26.3.2009 | 11:03
Beðist afsökunar á lágkúrulegri fréttamennsku
Þetta er eitthvað sem á ekki að sjást til fréttamanns á virtasta dagblaði landsins, eigi það og hún að halda einhverjum snefil af trúverðugleika. Því er afsökunarbeiðnin til Geirs í rökréttu framhaldi af umræðunni.
![]() |
Afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 10:20
Opin skýrsla hjá Evrópunefndinni
Mér finnst samt mjög ólíklegt að hörð Evrópustefna verði fyrir valinu. Þetta verður væntanlega mjög traust skýrsla gegn aðild, þó ekki verði í sjálfu sér útilokað. Ég les þannig í spilin að þetta verði lífleg skoðanaskipti en niðurstaðan verði að fara ekki í þann Evrópukúrs sem leit út fyrir að yrði ofan á meðan samstarfið við Samfylkinguna stóð enn.
Bæði formannsefnin í flokknum hafa tekið eindregna andstöðu gegn ESB-aðild og frekar lokað þeim glugga frekar en hitt, eftir að hafa horft jákvætt til Evrópuumræðunnar í upphafi meðan fyrra stjórnarsamstarf var við lýði. Ég tel að flokksmenn láti hjartað ráða för og kjósi gegn hörðum Evrópukúrs. Það er engin stemmning í flokknum fyrir þeirri keyrslu.
![]() |
Evran komi í stað krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 01:12
Léleg fréttamennska - hundur í blaðamanni
Mér finnst það léleg fréttamennska á fréttavef Morgunblaðsins þegar því er blandað saman í eina frétt að fyrrverandi forsætisráðherra kveðji þingið eftir 22 ára störf og að hjálparhundur komi þar til starfa fyrir sjóndapran þingmann. Fyrirsögnin og framsetningin kemur upp um tjáningu fréttamannsins og vinnubrögðin. Þetta er ekki merkilegt og í raun til skammar á stærsta fréttavef landsins sem á að vera hafinn upp yfir svona vitleysu.
Ég hef eiginlega alltaf staðið í þeirri trú að fréttamenn eigi að segja fréttir en ekki tjá skoðanir sínar í skrifum eða framsetningu. Þegar farið er á svig við það skaddast orðspor þess fjölmiðils sem um ræðir eða dregið er í efa hvernig staðið er að málum. Ekki er við hæfi að láta pólitískar skoðanir fara inn í þá tjáningu. Fréttamenn eiga að segja fréttir án skoðana sinna. Enda er það ekki fréttamennska þegar skoðanir koma í gegnum skrifin.
Ég veit vel að Geir Hilmar Haarde er umdeildur eftir umbrotatíma í íslensku samfélagi síðustu mánuðina. Geir er grandvar og heiðarlegur maður, mjög vandaður og traustur. Enginn hefur dregið það í efa, þó vissulega séu skiptar skoðanir um pólitíkina sem hann stendur fyrir. Mér finnst það til skammar þegar svona er staðið að málum í fréttaskrifum, enda sést langar leiðir er þetta er lituð framsetning og mjög rætin.
Mér finnst nokkur hundur í þeim blaðamanni sem setur þetta fram.
![]() |
Geir kveður og X heilsar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 20:02
Pólitískar ofsóknir gegn Vigdísi í ASÍ
Framkoma Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, við Vigdísi Hauksdóttur, þegar hann neitaði henni um launalaust leyfi vegna framboðs hennar, er lágkúruleg í alla staði. Þetta eru pólitískar ofsóknir af grófu tagi. Fjöldi vinstrisinnaðra starfsmanna ASÍ hafa farið í þingframboð og ekki hefur verið hróflað við þeim. Svo virðist vera sem það sé allt í lagi fyrir fólk á kontórnum hjá ASÍ að fara í framboð fyrir Samfylkinguna, en þeir eigi ekki séns hafi þeir flokksskírteini í öðrum flokkum upp á vasann og vilji pólitískan metnað þar.
Aumt yfirklór Gylfa í dag er ekki trúverðugt. Varla er hægt að afsaka ákvörðunina um að láta Vigdísi velja milli framboðs og starfsins síns á forsendum þess að leiðtogasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður sé öruggt þingsæti. Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, var síðast í þessu leiðtogasæti og tókst ekki að komast á þing þó sitjandi ráðherra væri. Framsókn getur ekki gengið að neinu vísu í Reykjavík, þó þeir séu í borgarstjórnarmeirihluta. Framboð þar er alltaf áhætta.
Ekki er hægt að útskýra þessa niðurstöðu öðruvísi en sem það sé óeðlilegt fyrir starfsmenn ASÍ að hafa áhuga á framboði fyrir aðra flokka en Samfylkinguna. Þetta feilskot Gylfa færir okkur nýja sýn á hið margfræga lýðræði í Samfylkingunni. Hræsnin er mikil í því lýðræði.
![]() |
Leit á þátttöku sem uppsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 16:00
Geir kveður
Vissulega eru það tímamót í íslenskum stjórnmálum þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, kveður starfsvettvang sinn á Alþingi síðustu 22 árin og víkur af hinu pólitíska sviði. Geir hefur verið mjög áberandi í pólitískri þátttöku sinni síðustu þrjá áratugina, fyrst sem formaður SUS og síðar sem alþingismaður og forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins, auk þess að vera ráðherra samfellt í rúman áratug.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á pólitískum krossgötum nú þegar Geir Haarde kveður pólitíska forystu og Alþingi Íslendinga, sem hefur verið vinnustaður hans og vettvangur í rúmlega tvo áratugi. Hvað svo sem segja má um Geir Hilmar Haarde og forystuhæfileika hans er varla hægt að deila um að hans stjórnmálaferill er bæði viðburðaríkur og glæsilegur.
Geir hefur verið mikill áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum á löngum stjórnmálaferli og verið lykilþátttakandi í bæði farsælum og umdeildum verkum í forystusveit ákvarðanatöku í eldlínunni. Endalok ferilsins voru erfið fyrir hann og fjölskylduna, en ég vona að hann muni ná að sigrast á því meini sem hann berst við.
Fróðlegt verður að sjá hver pólitísk arfleifð Geirs Hilmars Haarde verði í sögubókum framtíðarinnar. Að mörgu leyti mun hún ráðast af niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið og því hvernig gert verður upp við hina örlagamiklu tíma í vetur þegar samfélagið tók á sig höggið mikla.
Allra augu hljóta nú að beinast að því hvað taki við hjá Geir, sem stendur á krossgötum rétt eins og flokkurinn sem hann hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir. Ég óska honum allra heilla.
![]() |
Geir kvaddi á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 11:34
Sofið á verðinum í Icesave-málinu
Í fréttum undanfarna daga hefur verið vitnað í ummæli ráðamanna í aðdraganda hrunsins. Þar er sagt að ekkert hefði verið hægt að gera. Á hálfu ári hefði margt verið hægt að gera - það er aldrei til góðs að sofa á verðinum þegar þörf er á að fólk standi sig.
![]() |
Gátu sparað 444 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 02:29
Er Obama að missa tökin á ástandinu?
Ég hef sjaldan eða aldrei séð Obama forseta eins vandræðalegan og þegar Ed Henry, fréttamaður CNN, spurði hann hreint út á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld af hverju hann hefði beðið í nokkra daga með að fordæma bónusgreiðslurnar margfrægu í AIG. Svarið var: "It took us a couple of days because I like to think about what I'm talking about before I speak". Þvílíkt klúður.
Obama virðist vera að missa tökin á eigin flokki vegna efnahagstillagnanna. Gagnrýnin eykst þar dag frá degi. Kent Conrad var ekki að spara stóru orðin í gagnrýni sinni í dag. Þingleiðtogar demókrata eru að færa sig upp á skaftið í sínu hlutverki í þinginu og sýna æ meira sjálfstæði í garð forsetans.
Annars vakti mesta athygli við blaðamannafundinn að Obama sleppti að nota teleprompter, sem hafa orðið einkennismerki hans, enda fylgja þeir honum hvert sem hann fer. Hann virðist hafa fengið nóg af gríninu um að hann sé forseti telepromptera og notaði í staðinn í kvöld stóran skjá í salnum til að hjálpa sér við tjáninguna. Þvílíkt og annað eins.
Þegar líða tók á blaðamannafundinn sást þegar Rahm Emanuel, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Valerie Jarrett, ráðgjafi forsetans, létu Blackberry-síma ganga á milli sín til að slá inn texta á skjáinn fyrir forsetann. Það gerist margt bakvið tjöldin hjá þessum forseta.
Varla furða að Bill Bennett sagði eftir blaðamannafundinn að Obama hefði helst viljað fara að sofa eftir spurningu Ed Henry sem hitti hann illa fyrir. Mér sýnist að ástarsambandi fjölmiðla við Obama sé formlega lokið.
![]() |
Obama hringdi út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2009 | 18:09
Jóhanna víkur sér undan ábyrgð á hruninu
Ekki er hægt að skjóta sér undan því þó viðkomandi sé heilög Jóhanna sjálf.
![]() |
Sögðu eitt - gerðu allt annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 14:31
Aukið umfang saksóknara - nauðsynlegt skref
Koma Evu Joly til landsins og boðskapur hennar var gott innlegg í þessa vinnu. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld og embættismenn geti treyst á góða ráðgjöf frá henni og fleirum sérfræðingum, auk þess sem starfsmönnum við embættið fjölgi í takt við aukið umfang. Þetta eru nauðsynleg skref á þeirri vegferð sem við erum á til að klára þetta mál með trúverðugum hætti.
Þetta mál hvílir sem mara yfir þjóðinni og það verður að vinnast fumlaust og af ábyrgð.
![]() |
Saksóknari fær 16 fastráðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 13:48
Hreinn embættismaður eða ævintýramaður?
Á amx.is í dag er góð umfjöllun um þetta. Þar segir orðrétt: "Ummæli embættismannsins fóru sem ferskur blær um smáfuglana sem fögnuðu því að nú væri kominn fram hreinn embættismaður sem gæti hafist handa við að uppræta flókin viðskiptanet útrásarvíkinganna og varpa ljósi á það sem þar gerðist. Vona smáfuglarnir að embættismaðurinn beini fyrst sjónum sínum að stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem með ævintýralegum hætti tókst að fá að láni um þúsund milljarða króna. Mörgum spurningum þarf hinn aldni embættismaður að leita svara við.
Hverjir voru það sem færðu slíkt fé út úr Glitni til eigin félaga að stjórnendum bankans varð svo mikið um að haldnir voru næturfundir með ráðamönnum? Hver var stærsti og áhrifamesti hluthafi Glitnis þegar bankinn fór á hausinn? Hver hafði barist árum saman um yfirráð í Glitni? Hver notaði fé Glitnis og annarra íslenskra banka til að fjármagna eina mestu skuldsettu útrás í Evrópu? Hverjir notuðu íslenskt lánsfé til að kaupa einkaþotur og snekkjur fyrir milljarða króna? Hverjir skulduðu á tímabili hátt í þúsund milljarða á Íslandi?
Hverjir fengu bankann sinn til að beina fjárfestingum af flestum sviðum bankans í eigið fyrirtæki? Hverjir áttu fjölmiðlaveldi sem notað var til að fylgja skuldaævintýrinu eftir af mikilli hörku? Hverjir létu fjölmiðla sína ofsækja stjórnmálamenn sem stóðu í vegi fyrir skuldavextinum? Hverjir hafa kostað íslenskan almenning mest í sögu landsins? Hverjir voru þessir ævintýramenn sem settu bankana á hliðina? Hverjir voru ævintýramennirnir sem stóðu að baki stærsta gjaldþroti Íslandssögunnar sem kostað var af íslensku bönkunum?"
Góðar spurningar. Svipað fór í gegnum huga minn þegar ég las þetta viðtal við embættismanninn Hrein sem eins og hreinn stormsveipur gerði upp við mann og annan.
![]() |
Lentu í höndunum á ævintýramönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 00:54
Er líklegt að einhver kona hafi hafnað JFK?
John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er einn mesti kvennaljómi sögunnar. Hann átti í mörgum sögufrægum ástarsamböndum, við þekktar sem óþekktar konur, mörgum meira að segja á síðustu árum ævi sinnar, á meðan hann var húsbóndi í Hvíta húsinu. Frægar eru sögurnar af ástarfundum hans í forsetabústaðnum þar sem hann hélt miklar svallveislur og útbjó sérstaka aðstöðu fyrir þau ævintýri sín.
Margar konur heilluðust af Kennedy og sjarma hans og vildu fórna miklu fyrir ástarstund með honum. Mun algengara er að heyra sögur af konum sem vildu allt gera fyrir að vera við hlið hans en þær sem vildu ekki vera með honum og höfnuðu meira að segja boði um hjónaband. Mér finnst þessi saga austurrísku konunnar svolítið farsakennd og á erfitt með að trúa að einhver hafi neitað aðgöngumiða í Kennedy-ættina.
Marilyn Monroe var ein frægasta hjákona forsetans. Hún hélt sennilega allt til hinstu stundar að hún ætti framtíð með forsetanum og söng eftirminnilega, skömmu fyrir andlát sitt, afmælissönginn þokkafullt fyrir Kennedy forseta. Hún var einnig hjákona Bobby Kennedy og hefði örugglega fórnað öllu, bæði kynþokkanum og framanum, fyrir það eitt að ná alla leið í Hvíta húsið.
En konurnar voru margar sem féllu fyrir Kennedy-sjarmanum en þær eru örugglega fáar sem hafa hafnað hlutdeild í ævi þessa fræga kvennaljóma.
![]() |
Hafnaði Kennedy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 15:36
Davíð varaði við hruninu - hvað gerði stjórnin?
Þeir sem hafa viljað kenna Davíð Oddssyni og yfirstjórn Seðlabankans um hrunið verða að leita annað að sökudólgum. Í þessu minnisblaði er töluð íslenska um vandann. Þar er staðan greind án nokkurs hiks. Ríkisstjórnin og yfirstjórn Stjórnarráðsins virðist ekki hafa tekið á þeim vanda sem þarna kemur augljóslega fram frá Seðlabankanum. Greiningin er augljós.
Nú þurfa þeir að svara sem stýrðu þjóðinni á þessum tíma. Því var ekkert gert á þessu hálfa ári sem leið frá þessu minnisblaði þar til hrunið varð? Hvað gerðu þeir þegar minnisblaðið lá fyrir?
![]() |
Stefndu fjármálalífinu í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 22:09
Gríðarlegt klúður Gylfa - ómerkileg framkoma
Þessi viðskiptaráðherra hefur reyndar áður afhjúpað sig sem algjöran fimmaurabrandara, einkum í grein til Tryggva Þórs Herbertssonar. Þar talar hann eins og pólitískur fulltrúi, en ekki umboðslaus ráðherra í boði vinstriflokkanna, sem völdu hann til verka í hreinum pópúlisma og hafa sleppt honum lausum eins og grimmum varðhundi, sem eigandinn ætlar þó ekki að bera neina ábyrgð á.
Ég tek undir með starfsfólki Spron. Þessi ráðherra er hreinn brandari og ætti að skammast sín fyrir framkomuna á þeim sem missa vinnuna hjá þessu forna fjármálaveldi.
![]() |
Tilfinningaríkur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 19:37
Ási á Rifi sigrar Einar - sterkur listi í Norðvestri
Ég vil óska Ása á Rifi, Ásbirni Óttarssyni, innilega til hamingju með glæsilegan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sigrar Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrum ráðherra, í leiðtogaslagnum og stimplar sig hressilega inn í forystusveit flokksins á landsvísu með því. Sigur Ása á Rifi er auðvitað mjög stór í ljósi þess að hann hefur lítið verið áberandi í landsmálapólitík en staðið sig þess þá heldur mjög vel í sveitarstjórnarmálunum og unnið sín verk traust og vel, er þekktur fyrir að hafa staðið sig vel í pólitískri baráttu. Grandvar og vandaður maður í hvívetna.
Í fjórum efstu sætunum eru sveitarstjórnarmenn úr Norðvesturkjördæmi. Aðeins Einar er eftir af forystusveit síðustu ára og tap hans eru vissulega mjög merkileg skilaboð og ákall flokksmanna í kjördæminu um breytingar og í raun má segja að kosning Eyrúnar og Birnu í efstu sætin sé það líka. Eyrún hefur staðið sig vel í bæjarpólitíkinni á Tálknafirði og Birna á Ísafirði. Ég óttaðist það mjög við fyrstu tölur að þær myndu strika hvor aðra út, enda koma þær af sama svæði kjördæmisins og eru báðar úr sveitarstjórnarpólitíkinni.
Athygli vekur einna helst hversu vond úrslitin eru fyrir Akranes. Beggi Óla nær í fimmta sætið en Eydís og Þórður ná ekki í hóp sex efstu. Akranes er stærsta þéttbýlissvæði kjördæmisins, eins og allir vita. Sama gerðist reyndar í prófkjörinu 2002 þegar Guðjón Guðmundsson, þáverandi alþingismaður, varð fjórði og datt í kjölfarið út af þingi.
Ég tel að flokksmenn á þessu svæði hafi valið mjög góðan lista. Þar er mikil endurnýjun, nýr leiðtogi kemur nýr til verka í landsmálunum og tvær traustar konur eru í baráttusætunum. Þessi listi ætti að geta náð góðu og traustu fylgi á þessu svæði.
![]() |
Ásbjörn vann baráttuna við Einar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2009 | 17:17
Kristján Þór Júlíusson í formannsframboð
Tími sjálfkjörinna formannsefna er liðinn að mínu mati. Eðlilegt er að flokksmenn fái að velja milli frambjóðenda með afgerandi stefnumótun að leiðarljósi og geri upp um hvert skuli stefna. Ekki aðeins skuli kosið um stefnu í vissum málaflokkum heldur fái flokksmenn að taka af skarið með hvernig formaður stýrir þeirri vinnu á næstu árum. Mikilvægt er að stokka flokkinn upp í samræmi við þá líflegu kosningabaráttu. Nýr formaður kemur mun betur frá landsfundi eftir slík átök og þannig uppgjör.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum nú eftir átján ára samfellda valdasetu í landsmálum, lengst af í forystusess ríkisstjórnar landsins. Í upphafi þess tímabils var kosið milli sterkra formannsefna og framtíðin mörkuð. Svipað uppgjör og þáttaskil verða að eiga sér stað nú. Því er ekki hægt annað en fagna því að sá valkostur sé til staðar á landsfundi um næstu helgi.
![]() |
Kristján Þór í formannskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 11:38
Dauðastríð í beinni útsendingu
Jade Goody var algjörlega óþekkt þegar hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Big Brother árið 2002, en náði að nota sviðsljósið sem farmiða inn í heimsfrægð á einni nóttu. Hún veiktist af krabbameini og háði mjög opinbera baráttu gegn sjúkdómnum í kastljósi fjölmiðla. Jade nýtti fjölmiðlaathyglina til að vekja athygli á sjúkdómnum og sjálfri sér, varð talsmaður á opinberum vettvangi allt til síðustu stundar.
Síðustu mánuðir á ævi hennar voru dókúmenteraðir frá upphafi til enda. Hún seldi fjölmiðlum algjöran aðgang að einkalífi sínu undir lokin. Þeir fengu aðgang að henni á sjúkrahúsi, fulla aðkomu að brúðkaupi hennar og Jack Twist. Hver mínúta varð að augnabliki í kastljósi fjölmiðla. Sjaldan áður hefur ein persóna kvatt og deilt síðustu augnablikum í fjölmiðlum.
Sumum fannst þetta sjúkt en aðrir dáðust að styrk hennar. Jade Goody mun væntanlega aldrei gleymast. Fólk verður svo að meta hvort dauðastríð í beinni útsendingu sé viðeigandi endalok baráttu eða siðlaust fjölmiðlaaugnablik. Allt hefur sinn tilgang sagði frægur fjölmiðlakóngur eitt sinn. Jade Goody lifði eftir því mottó til hinstu stundar allavega.
![]() |
Jade Goody látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2009 | 20:10
Spron heyrir sögunni til
Þegar samruni Kaupþings og Spron var í umræðunni var mikið talað um hversu margir starfsmenn myndu verða eftir hjá Spron, sem átti að starfa áfram í nær óbreyttri mynd að því er fullyrt var. Nú eru endalokin staðreynd og starfsmennirnir búnir að missa vinnuna. Ég held að allir hljóti að hugsa til þeirra sem þarna missa vinnuna.
Spron hefur verið ein umdeildasta fjármálastofnun landsins síðustu árin og mikið barist um yfirráðin yfir þessu forna og volduga fyrirtæki, sem hefur verið á fallanda fæti síðustu mánuði. Endalokin eru blóðug, eftir eru aðeins rústir þar sem áður var stöndugt og traust fyrirtæki.
![]() |
SPRON til Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 16:58
Leikari á krossgötum
Hann er einn besti leikari sinnar kynslóðar og hefur átt margar ógleymanlegar leikframmistöður í gegnum árin en samt aldrei unnið óskarsverðlaun. Mér fannst það algjör skandall að hann skyldi ekki hljóta óskarinn forðum daga fyrir stórleik sinn í Schindler´s List. Þvílík frammistaða, ein af þeim bestu.
Held líka að frammistaða Neesons í Love Actually, þar sem hann túlkaði syrgjandi eiginmann, sem þarf að halda áfram lífsströgglinu ásamt stjúpsyni sínum, öðlist nýja merkingu núna. Sérstaklega þetta frábæra atriði úr myndinni.
![]() |
Liam Neeson gerir hlé á leikferlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 01:35
Feigðarflanið mikla - máttur iðrunarinnar
Geir H. Haarde ber mikla ábyrgð á því að hafa ekki gripið í taumana. Sjálfur hefur hann vikið af sviðinu, þá ákvörðun ber að virða. Ríkisstjórn hans svaf á verðinum. Sjálfsagt er að hann viðurkenni þá ábyrgð. Hann átti að gera það fyrir löngu síðan, enda er hún svo augljós. Mikilvægt er nú að við forystu Sjálfstæðisflokksins taki stjórnmálamenn sem ekki sátu í ríkisstjórninni sem brást. Þeir sem lögðu upp í feigðarflanið með Samfylkingunni eiga að víkja og láta öðrum forystuna eftir.
Því var mjög ánægjulegt að sjá nýja forystu myndast innan flokksins með prófkjörssigri Bjarna og Illuga, manna sem höfðu varað við hruninu í blaðagreinum og verið gagnrýnir á samstarf með SF. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin munu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð mynda saman ríkisstjórn eða vinna saman á landsvísu. Stjórn flokkanna var handónýt, ákvarðanafælin og léleg. Hún stóð sig ekki í stykkinu.
Ég er einn þeirra sem varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með pólitíska forystu Geirs. Ekki aðeins hans heldur fleiri innan flokksins sem leiddu okkur út í stjórnarsamstarf sem var andvana fætt. Ég gaf því tækifæri og afneitaði ekki þeim valkosti þegar hann kom til sögunnar. En þetta small aldrei saman og eftirmæli þessarar stjórnar verða því miður að hafa sofið á verðinum þar hún tók skellinn. Hún fékk hinsvegar ekki tækifæri til að standa í lappirnar og bæta fyrir mistök sín.
Betri valkostur er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa utan ríkisstjórnar en stóla á sundraðan og veikan flokk margra fylkinga á borð við Samfylkinguna. Reynslan sýnir okkur að sá flokkur er í miklum innri væringum og ekki hægt að treysta honum - brást í verkefninu sem hún lagði upp í. Hún lagði á flótta frá vandanum.
Ég met mikils að menn geti beðist afsökunar. Slíkt er manndómsmerki. Margir fleiri þurfa að gera það en stjórnmálamenn. Þeir sem leiddu okkur út í þetta fen, útrásarvíkingar og bankamenn bera stóra ábyrgð sem þeir verða að taka á sig. Þeir hafa sloppið of billega frá þessu.
Ég skynja að Geir iðrast sinna mistaka. En hann greinilega túlkar stóru mistökin sín að hafa treyst á Samfylkinguna. Æ betur sést hversu mjög hann þóknaðist þessum margsundraða flokki og lagði eigin örlög í hendur aðila sem voru ekki heilsteyptir.
![]() |
Bankaleyndin gengið út í öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 00:49
Raddir fólksins þagna - mótmælaaldan búin
Aldrei var þessum mótmælum beint að forseta Íslands, sem var manna öflugastur í að verja útrásarvíkingana, né heldur að Samfylkingunni, sem sat í ríkisstjórn þegar hrunið varð. Raddir fólksins þáðu svo kaffiveitingar á Bessastöðum og með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Eftir þær kaffiveitingar varð þessi samkoma ótrúverðug og botninn fór endanlega úr henni. Síðasta laugardag voru innan við hundrað á svæðinu og heldur enginn Hörður.
Ég held að síðar meir verði þetta metið pólitískt bragð þar sem vissum sjónarmiðum vinstriflokkanna var fyrst og fremst komið á framfæri. Aðstandendur mótmælanna staðfestu það vel með vinnubrögðum sínum og með því að vilja ekki halda áfram baráttu sinni þegar vinstriflokkarnir settust saman í ríkisstjórn og þiggja veitingar hjá þeim embættismanni sem var hin eina og sanna klappstýra útrásarvíkinganna.
![]() |
Hlé á fundum Radda fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |