Brown valtar yfir Jóhönnu - ósýnileg forysta

Breski tuddinn Gordon Brown valtar yfir Jóhönnu Sigurðardóttur í stuttu og snubbóttu svarbréfi við þriggja mánaða gömlum skrifum íslenska forsætisráðherrans. Hann virðir ekki fundarboð Jóhönnu viðlits frekar en Hollendingurinn Balkanende. Þeir einfaldlega koma fram við Jóhönnu eins og hún sé undirlægja eða góðmannleg rola.

Íslensk stjórnvöld hafa síðustu mánuði komið þessum mönnum upp á lagið með að sparka í sig og koma fram við sig eins og aumingja. Þetta er raunaleg staða, en samt algjört sjálfskaparvíti íslenskra stjórnvalda. Þeir stóðu ekki í lappirnar þegar eftir hrun.

Jóhanna Sigurðardóttir spilaði sig reyndar eins og kjána í dag þegar hún varði 42 mínútna þátttöku sína í þingumræðum um Icesave með því að hennar tími væri ekki kominn í umræðunni. Þvílíkt orðaval manneskju sem leiðir ríkisstjórn Íslands.

Tími hennar er bæði kominn og farinn. Hún er ekki leiðtogi, hefur ekki höndlað verkefnið eftir hrun. Verkstjórn hennar hefur verið ósýnileg og lánlaus.

mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband