Mun jólaveltan bjarga Bónusfeðgum?



Skrípabankinn með gríska nafnið, sem þó meikar sens sem AriJón, virðist ætla að gefa Bónusfeðgum feitustu jólagjöfina þetta árið, eitt stykki verslunarveldi á silfurfati til manna sem eiga ekkert nema skuldir - með því að leyfa þeim að leggja fram fyrstu greiðslu með jólaversluninni.

Merkilegur díll, en lýsandi dæmi um vinnuferlið í þessari bankastofnun, þar sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti.

Sorglega sjúkur andskoti. Nú þarf þjóðin að fara að hugsa sitt ráð.


mbl.is Segja ákvörðun Arion ráðgátu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Stefán þetta er sorglega sjúkur andsk.....  Jólaveltan bjargar hins vegar ekki milljarðaskuldum Haga, 1998 o.s.frv.: o.s.frv.; o.s.frv. Hins vegar fá ofurlaunamennirnir sem keyrðu hlutina í milljarðaskuldir margmilljóna launin sín meðan AriJón leyfir þeim að gera það á kostnað skattgreiðenda. Alveg eins og Kári Stefánsson hefur verið með rúmar 10 milljónir á mánuði vegna þess að Landsbankinn lánaði DeCode einn og hálfan milljarð í janúar 2009

Því miður þá virðist eina samtillta stefnan hjá ríkisbönkunum vera að bjarga og afskrifa milljarðaskuldirnar á sama tíma og smáatvinnurekandinn er hundeltur.

Jón Magnússon, 25.11.2009 kl. 15:12

2 identicon

Mér verður óglatt þegar þetta svartklædda hippakvikindi fer að tjá sig. þvílíkur dulluhali sem þetta er.

óli (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband