarétturinn er okkar lýðræðislegi réttur til að taka afstöðu og okkar öflugasta val þegar mestu skiptir. Segjum ekki barnabörnum okkar að við höfum ekki tekið afstöðu örlagadaginn 25. apríl 2009!
![]() |
Bjarni Ben kaus fyrstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 22:08
Evrópumálin úr sögunni í vinstrasamstarfi
Af mörgum afdráttarlausum yfirlýsingum gegn ESB úr herbúðum er þessi frá formanninum sjálfum mest afgerandi og setur í raun vinstristjórnarvalkostinn í uppnám, muni Samfylkingin standa við hótanir sínar.
Augljóst er að það stefnir í líflegar og jafnvel langvinnar stjórnarmyndunarviðræður, enda hefur VG sagt hreint út að þeir muni ekki stökkva á Evrópuhraðlestina með Samfylkingunni.
Slík tíðindi skipta miklu máli kvöldið fyrir kjördag, því er ekki hægt að neita.
![]() |
Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 20:50
Þöggun vinstriflokkanna mikið áhyggjuefni
Niðurstöður síðustu kannana fyrir kosningarnar á morgun færa okkur þær skelfilegu vísbendingar beint í æð að vinstriflokkarnir, sem sitja á mikilvægri skýrslu um efnahagslífið og reyna að afvegaleiða almenning, muni í fyrsta skipti í lýðveldissögunni geta myndað einir meirihlutastjórn, jafnvel undir forsæti öfgavinstriflokks með forræðishyggju og ríkisyfirtöku fyrirtækja að leiðarljósi í pólitískri baráttu sinni.
Mikið áhyggjuefni er fyrst og fremst að þjóðin fái ekki beint aðgang að mikilvægri skýrslu sem kortleggur stöðu efnahagskerfisins degi fyrir kosningar. Hvað er að fela? Hvers vegna þessi leyndarhyggja og þöggun í nafni vinstriflokkanna? Eru þetta ekki sömu flokkar sem töluðu um gegnsæ og traust vinnubrögð fyrir nokkrum mánuðum og töluðu gegn leyndarhjúp á mikilvægum staðreyndum?
Hvernig geta svo kjósendur hér í Norðausturkjördæmi kosið flokka sem leggjast gegn álveri á Bakka og olíuborun, mikilvæg atriði í framtíðarsýn í uppbyggingu samfélagsins. Munum ummæli ráðherranna Össurar og Kolbrúnar og hugleiðum hvort flokkar þeirra verðskuldi traust.
Eftir alla þöggunina, leyndarhjúpinn á lykilmálum og atlögu að mikilvægri atvinnuuppbyggingu verðskuldar vinstrið ekki traust. Hugleiðum fyrst og fremst eitt, hversvegna fær þjóðin ekki að vita hver staðan er í aðdraganda kosninga? Hvað eru vinstriflokkarnir að fela?
![]() |
Samfylkingin enn stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 18:49
Vinstri grænir kasta grjóti úr glerhúsi
Steingrímur J. þoldi ekki grínauglýsingar Framsóknarflokksins, einkum ungliðanna, í sinn garð árið 2007 og frægt var þegar hann nöldraði yfir því í kosningaþætti þá við Jón Sigurðsson, þáverandi formann Framsóknarflokksins. Á meðan hans flokkur dreifir áróðri með myndum af Bjarna Ben er þetta blaður Steingríms honum mest til skammar.
![]() |
Segja VG hindra skoðanaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 14:15
Svipta þarf hulunni af Icesave-leyndarmálum
Traust er mikils virði í stjórnmálum. Nú reynir á hvort stjórnvöld vilji opin og gegnsæ vinnubrögð eða standa vörð um leyndarhjúp. Icesave-málið er stórt og umfangsmikið í sagnfræði bankahrunsins, nú sem í sögubókum framtíðar. Burt með leyndina!
![]() |
Siv segir atburði ævintýralega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 13:23
Fegurð eða ljótleiki?
Þessi ástralska fegurðardís, sem hefur greinilega tekið fegurð sína of alvarlega og fórnað henni fyrir vannæringu og markmiðið að vinna keppnina, minnir frekar á fanga í seinni heimsstyrjöldinni en táknmynd sem ungt fólk eigi að líta upp til eða taka sér fyrirmyndar. Ágætt er að fólk staldri við og hugleiði hugtakið fegurð og hvort hægt sé að svelta sig til að öðlast hana.
![]() |
Horuð eða falleg? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 21:25
Er upplýsingum haldið leyndum fyrir kjósendum?
Það er mjög alvarlegt mál ef rétt reynist að stjórnvöld hafi stungið undir stól skýrslu sem leiði í ljós að framundan sé algjört hrun íslensks efnahagskerfis að óbreyttu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir hið eina rétta og vekur athygli á vinnubrögðunum, þó hann beri reyndar mikla ábyrgð á vinnubrögðunum. Stjórnin situr í hans umboði.
Séu þetta opnu og gegnsæju vinnubrögðin sem vinstriflokkarnir lofuðu okkur við myndun þessarar gagnslausu ríkisstjórnar er ekki von á góðu og vonandi að kjósendur hugsi sinn gang áður en kosið verður um helgina. Vinnubrögðin eru skólabókardæmi um að logið hafi verið að þjóðinni.
Sigmundur Davíð ber alla ábyrgð þó á því að hafa leitt þetta fólk til valda sem virðist hafa brugðist algjörlega, einkum ef rétt reynist að verið sé að afvegaleiða þjóðina til að kjósa yfir sig vinstristjórn um helgina án þess að heildarmyndin liggi ljós fyrir.
Hann hefur skapað þetta skrímsli sem er á vaktinni, úrræðalausa ríkisstjórn sem reynir að forðast að segja fólkinu í landinu sannleikann um stöðuna og fer marga hringi í þeim hráskinnaleik.
![]() |
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 21:04
Aftur til fortíðar - Steingrímur J. í klóm drekans
Enn undarlegra var að hlusta á útúrsnúninga Steingríms J. um Drekasvæðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem spyrja þurfti hann fimm eða sex sinnum út í afstöðu vinstri grænna til olíuborana án þess að nokkru sinni fengist eitthvað svar. Aumt var það. Er ekki Steingrímur J. í klóm drekans?
![]() |
Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 20:57
Sumarkveðja

Ég vil óska lesendum vefsins gleðilegs sumars og þakka fyrir góð samskipti á liðnum vetri. Þetta hefur verið sviptingasamur vetur, sviptingar í veðri, pólitík og ýmsu mannlegu svosem. Þetta hefur líka verið mjög skemmtilegur vetur í skrifum hér.
Dagurinn var notalegur og góður hér á Akureyri. Ég fór í vöfflukaffi með sjálfstæðismönnum á Kaffi Akureyri og fór svo á tónleika hjá kór eldri borgara í Akureyrarkirkju kl. 17:00. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, hefur verið í kórnum frá stofnun og mjög virk í starfi hans alla tíð. Yndislegir tónleikar - flott lagaval og góð stemmning.
Vonandi verður sumarið okkur öllum svo gjöfult og gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 14:59
Össur veit ekkert í sinn haus með Bakka
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, kom vægast sagt skelfilega út úr borgarafundi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Maðurinn vissi ekkert í sinn haus og hljómaði eins og hann væri algjörlega tómur. Svör hans um Bakka voru sérstaklega áhugaverð, en hann vildi greinilega allt gera og rann svo á rassinn með það og sagðist ekkert vilja gera. Þvílík þöngulhausataktík!
23.4.2009 | 14:52
Útgáfa á ævistarfi nóbelskáldsins tryggð
Ekki aðeins opinberu ævisögurnar heldur, og ekki síður, ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, sem var vel gerð og unnin, einkum annað bindið sem er stórfenglegt. Þó fyrsta bindið sé umdeilt og mikil læti hafi verið vegna þess er heildarverkið mjög vel gert, sérstaklega annað bindið, sem er með betri ævisögum sem ritaðar hafa verið síðustu ár að mínu mati, þar sem umdeildum kafla á ævi Halldórs er lýst opinskátt.
Einn og hálfur áratugur er liðinn síðan að ég keypti allar bestu bækurnar hans Halldórs. Verk hans höfðuðu mjög til mín og ég las þær upp til agna. Var á þeim aldri að það mótaði mig talsvert og ég held að öllum unglingum sé hollt að lesa verkin hans Halldórs. Allavega gaf það mér mikið.
Ólafur heitinn Ragnarsson vann gott verk við að gefa út bækurnar aftur og gera þær vinsælar að nýju, kynna yngri kynslóðum þetta heildarsafn. Og fáir rituðu skemmtilegar og einlægar um Halldór en einmitt Ólafur.
![]() |
Framtíð Laxness tryggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 00:50
Kolbrún reynir að bæta fyrir klúðrið sitt
Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, reynir að bæta fyrir pólitískt sjálfsmark sitt með vandræðalegri yfirlýsingu þar sem gerð er tilraun til að draga í land með ummæli sem koma sér mjög illa fyrir vinstri græna og gera þá mjög óábyrga, svo vægt sé til orða komið. Skoðun Kolbrúnar var þó algjörlega skýr, hún situr sem umhverfisráðherra í skjóli síns flokks og Samfylkingarinnar og átti að gera sér grein fyrir að orð hennar sem ráðherra umhverfismála myndi vekja athygli og merkja afstöðu flokksins hennar.
Kannski hefur Kolbrún ekki áttað sig á því að hún sem ráðherra er ekki bara að tala fyrir prívatskoðunum sínum heldur verða ummæli hennar merkt þeim flokki sem hún er í fararbroddi fyrir. Þetta vandræðalega sjálfsmark hennar verður því um leið sjálfsmark flokksins. Ég efa ekki að vinstri grænir hafi fengið hörð viðbrögð í kvöld eftir heimskulega yfirlýsingu Kolbrúnar, sérstaklega hér í Norðausturkjördæmi þar sem formaðurinn eygir von á að fá mest fylgi um helgina.
En oft talar innsta eðlið þegar fólk talar og ég held að sú sé raunin með Kolbrúnu í því sem hún sagði. Þetta er innsta eðlið hjá VG sem talar þarna.
![]() |
Kolbrún segir þingflokk VG ekki hafa lagst gegn olíuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 00:15
Ótrúlegt sjálfsmark hjá vinstri grænum
Ekki er það björgulegt ef þessi flokkur fær forystusess hér í Norðausturkjördæmi eða á landsvísu með þessa skoðun sem kemur sér illa, einkum fyrir þá á Vopnafirði. Enn fjölgar málum sem skilur að vinstriflokkanna og vandséð hvernig slík stjórn getur verið trúverðug komist hún á lappirnar á næstu dögum án Framsóknar.
Ekki er auðvelt að sjá hvernig muni ganga að ná slíkri stjórn saman þegar hún talar sig í sundur í hverju lykilmálinu á eftir öðru.
![]() |
VG gegn olíuleit á Drekasvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 18:06
Skellur fyrir siðapostula í Samfylkingunni
Mér finnst samt merkilegt að þessir þingmenn hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir lokað bókhald og leynivinnubrögð. Þau fá heldur betur skellinn fyrir sitt lokaða bókhald.
![]() |
Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 17:19
Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í RS
Slíkt fylgishrun í því kjördæmi sem viðkomandi maður leiðir þarf því varla að koma að óvörum, enda flokkurinn að missa nærri helming fylgisins. Þessi niðurstaða hlýtur að vekja spurningar um hvað hefði verið réttast fyrir flokkinn í þessari stöðu. Vonlaust er að búast við að kjósendur skrifi upp á leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu eftir það sem á undan er gengið.
Eðlilegt er því að velta fyrir sér hvort hann verði strikaður út og færður neðar á listann af kjósendum sjálfum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 15:54
Hulunni svipt af styrkjum - Jóhanna styrkt af Baugi
Nú staðfestist endanlega að Guðlaugur Þór Þórðarson fékk mjög háa styrki frá stórfyrirtækjum sem kemur í viðbót við styrkjamálið í Sjálfstæðisflokknum um páskana. Enginn vafi leikur á því að staða Guðlaugs Þórs hefur veikst í þessu máli, enda vonlaust að telja fólki trú um að svo háar styrkjagreiðslur hafi ekki verið á vitorði innan framboðsins og frambjóðandinn hafi ekki vitað af þeim. Þetta lyktar því miður af því að menn hafi hreinlega verið keyptir.
Margar beinagrindur virðast vera í skápnum og æ augljósara að Samfylkingin mun eiga erfitt með að svara fyrir styrki til sinna frambjóðenda, enda heyrist lítið t.d. í þeim siðapostulum sem hæst hafa talað um siðferði en vilja ekki leggja spilin á borðið, t.d. heilagri Jóhönnu sem var styrkt af Baugi.
![]() |
Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 14:13
Getur Jóhanna ekki tjáð sig á ensku?
Ég er ekki undrandi á því að erlendir fjölmiðlar séu farnir að velta því fyrir sér hvers vegna Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ekki veitt erlendum fjölmiðlum viðtöl og hafi ekki haldið blaðamannafundi á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa enda engu minni áhuga á stöðu mála hér nú en í haust þegar erlenda pressan sat fyrir Geir Haarde og hann varð að tala jafnt til hennar og þeirrar íslensku. Á þeim tímum þegar pólitíska forystan á Íslandi þarf að tala og reyna að byggja upp traust og endurheimta styrk á alþjóðavettvangi dugar ekki að hún sitji þögul hjá.
Miklar kjaftasögur hafa gengið um að Jóhanna sé varla talandi á ensku, hafi viljað ávarpa leiðtogafund NATÓ fyrir nokkrum vikum á íslensku en verið hafnað og hafi við svo búið hrökklast frá því að fara á fundinn. Mikilvægt er að Jóhanna afsanni þessar sögur og sýni að hún ráði við verkefnið að tala til útlendinga engu síður en okkur Íslendinga. Reyndar má deila um hversu afdráttarlaust Jóhanna hefur talað við okkur hérna heima, en mér finnst það ekki gott veganesti að talað sé um að forsætisráðherra geti ekki haldið uppi samtali á ensku.
Þessi viðbrögð Jóhönnu hleypa aðeins lífi í kjaftasögurnar um að hún sé varla talandi á ensku. Mér finnst eðlilegt að við gerum þá sjálfsögðu kröfu til forystumanna á Íslandi að þeir geti talað á ensku við fjölmiðlamenn. Slíkt er lágmarkskrafa. Margir gerðu þá kröfu til Geirs í mestu krísunni að hann talaði við erlendu pressuna og algjör óþarfi að gera minni kröfur til eftirmanns hans.
![]() |
Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 01:27
Stjórnmálamenn verða að leggja allt á borðið
Þeim stjórnmálamönnum sem nefndir eru og öðrum í hörðum og dýrum prófkjörsslag ætti að vera greiði gerður að opna allt hafi þeir ekkert að fela. Siðferðisleg skylda þeirra er að tala hreint út til kjósenda og sýna okkur á bakvið tjöldin í prófkjörsbókhaldið. Ekkert annað boðlegt í þessari stöðu.
Ef þeir vilja ekki sýna okkur bókhaldið og sverja fyrir þessa styrki eiga þeir að hugsa sinn gang. Þessi frétt opnar allavega ljót baktjaldavinnubrögð og sýnir að það er fjarri því bara tengt Sjálfstæðisflokknum.
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 22:17
Snillingurinn Arshavin - staða Man Utd styrkist
Þeir sem styðja Manchester United gleðjast í kvöld, segi ekki annað. Meistarataktar Arshavin gleður fleiri en Arsenal-stuðningsmenn. :)
![]() |
Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2009 | 18:14
Óeðlileg íhlutun í íslenska kosningabaráttu
Er mjög ánægður með að formaður flokksins ætlar Tryggva Þór Herbertssyni stóran sess innan flokksins í efnahagsmálaumræðu komandi mánaða og ára. Sú ákvörðun að hafa hann með formanni og varaformanni flokksins á þessum blaðamannafundi sýnir styrkleika Tryggva og að hann muni hafa lykilhlutverk í þingflokknum á komandi árum. Er ég ekki undrandi á því enda Tryggvi í sérflokki.
![]() |
ESB blandar sér í kosningabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |