Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.12.2009 | 18:32
Sjúkur veruleiki
Nett absúrd að fylgjast með manninum sem á ekkert nema skuldir skottast inn og út úr banka til að redda sér. Er með skuldir á við 58-faldan rekstrarhagnað á fjölmiðlaveldinu og allt heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ætli honum verði reddað?
Sjúkt.
Sjúkt.
Hátt skuldahlutfall hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 12:14
Tvískinnungur Steingríms J. gagnvart lýðræðinu
Ekki hljómar Steingrímur J. sannfærandi þegar hann talar gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave - sem rúmlega 10% þjóðarinnar hefur nú farið fram á. Ekki hentar fyrir vinstristjórnina að láta kjósa um þetta mál, hver vill annars leggja pólitískt kapítal sitt undir í slíkri kosningu og verja þennan óskapnað?
Þennan afleita samning Svavars Gestssonar og vinstri grænna? Ekki virðist Steingrímur J. vilja leggja í þennan slag, kannski ekki undarlegt miðað við stöðuna þar sem málið er í sjálfheldu og engar líkur á að það komist í gegn nema með því að nauðga lýðræðinu.
Þetta er samt algjör tvískinnungur hjá Steingrími J. Sigfússyni. Hann hefur í þessu stjórnarsamstarfi breyst í pólitíska hryggðarmynd, stjórnmálamann sem hefur svikið öll sín loforð, allar sínar hugsjónir og pólitíska sannfæringu fyrir völdin - hann er orðinn valdagráðugt grey.
Sorglegt eintak af þeirri týpu sem hann gagnrýndi sjálfur áður. En það er svosem í takt við margt annað. En ein spurning: hvernig getur VG verið trúverðugt með leiðtoga sem er þegar farinn að vinna gegn sjálfkrafa kosningu um stórmál?
Væri ekki ágætt að þeir myndu sjálfir fara að standa við það sem þeir hafa gasprað um árum saman og sjálfir lagt á ráðin með? Þó ekki henti þeim pólitískt að láta reyna á lýðræðið.
En það er svona að andskotinn hittir stundum ömmu sína.
Þennan afleita samning Svavars Gestssonar og vinstri grænna? Ekki virðist Steingrímur J. vilja leggja í þennan slag, kannski ekki undarlegt miðað við stöðuna þar sem málið er í sjálfheldu og engar líkur á að það komist í gegn nema með því að nauðga lýðræðinu.
Þetta er samt algjör tvískinnungur hjá Steingrími J. Sigfússyni. Hann hefur í þessu stjórnarsamstarfi breyst í pólitíska hryggðarmynd, stjórnmálamann sem hefur svikið öll sín loforð, allar sínar hugsjónir og pólitíska sannfæringu fyrir völdin - hann er orðinn valdagráðugt grey.
Sorglegt eintak af þeirri týpu sem hann gagnrýndi sjálfur áður. En það er svosem í takt við margt annað. En ein spurning: hvernig getur VG verið trúverðugt með leiðtoga sem er þegar farinn að vinna gegn sjálfkrafa kosningu um stórmál?
Væri ekki ágætt að þeir myndu sjálfir fara að standa við það sem þeir hafa gasprað um árum saman og sjálfir lagt á ráðin með? Þó ekki henti þeim pólitískt að láta reyna á lýðræðið.
En það er svona að andskotinn hittir stundum ömmu sína.
Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 08:23
Stjórnarandstaðan stendur vaktina gegn Icesave
Stjórnarandstaðan á hrós skilið að vera ábyrg, standa vaktina gegn Icesave, og taka slaginn við stjórnarmeirihlutann þegar æ fleiri skrifa undir áskorun til forsetans til að senda málið í þjóðaratkvæði fari svo að það verði samþykkt í þinginu. Reyndar er það svo að sá stuðningur er að nálgast þau viðmið sem nefnd eru í lagafrumvarpi í þinginu til að sjálfkrafa fari fram þjóðaratkvæði um þýðingarmikil mál. Vilji þjóðarinnar er skýr - hún fái að segja sitt álit á Icesave.
Sumir tala um málþóf í þinginu. Ekki er óeðlilegt að stjórnarandstaðan standi vaktina sameinuð og taki slaginn. Enda eðlilegt að ræða málið fram og til baka, einkum þegar þingmenn stjórnarmeirihlutans vilja ekki eiga orðastað við stjórnarandstæðinga. Þá dugar ekkert annað en alvöru vinnubrögð í slíkri stöðu. Það gerist nú í þinginu. Enda á stjórnarandstaðan ekki að sitja og standa eins og stjórnarparið vill, þó það fari í taugarnar á Þorláki þreytta frá Gunnarsstöðum.
Reyndar er það skondið að þeir tali með hneykslan um málþóf sem staðið hafa í ræðustól klukkustundum saman og talað gegn stórum málum. Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir á enn ræðumetið í þinginu, talaði klukkustundum saman gegn húsnæðislagafrumvarpi Páls Péturssonar fyrir rúmum áratug. Það met verður ekki slegið af þessari stjórnarandstöðu, enda komin ný þingsköp til sögunnar.
Vinstri grænir eru allt í einu orðnir settlegir og þægir - sú var tíðin að þeir börðust gegn núverandi þingsköpum því ekki mætti stytta ræðutíma stjórnarandstöðu, til að hún gæti veitt nauðsynlegt aðhald í þingumræðunni. Þau rök eru löngu gleymd, enda helstu kjaftaskarnir þar komnir með dúsu upp í sig á ráðherrabekkjunum eða eru orðnir eins og hundar nýsloppnir af tamninganámskeiði.
Sumir tala um málþóf í þinginu. Ekki er óeðlilegt að stjórnarandstaðan standi vaktina sameinuð og taki slaginn. Enda eðlilegt að ræða málið fram og til baka, einkum þegar þingmenn stjórnarmeirihlutans vilja ekki eiga orðastað við stjórnarandstæðinga. Þá dugar ekkert annað en alvöru vinnubrögð í slíkri stöðu. Það gerist nú í þinginu. Enda á stjórnarandstaðan ekki að sitja og standa eins og stjórnarparið vill, þó það fari í taugarnar á Þorláki þreytta frá Gunnarsstöðum.
Reyndar er það skondið að þeir tali með hneykslan um málþóf sem staðið hafa í ræðustól klukkustundum saman og talað gegn stórum málum. Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir á enn ræðumetið í þinginu, talaði klukkustundum saman gegn húsnæðislagafrumvarpi Páls Péturssonar fyrir rúmum áratug. Það met verður ekki slegið af þessari stjórnarandstöðu, enda komin ný þingsköp til sögunnar.
Vinstri grænir eru allt í einu orðnir settlegir og þægir - sú var tíðin að þeir börðust gegn núverandi þingsköpum því ekki mætti stytta ræðutíma stjórnarandstöðu, til að hún gæti veitt nauðsynlegt aðhald í þingumræðunni. Þau rök eru löngu gleymd, enda helstu kjaftaskarnir þar komnir með dúsu upp í sig á ráðherrabekkjunum eða eru orðnir eins og hundar nýsloppnir af tamninganámskeiði.
Fundi frestað á sjötta tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 18:05
Mikilvægt að hreinsa út í bönkunum
Finnur Sveinbjörnsson tekur rétta ákvörðun með því að hætta sem bankastjóri AraJóns, áður Kaupþings. Mikilvægt er að hreinsa til í forystusveit allra bankanna, til að eiga nýtt upphaf. Ekki verður hægt að ná trúverðugleika aftur nema með nýjum stjórnendum og nýjum vinnubrögðum. Mikil vonbrigði hefur verið að sjá að undanförnu að ekkert hefur breyst í þessum bönkum.
Þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti er eins og tíminn hafi staðið í stað í bönkunum. Sama spillingin og sukkið heldur áfram með nýjum yfirmönnum, eða oftar en ekki yfirmönnum sem voru millistjórnendur eða þátttakendur í gamla sukkinu. Hið nýja er ekki skárra, öðru nær.
Taka þarf til, trúverðugleikinn er löngu farinn og það þarf að gefa fólki trú og von um að nýjir tímar tákni ný vinnubrögð en ekki meira af gamla sukkinu.
Þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti er eins og tíminn hafi staðið í stað í bönkunum. Sama spillingin og sukkið heldur áfram með nýjum yfirmönnum, eða oftar en ekki yfirmönnum sem voru millistjórnendur eða þátttakendur í gamla sukkinu. Hið nýja er ekki skárra, öðru nær.
Taka þarf til, trúverðugleikinn er löngu farinn og það þarf að gefa fólki trú og von um að nýjir tímar tákni ný vinnubrögð en ekki meira af gamla sukkinu.
Finnur Sveinbjörnsson hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 00:59
Ómerkileg aðför Steingríms að þingræðinu
Ekki var hátt risið á Steingrími J. Sigfússyni í kvöld þegar hann réðst að þingræðinu með ómaklegum og nauðaómerkilegum hætti. Svona orðaval er ekki til sóma ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Augljóst er að Steingrímur er hundfúll með að geta ekki stjórnað þinginu og tuktað það til. Hann talar þannig að handstýra eigi þinginu til verka, það eigi að vera framlengingarsnúra framkvæmdavaldsins.
Engu líkara er en Steingrímur hafi snúist í marga hringi hjá Samfylkingunni, hann er eins og umsnúningur - skuggi þess háværa manns sem forðum var í stjórnarandstöðu. Prinsippin eru löngu gleymd og hvað varð um hugsjónirnar?
En svona orðaval um Alþingi eru til skammar. Þeir eru ósköp litlir karlar sem svona tala. Nær væri hinsvegar að velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé vandanum vaxin. Hún er í tómu tjóni.
Engu líkara er en Steingrímur hafi snúist í marga hringi hjá Samfylkingunni, hann er eins og umsnúningur - skuggi þess háværa manns sem forðum var í stjórnarandstöðu. Prinsippin eru löngu gleymd og hvað varð um hugsjónirnar?
En svona orðaval um Alþingi eru til skammar. Þeir eru ósköp litlir karlar sem svona tala. Nær væri hinsvegar að velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé vandanum vaxin. Hún er í tómu tjóni.
Fjáraukalög rædd á þinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2009 | 16:48
Hvað varð um gegnsæið Steingrímur?
Leynd og pukur eru að verða einkennismerki vinstristjórnarinnar við völd. Nú segir Steingrímur að klára verði Icesave af ótilgreindum ástæðum. Ekki eigi að segja þjóðinni allan sannleikann. Hvað hefði verið sagt ef forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu látið svona orð falla?
Þetta eru algjörlega óásættanleg vinnubrögð. Þó Steingrímur hafi sætt sig við að vera barinn af Bretum og Hollendingum er óþarfi að dæma þau örlög yfir alla þjóðina.
Allt upp á borðið, strax! Er ekki kominn tími til að Jóhanna og Steingrímur leiti að gegnsæinu sem þau lofuðu þjóðinni þegar þau tóku við völdum fyrir tæpu ári.
Þetta eru algjörlega óásættanleg vinnubrögð. Þó Steingrímur hafi sætt sig við að vera barinn af Bretum og Hollendingum er óþarfi að dæma þau örlög yfir alla þjóðina.
Allt upp á borðið, strax! Er ekki kominn tími til að Jóhanna og Steingrímur leiti að gegnsæinu sem þau lofuðu þjóðinni þegar þau tóku við völdum fyrir tæpu ári.
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2009 | 12:21
Aumingjaskapur og hugleysi vinstristjórnarinnar
Æ fleiri nýjar upplýsingar bætast við sem vekja spurningar hvers vegna íslenska vinstristjórnin er að beygja sig undir ægivald Breta og Hollendinga. Hugleysið og aumingjaskapurinn er algjör. EKki er einu sinni reynt að berjast, taka slaginn við stjórnvöld sem hafa barið okkur í duftið. Undirlægjuhátturinn virðist til þess eins að reyna að halda dyrunum til Evrópusambandsins opnum.
Ummæli Wouter Bos og Alistair Darling eru þess eðlis að við verðum að taka málið upp aftur - fara aftur í viðræður eða einfaldlega segja nei við þessu boði. Íslendingar eiga ekki að sætta sig við hvað sem er þegar fjármálaráðherrar Breta og Hollendinga hafa sjálfir látið falla ummæli sem viðurkenna að réttur okkar er til staðar í málinu.
Og hvað gerir og segir fjármálaráðherra Íslands? Jú þetta er svo erfitt og við eigum ekki að láta á þetta reyna... aumt er það. Hann er að verða eins og hornkarl úr gömlum þjóðsögum. Raunalegur og mæddur karl. Ætli menn hafi ekki verið nefndir gunga og drusla af minna tilefni.
Ummæli Wouter Bos og Alistair Darling eru þess eðlis að við verðum að taka málið upp aftur - fara aftur í viðræður eða einfaldlega segja nei við þessu boði. Íslendingar eiga ekki að sætta sig við hvað sem er þegar fjármálaráðherrar Breta og Hollendinga hafa sjálfir látið falla ummæli sem viðurkenna að réttur okkar er til staðar í málinu.
Og hvað gerir og segir fjármálaráðherra Íslands? Jú þetta er svo erfitt og við eigum ekki að láta á þetta reyna... aumt er það. Hann er að verða eins og hornkarl úr gömlum þjóðsögum. Raunalegur og mæddur karl. Ætli menn hafi ekki verið nefndir gunga og drusla af minna tilefni.
Vill að ráðherrar ræði við Breta og Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2009 | 13:41
Einar steypir Óskari af stóli hjá Framsókn
Ósigur Óskars Bergssonar í leiðtogakjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík eru mikil pólitísk tíðindi. Bæði er munurinn milli hans og Einars Skúlasonar talsverður og Óskari er steypt af stóli með frekar kuldalegum hætti. Krafan um breytingar er augljós - einnig að ný forysta flokksins á landsvísu hefur beitt sér fyrir því að steypa Óskari af stóli.
Skilaboðin eru skýr. Framsókn ætlar sér að koma með nýja ásýnd til leiks í kosningunum í vor - ætlar sér að sækja fylgi út á ný vinnubrögð og taka hressilega til. Út á við eru úrslitin á þá leið að spillingarstimpillinn sé á bak og burt.
Stóra spurningin er hvaða áhrif þetta hafi á meirihlutann í Reykjavík sem hefur staðið og fallið með traustu samstarfi Hönnu Birnu og Óskars. Meirihlutinn er í undarlegri stöðu með leiðtoga sem hefur verið sparkað með auðmýkjandi hætti.
Óskari er jú hent út úr forystu innan eigin flokks, en þarf að leiða mál næsta hálfa árið. Reyndar má benda á að Óskar hefur aldrei verið kjörinn leiðtogi - varð í þriðja sæti í prófkjöri 2006, en færðist upp þegar Anna Kristinsdóttir hætti.
En þetta breytir miklu í borgarmálunum. Kosningarnar í vor verða spennandi og áhugaverðar - löngu ljóst að þær verða uppgjör á þessu umbrotatímabili þar sem stöðugleikinn varð enginn þar til Hanna Birna varð borgarstjóri.
Skilaboðin eru skýr. Framsókn ætlar sér að koma með nýja ásýnd til leiks í kosningunum í vor - ætlar sér að sækja fylgi út á ný vinnubrögð og taka hressilega til. Út á við eru úrslitin á þá leið að spillingarstimpillinn sé á bak og burt.
Stóra spurningin er hvaða áhrif þetta hafi á meirihlutann í Reykjavík sem hefur staðið og fallið með traustu samstarfi Hönnu Birnu og Óskars. Meirihlutinn er í undarlegri stöðu með leiðtoga sem hefur verið sparkað með auðmýkjandi hætti.
Óskari er jú hent út úr forystu innan eigin flokks, en þarf að leiða mál næsta hálfa árið. Reyndar má benda á að Óskar hefur aldrei verið kjörinn leiðtogi - varð í þriðja sæti í prófkjöri 2006, en færðist upp þegar Anna Kristinsdóttir hætti.
En þetta breytir miklu í borgarmálunum. Kosningarnar í vor verða spennandi og áhugaverðar - löngu ljóst að þær verða uppgjör á þessu umbrotatímabili þar sem stöðugleikinn varð enginn þar til Hanna Birna varð borgarstjóri.
Einar sigraði Óskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2009 | 15:22
Samfylkingin fer í hringi varðandi kostnað
Mér finnst spuni Samfylkingarinnar gegn Daniel Gros meira en lítið skondinn í ljósi þess að Samfylkingin ber ábyrgð á því fluttur var inn seðlabankastjóri frá Noregi fyrr á þessu ári. Ég veit ekki betur en greiddur hafi verið margvíslegur kostnaður vegna þess, uppihald hans og húsnæði hérlendis auk ýmissa hlunninda.
Vilji menn láta taka sig alvarlega og fara af stað með svona spuna er lágmark að þeir muni eftir norska seðlabankastjóranum og kostnaði vegna hans. Enda er augljóst að þetta er spuni gegn málflutningi Gros gegn Icesave en hann átti gott innlegg þar í vikunni.
Vilji menn láta taka sig alvarlega og fara af stað með svona spuna er lágmark að þeir muni eftir norska seðlabankastjóranum og kostnaði vegna hans. Enda er augljóst að þetta er spuni gegn málflutningi Gros gegn Icesave en hann átti gott innlegg þar í vikunni.
Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 23:46
Engin pólitísk forysta fyrir ESB-aðildarumsókn
Raunalegt er að fylgjast með ríkisstjórninni í málum tengdum ESB-aðildarumsókn Íslands. Engin pólitísk forysta er til staðar við að leiða umsóknina og óeining stjórnarflokkanna öllum ljós. Jón Bjarnason gerir gott í því að tala hreint út, fræða útlendinga um að íslenska þjóðin er andvíg aðild í auknu mæli og ríkisstjórnin sé sundruð við að leiða málið.
Þetta eru staðreyndir sem eru orðnar vel kunnar á heimavelli en eru sífellt betur að ná eyrum Brusselvaldsins. Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson hafa í ferðalögum sínum að undanförnu staðfest vel hversu umdeild aðildarumsóknin er. Eðlilegt er að þeir sem eiga að halda utan um ferlið velti fyrir sér hvort sé pólitískt kapítal á bakvið hana.
Óðagot Össurar hefur reyndar vakið spurningar um trúverðugleika hans sem utanríkisráðherra. Æ betur sést hversu Samfylkingin hefur veika stöðu með umsóknina. Þeim tókst að koma henni í gegn en virðast strandaðir í ferlinu. Nú hefur viðræðum verið seinkað. Ekkert gerist fyrr en í fyrsta lagi í mars og alls óvíst hversu hratt verði farið.
Raunalegt verður það fyrir Samfylkinguna ef málið verður varla komið á rekspöl á ársafmæli umsóknarinnar í júlí 2010. En svona fer oft fyrir þeim sem ætla að flýta sér of mikið og hafa ekki hugsað fleiri en einn leik í stöðunni.
Þetta eru staðreyndir sem eru orðnar vel kunnar á heimavelli en eru sífellt betur að ná eyrum Brusselvaldsins. Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson hafa í ferðalögum sínum að undanförnu staðfest vel hversu umdeild aðildarumsóknin er. Eðlilegt er að þeir sem eiga að halda utan um ferlið velti fyrir sér hvort sé pólitískt kapítal á bakvið hana.
Óðagot Össurar hefur reyndar vakið spurningar um trúverðugleika hans sem utanríkisráðherra. Æ betur sést hversu Samfylkingin hefur veika stöðu með umsóknina. Þeim tókst að koma henni í gegn en virðast strandaðir í ferlinu. Nú hefur viðræðum verið seinkað. Ekkert gerist fyrr en í fyrsta lagi í mars og alls óvíst hversu hratt verði farið.
Raunalegt verður það fyrir Samfylkinguna ef málið verður varla komið á rekspöl á ársafmæli umsóknarinnar í júlí 2010. En svona fer oft fyrir þeim sem ætla að flýta sér of mikið og hafa ekki hugsað fleiri en einn leik í stöðunni.
Betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |