Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Brown valtar yfir Jóhönnu - ósýnileg forysta

Breski tuddinn Gordon Brown valtar yfir Jóhönnu Sigurðardóttur í stuttu og snubbóttu svarbréfi við þriggja mánaða gömlum skrifum íslenska forsætisráðherrans. Hann virðir ekki fundarboð Jóhönnu viðlits frekar en Hollendingurinn Balkanende. Þeir einfaldlega koma fram við Jóhönnu eins og hún sé undirlægja eða góðmannleg rola.

Íslensk stjórnvöld hafa síðustu mánuði komið þessum mönnum upp á lagið með að sparka í sig og koma fram við sig eins og aumingja. Þetta er raunaleg staða, en samt algjört sjálfskaparvíti íslenskra stjórnvalda. Þeir stóðu ekki í lappirnar þegar eftir hrun.

Jóhanna Sigurðardóttir spilaði sig reyndar eins og kjána í dag þegar hún varði 42 mínútna þátttöku sína í þingumræðum um Icesave með því að hennar tími væri ekki kominn í umræðunni. Þvílíkt orðaval manneskju sem leiðir ríkisstjórn Íslands.

Tími hennar er bæði kominn og farinn. Hún er ekki leiðtogi, hefur ekki höndlað verkefnið eftir hrun. Verkstjórn hennar hefur verið ósýnileg og lánlaus.

mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun jólaveltan bjarga Bónusfeðgum?



Skrípabankinn með gríska nafnið, sem þó meikar sens sem AriJón, virðist ætla að gefa Bónusfeðgum feitustu jólagjöfina þetta árið, eitt stykki verslunarveldi á silfurfati til manna sem eiga ekkert nema skuldir - með því að leyfa þeim að leggja fram fyrstu greiðslu með jólaversluninni.

Merkilegur díll, en lýsandi dæmi um vinnuferlið í þessari bankastofnun, þar sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti.

Sorglega sjúkur andskoti. Nú þarf þjóðin að fara að hugsa sitt ráð.


mbl.is Segja ákvörðun Arion ráðgátu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt nafn = sami banki og sömu vinnubrögðin

Augljóst er að Arion banki ætlar sér að afskrifa tugmilljarða skuldir Bónusfeðga. Þeir njóta víst svo mikils trausts þó þeir eigi ekkert nema skuldir þessir menn. Djöfuls skömm er þetta! Þetta eru víst allar breytingarnar sem sumir hafa státað sig af síðustu mánuði. Sukkið hjá vinstristjórninni og siðleysið í bankakerfinu er algjört. Ekkert hefur breyst. Við lifum enn í firrtu samfélagi.

Eðlilegt er að spyrja sig hvaða hagsmunir ráði því að stórskuldugum mönnum er einum treyst fyrir því að byggja upp á þeim brunarústum sem þeir skilja eftir sig út um allt. Hver er á bakvið það rugl að fela þessum mönnum fyrirtækin aftur sem þeir hafa rústað sjálfir, steypt í skuldir og óreiðu. Þetta eru skrítin vinnubrögð, en ömurleg innsýn inn í siðlaust bankakerfi sem er enn eins.

Fyrir nokkrum dögum var Kaupþing aflagt og tekið upp nafnið Arion. Gjörsamlega mislukkuð extreme makeover tilraun - ekki einu sinni hægt að velja almennilegt nafn. Er verið að reyna að opna útrásarlínurnar aftur með þessu?

Hver er tilgangurinn með þessu nafni. Ekki er þetta traust íslenskt nafn sem var valið. Átti þessi banki ekki að vera á innanlandsmarkaði? Ekki hljómar það sannfærandi. Ekkert við þessa breytingu er sannfærandi.

Nýtt nafn = sami banki og sömu sukkuðu vinnubrögðin. Tíðindi dagsins staðfesta það, hafi einhver verið í vafa sem ég efast um.

mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna sendir eitraða pillu til Svandísar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherrann sem þurfti að sjá spurningar unglinga fyrirfram svo hún gæti svarað þeim "rétt", er loksins að þora að taka af skarið í málum Suðvesturlínu eftir margra vikna japl, jaml og fuður vinstri grænna og sólóspil Svandísar Svavarsdóttur.

Hvers vegna er svona yfirlýsing ekki löngu komin frá forsætisráðherra í ríkisstjórn á þeim tímum þegar mikilvægt er að byggja upp en ekki brjóta niður? Æ ofan í æ hefur jú verið ráðist að uppbyggingu sem þorri íbúa á Suðurnesjum vill.

Gott er að Jóhanna taki af skarið í einhverjum málum og sýni fólki að það sé einhver við völd í þessu landi og vilji uppbyggingu en sé ekki einbeitt í niðurrifsstarfsemi. Mikið var að einhver vaknaði. Hvaða ráðgjafi ætli hafi loksins sagt henni þetta?

Fyndnast af öllu er að sjá að einn liður Samfylkingarinnar í dag er að læra á facebook. Til að ná til unga fólksins! Hvernig væri nú að Samfylkingin reyndi að ná til þjóðarinnar og færi að hugsa um eitthvað annað en ESB.

En ætli þetta þýði kannski að Jóhanna verði mætt á facebook fljótlega?

mbl.is Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugsmyndbandið fjarlægt af YouTube

Búið er að fjarlægja Baugsmyndbandið úr partýinu í Mónakó 2007 af YouTube. Augljóslega hefur einhver kippt í spotta til að reyna að stoppa klippuna og koma henni úr umferð, þó auðvitað sé það gert undir yfirskini þess að um annað sé að ræða.

Þessi klippa var vægast sagt vandræðaleg, bæði fyrir Baugsfeðgana og fleiri sem þar komu fram, voru ferðalangar í þessu vandræðalegu gleðivímu, sem er eflaust í suddalegri þynnkuvímu núna.

Þeir eiga hinsvegar hrós skilið sem komu þessari klippu á YouTube - vöktu máls á þessu vandræðalega partýi og færðu okkur innsýn inn í þessa ömurlegu fortíð.

mbl.is Snýst um lítinn bút í Baugs myndbandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2007-sukkið vemmulega hjá Baugi



Manni langar helst til að æla við að horfa á vemmulegu klippuna af partýi Baugs í Mónakó anno 2007 - bruðlið og sukkið er svo yfirgengilega sjúklegt. Þvílík tegund af steik sem þetta lið var. Algjör vibbi - ekkert annað hægt að segja!


mbl.is Stuð með Baugi í Mónakó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr veltir pólitíkinni upp úr gríninu

Jón Gnarr er snillingur í að finna húmorinn í öllu hinu mannlega. Nýjasta útspilið er það fyndnasta langa lengi - að gera nett grín að stjórnmálunum hérna heima, sem eru eins og absúrd rugl, með því að draga það upp úr háðinu.

Jón má eiga það að hann að gera grín að öllu ruglinu með því að sáldra yfir það gríninu. Vel gert hjá honum!

mbl.is Jón Gnarr í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Balkenende niðurlægir Jóhönnu

Mér þykir Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, niðurlægja Jóhönnu Sigurðardóttur með svari sínu. Bæði kemur það mörgum mánuðum eftir að bréf var sent til hans með boði um fund eða viðræður milli þeirra og auk þess virðist Hollendingurinn tala við Jóhönnu eins og hún sé algjör api. Ekki ber mikið á virðingu í samskiptunum.

Kannski ekki furða, þegar íslenski forsætisráðherrann og ríkisstjórn hennar hefur samið herfilega af sér - rétt Hollendingum auðveldan sigur í milliríkjadeilu. Hún hefur ekki staðið vörð um íslenska hagsmuni og Hollendingurinn gengur á lagið.

Þvílík niðurlæging fyrir Ísland.


mbl.is Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnþrúður rekur Guðmund af Útvarpi Sögu

Held að Arnþrúður Karlsdóttir geri mikil mistök með því að reka Guðmund Ólafsson af Útvarpi Sögu. Hann hefur skarpa sýn á pólitík og helstu lykilmál. Ég hef ekki alltaf verið sammála honum en haft gaman af að hlusta á þætti hans og Sigurðar G, spjall þeirra um þjóðmálin.

Enda er það ekki alltaf skilyrði að vera sammála öllum skrifum eða skoðunum sem eru í gangi. Slíkt yrði fljótt leiðinlegt, enda verða allir að hlusta á aðrar skoðanir til að hafa víða sýn yfir þjóðmálin.

Sú var tíðin að ég hlustaði eitt sinn nokkuð á Útvarp Sögu, en hef misst áhugann á henni í seinni tíð. Einna helst hlustað á þennan þátt hafi ég ákveðið að hlusta á stöðina.

Kverúlantabragurinn á sumum þáttum Útvarps Sögu er jafnan þannig að það er freistandi að gleyma tíðninni eða fara annað.

mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún sparkar í Jóhönnu og Össur

Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að íslenska þjóðin semji eins og sakamaður um Icesave hljómar eins og almenn skynsemi um afleitan samning - líka spark í Jóhönnu og Össur sem hafa borið samning Svavars Gestssonar og vinstri græna í gegnum þingflokk Samfylkingarinnar og lögðu pólitískt kapítal sitt undir með Steingrími J.

Fram til þessa hefur þingflokkur Samfylkingarinnar verið eins og einn maður í því að styðja þennan samning - varla heyrst þar múkk í aðra átt en þá að Íslendingum beri að standa undir þessum skuldum óreiðumanna. Hagsmunir Íslands vigta ekki þar. Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir að tala af skynsemi um þennan afleita samning.

Hitt er svo annað mál að þessi áfellisdómur yfir samningi Svavars Gestssonar frá Ingibjörgu Sólrúnu eru mikil pólitísk skilaboð innan úr Samfylkingunni og gefur eflaust til kynna þá innri baráttu sem framundan er þar þegar Jóhanna hættir, sem gerist fljótlega enda hefur hún veikst mjög í sessi og fer ekki aftur í kosningar.

Enda var Jóhanna alltaf uppfyllingarefni þar, valin til að koma Samfylkingunni gegnum síðustu kosningar, en er búin að missa þá stöðu á örfáum mánuðum.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Komum fram eins og sá seki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband