Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.8.2009 | 02:34
Leikhús fáránleikans hjá Sigmundi Erni á Alþingi
Mér fannst þingumræðan ná áður óþekktum lægðum á Alþingi í vikunni þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson flutti undarlega ræðu í Icesave-umræðunni og þegar hann gat ekki svarað eðlilegum spurningum í andsvörum. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þingmaðurinn sé ekki starfi sínu vaxinn eða hvort hann hafi hreinlega fengið sér í glas.
Þetta er ekki eðlileg framganga alþingismanns... að geta ekki munað spurningar eða snúa svo út úr umræðunni að láta eins og hann sé hrein mey pólitískt fyrir kosningarnar 2009. Og þetta er maður sem hefur setið fundi fjárlaganefndar og ætti að geta flutt sæmilega ræðu um þetta stóra mál og svarað spurningum allavega.
Mér finnst svona ekki boðlegt í einu stærsta máli lýðveldissögunnar. Þetta er leikhús fáránleikans í sinni ömurlegustu mynd á Alþingi. Gera þarf þá lágmarkskröfu til þingmanna að þeir geti tekið þátt í umræðunni... svarað spurningum og haft skoðanir á svo stóru máli. Icesave-málið er ekkert smámál.
22.8.2009 | 18:20
Er eðlilegt að handjárna vegna gruns um ölvun?
Getur hver sem er hringt í lögguna og klagað einhvern, hvort sem er vegna ölvunaraksturs eða einhvers annars og látið lögguna taka viðkomandi sama hverjar aðstæður eru? Þetta vekur spurningar um framgöngu lögreglu í svona málum.
Í handjárn en óölvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2009 | 13:04
Vinnur Kaupþing fyrir auðmenn eða almenning?
Augljóst er að Hagar riða til falls... eru í gjörgæslu hjá Kaupþingi... ekki vegna þess að fólk er hætt að versla þar... heldur vegna þess að allt er skuldsett upp í rjáfur. Vonandi er að Kaupþingi hugsi frekar um hagsmuni almennings en auðmanna þegar svo er komið.
Enda augljóst að Hagar sem slíkt er að falla með Baugi, enda hvernig gat það annars verið að öll starfsemin gengi hér heima skuldsett í botn meðan allt er hrunið í kringum eigendurna?
Undarlegast af öllu eru viðbrögð forstjóra Haga... gerir hann sér ekki grein fyrir því hvert stefnir? Er veruleikafirringin algjör?
Á enn að reyna að taka hring í gömlu ónýtu hringekjunni... þetta séu árásir á Jóhannes og Jón Ásgeir?
Trúir einhver þeirri vitleysu? Skuldirnar tala sínu máli... alveg óþarfi að snúa þessu upp í sama ruglið.
Hagar í gjörgæslu Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2009 | 19:12
Bílabrenna vegna Baugs?
Kveikt var í Range Rovernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 15:09
Málefnaleg gagnrýni á stimpilklukkukerfið
Auðvitað er það gott að fólk hafi skoðanir á þeim málum sem mestu skipta í skólakerfinu, hvort sem það er stimpilklukkuvæðing eða annar aðbúnaður í skólum, fyrir nemendur og kennara.
Sé það gert málefnalega, eins og Jóhann gerir, verður málstaðurinn alltaf traustari.
Uppreisn gegn stimpilklukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 13:57
Skerpa þarf á fyrirvörum - góð ábending InDefence
Í 9. grein frumvarpsins falli út textinn Lög þessi öðlast þegar gildi og í stað hans komi textinn:
"Lög þessi öðlast gildi eftir að Bretland og Holland hafa viðurkennt þá fyrirvara um ríkisábyrgð sem fram koma í lögum þessum. Viðurkenni annað ríkið fyrirvara laganna um ríkisábyrgð taka lögin gildi gagnvart viðkomandi lánasamningi."
Ekki hægt að afgreiða málið í núverandi mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 00:45
Ragnheiði Elínu aftur hent út af facebook
Mér finnst umgjörðin utan um facebook hafa verið að taka á sig leiðinlega mynd... hægt er að klaga notendur þar fyrir engar sakir og ef þeir nota vefinn of mikið er þeim refsað fyrir það. Hef heyrt dæmi um að lokað hafi verið á fólk þar án þess að hafa nokkuð af sér gert. Verst af öllu er að erfitt, eða nær ómögulegt, er fyrir notandann að hafa samband við vefinn og reyna að tala sínu máli hver sem ástæðan fyrir lokun er.
Eins og fram hefur komið er öll notkun á vefnum mæld... ef send eru of mörg skilaboð er lokað á þau, ef skrifuð eru of mörg komment er lokað fyrir það og ef facebook-spjallið er notað of mikið er lokað fyrir það. Í sumum tilfellum, oftast vegna klögunar, er svo lokað á fólk. Er virkilega einhver að klaga Ragnheiði eða hvað er málið?
20.8.2009 | 22:53
Afdrifarík mistök - svívirðileg ákvörðun Skota
Skoskir þjóðernissinnar kalla yfir sig reiði alþjóðasamfélagsins með þessu heimskupari sínu. Varla er við því að búast að samhugur verði með því að sleppa svívirðilegum fjöldamorðingja úr fangelsi svo hann geti farið heim til sín að deyja.... manni sem drap hundruðir fólks í einu kaldrifjaðasta hryðjuverki síðustu áratuga.
Eitthvað er laglega bogið við stjórnvöld sem hugsa um hagsmuni dauðvona hryðjuverkamanns framar þeim sem hann drap... Eins og vel hefur komið í ljós er þetta ekkert annað en diplómatískur sigur Gaddafi... skoskir þjóðernissinnar hafa hossað honum betur en margir bandamanna hans.
Líbýumanni fagnað sem hetju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 17:56
Lockerbie-fjöldamorðingjanum sleppt úr fangelsi
Megrahi sýndi fórnarlömbum hryðjuverksins sem hann stóð að enga miskunn... alveg óþarfi er fyrir skosk stjórnvöld að verðlauna Moammar Gaddafi með þessum hætti, enda er þessi ákvörðun stór diplómatískur sigur fyrir hryðjuverkaöfl og stjórnvöld sem fóstra þau.
Skoskir þjóðernissinnar gera mikil pólitísk mistök með því að hossa Gaddafi-stjórninni og verðlauna þann mann sem er blóðugur upp fyrir axlir eftir fjöldamorðið í Lockerbie. Hann átti að sitja sinn dóm, deyja í fangelsi ef hann er alvarlega veikur.
Þetta er ekki glæsilegt afrek hjá skoskum þjóðernissinnum - enda verður þessum fjöldamorðingja fagnað sem þjóðhetju þegar hann kemur heim.
Obama gagnrýnir Skota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 15:57
Óviðunandi hagsmunaárekstrar hjá Kaupþingi
Mér finnst það vægast sagt óviðunandi að sjá hagsmunaárekstra af því tagi sem tengjast Eik, þar sem forstjórinn er giftur konu sem situr í stjórn Nýja Kaupþings. Engu breytir hvort viðkomandi víkur sæti á fundum. Þetta er einfaldlega fjarri öllu því sem eðlilegt getur talist.
Lágmarkskrafa er að trúverðugleiki þeirra sem sitja í stjórnum bankaráða eða skilanefndunum séu hafnir yfir allan vafa um hagsmunaárekstra og hægt sé að treysta þeim fyrir verkefninu sem þeim er falið, sem er vægast sagt mikilvægt um þessar mundir.
Á þeim tímum þegar trúverðugleiki í bankakerfinu skiptir máli er óviðunandi að svona vafi sé uppi - taka þarf á svona málum.
Hitt er svo annað mál að þessar skilanefndir hafa verið umdeildar og eru eins og kóngur í ríki sínu.
Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |