Færsluflokkur: Dægurmál
25.5.2007 | 20:31
Mjög ósmekklegt
Það er mjög notalegt að hafa netið, til að fræðast og vera í samskiptum við annað fólk. Netið er mjög mikilvægur staður, flestir nota sér þann vettvang með einum eða öðrum hætti. Það er þó ógeðfellt að sjá og heyra fréttir af svona efni sem þar gengur sem kastar rýrð á þennan vettvang. Viðbrögðin við þessum leik eru mjög eindregið í eina átt, þó að einhverji reyni að réttlæta svona óhugnað með einhverjum undarlegum rökum.
Það má vel vera að svona efni verði til þess að setja verði einhverjar reglur um netið, taka verði á vafamálum þar. Það er mjög vont ef út í það þarf að fara, en ef það er nauðsynlegt verður það að gera. Það verður að taka á öllum svona skuggalegum málum með afgerandi hætti.
![]() |
"Afar ósmekklegur leikur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2007 | 14:31
Magnús Þorlákur verður meistarinn
Leikur hann þar með eftir sigur frænda míns, Jónasar Arnar Helgasonar, sem vann keppnina fyrir ári. Magnús Þorlákur er aðeins 18 ára gamall og er þessi árangur sérstaklega glæsilegur í ljósi aldurs hans, en Jónas Örn var 21 árs þegar að hann sigraði meistarann fyrir ári.
Þetta var flottur sigur hjá Magnúsi og ég óska honum til hamingju með milljónirnar fimm og glæsilegan sigur.
![]() |
Magnús Þorlákur varð meistarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 00:09
Ógeð á netinu
Mér finnst mikilvægt að það verði tekið á þessu máli og fagna viðbrögðum lögreglu í þeim efnum. Þetta er einfaldlega of svart til að horfa þegjandi á. Mér sýnist á viðbrögðunum að öllu siðuðu fólki sé brugðið yfir þessum ósóma. Ekki er ég hissa á því.
![]() |
Nauðgunarþjálfun á Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2007 | 13:51
Sorgleg staða á Vestfjörðum

Ég skil vel ótta fólks fyrir vestan með stöðu mála, en þetta er langt í frá fyrsta áfallið sem gerist í atvinnumálum vestra. Svona uppstokkun í einu fyrirtæki verður um leið að uppstokkun heillar byggðar. Byggð sem stendur og fellur með fiskverkun og rekstri fyrirtækis við sjóinn má ekki við áfalli á borð við þetta. Þegar að 120 manns missa atvinnu í burðarfyrirtæki í lítilli byggð er það harmleikur einnar byggðar.
Það virðist vera spilað um kvótann í þessu samhengi. Það er grundvöllur stöðunnar þar. Það er alveg ljóst að vestfirskar byggðir hafi farið illa á síðustu árum. Það leikur enginn vafi að þar skekjast undirstöður þess sem skipta máli. Það er dapurlegt á að horfa. Vonandi finnst skynsamleg lausn í málefnum Vestfjarða. Það er þó ljóst að staðan þar er brothætt. Miklu máli skiptir að halda kvótanum í byggðarlaginu. Gangi það ekki eftir verður skelfing mála þar enn meiri en ella.
Það er auðvitað dapurt að ekki gangi að reka útgerð áfram á Flateyri og það hlýtur að vera grunnmál í stöðunni að finna leiðir til að hjól fyrirtækisins stöðvist ekki. Ég skil vel að Hinrik Kristjánsson vilji horfa í aðrar áttir en það er auðvitað mjög dapurt ef ekki finnast leiðir til að fyrirtækið haldi áfram við eigendaskipti, en það er greinilega við ramman reip að draga. Ég vona að málinu ljúki vel fyrir Vestfirðinga, enda er það mjög mikilvægt að svo fari.
![]() |
Minn tími í sjávarútvegi er liðinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2007 | 19:48
Silvía Nótt geispar golunni

Í skrifunum hér gleymdi ég reyndar að benda á að viðtalið var ekki bara við hana, heldur ennfremur við Gauk Úlfarsson, bloggvin minn, sem hefur verið nátengdur karakternum frá byrjun. Gaukur á svo sannarlega varla síðri þátt í uppbyggingu Silvíu en Ágústa Eva.
Það er auðvitað svo að þessi karakter hefur verið kostulegur, hún hefur stuðað og hún hefur heillað. Fannst þetta þó fara frekar langt þegar að Silvía Nótt var farin að heimsækja Moggabloggarana, slapp ég reyndar við slíka heimsókn merkilegt nokk, en sumir hér voru argir yfir athyglinni sem glamúrgellan sýndi bloggsamfélaginu.
Mér finnst Ágústa Eva og Gaukur hafa unnið merkilegt afrek með þessum karakter. Þrátt fyrir hæðir og lægðir stendur eftir að þetta var stuðandi karakter, hún vakti athygli og hún gleymist ekki. En það var eflaust komið nóg af þessum leik. Þetta gekk reyndar alveg ótrúlega lengi. Eurovision-sigurgangan var hápunkturinn og botninn eins og ég hef svo oft sagt. En kannski hefði þetta ævintýri aðeins verið svipur hjá sjón án þess.
En ég má til með að minnast á verk Gauks í karakternum, enda átti hann stóran hluta þess hvernig gekk hjá Silvíu. Ef marka má komment þeirra sem kommentuðu um skrifin hér sakna menn varla Silvíu Nætur. Hún var búin með sitt kapítal greinilega og flestum fannst ævintýrið orðið nóg af hinu góða... eða vonda. Eftir stendur leikkona með tækifæri og sambönd, sem hún hafði ekki áður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 22:46
Árás á bloggsíðu
Það er miður að sjá þessa aðför að blogginu hans, því að Halli hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum ólíkra hópa hér í þjóðfélaginu. Einnig er skondið að hann sé úthúðaður sem rasisti út af þessu máli því svo vill nú til að eiginkona hans er af erlendu bergi brotin.
Það er mjög leitt þegar að misnotkun á sér stað undir nafni annarra. Það hefur einnig hent mig að óprúttnir aðilar hafi loggað sig inn á spjallvefi undir mínu nafni og verið að skrifa eitthvað í mínu nafni sem ég vil ekki kannast við og reynt hafi verið með því að ráðast að nafni mínu.
Það er ömurlegt að verða vitni að slíku.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 16:12
Verður Jón H.B. Snorrason ríkissaksóknari?

Það er athyglisvert að lesa kjaftasögur á netinu um skipun í þessa stöðu. Einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka og ýmsar sögur ganga um það og eru áberandi í bloggsamfélaginu.
Það heyrist að fresta eigi að skipa í embættið fram í næstu viku. Það verður fróðlegt að sjá hver verða lok þessa máls og hver hljóti embættið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.5.2007 | 04:08
Er ævintýrinu litríka um Silvíu Nótt að ljúka?

Það er víst óhætt að segja að Ágústa Eva hafi bæði hneykslað og glatt landsmenn með þessum karakter í rúm tvö ár og tekið allan skalann í tilfinningatúlkun. Öll þjóðin hefur fylgst með Silvíu Nótt á þessum tíma. Hún hefur verið í miðpunkti bæði í umræðunni og verið bæði stingandi og heillandi í senn. Hápunktur og um leið botn hennar hlýtur að vera sami viðburðurinn merkilegt nokk. Sigurinn heima í Eurovision með Til hamingju Ísland var sætur en skellurinn mikli með Congratulations í Aþenu fyrir ári, í maí 2006 var mikill, enda voru væntingar hennar og landsmanna miklir til árangurs.
Það má þó segja að ævintýrið hafi gengið of langt, dramatíkin og stingandi karakterinn hafi farið yfir strikið í Grikklandi. Á miðri Eurovision-leiðinni fór karakterinn yfir rauða strikið varhugaverða. Það kom margt merkilegt fram í þessu viðtali. Ágústa Eva opnar karakterinn algjörlega upp á gátt og dregur eiginlega ekkert undan. Sérstaklega var athyglisvert að heyra hana lýsa aftur Aþenu-ævintýrinu og álaginu mikla þar. Það blasir við öllum að hún var þar að leka niður af álagi og taugastrekkju er þessu lauk. Reyndar má segja að mesta afrek Ágústu Evu hafi verið að lifa í gegnum þennan flaming karakter allan þennan tíma og halda dampi.
Enda er þetta auðvitað frábær leikkona, hún sannaði kraft sinn og styrk sem karakterleikkonu í Mýrinni, þar sem nafna hennar, Eva Lind Erlendsdóttir, varð ljóslifandi í góðri túlkun hennar. Það er freistandi að spyrja hvort ævintýrinu mikla með Silvíu Nótt sé virkilega að ljúka. Það trúa því kannski ekki allir. Ágústa Eva er leikkona sem á mörg tækifæri framundan myndi ég segja. Hún hefur allavega sýnt að hún getur leikið, getur túlkað allan tilfinningaskalann.
Það eru viss tíðindi að leikþættinum sé lokið. Ansi mörgum er sennilega létt. Það verður fróðlegt að sjá hver framtíð skapara glamúrgellunnar verður nú þegar að gríman er fallin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.5.2007 | 17:59
Veikindi Ólafs Ragnars

Það er ekki óeðlilegt að ætla miðað við aðstæður að um ofþreytu sé að ræða. Ekki virðist vera um hjartveikikvilla að ræða og fréttatilkynningar gefa ekki til kynna að hann hafi fengið áfall af einhverju tagi. Um ónot virðist vera að ræða og mikil þreytuviðbrögð. Væntanlega verður meira fjallað um þetta eftir að forsetinn hefur undirgengist einhverjar rannsóknir.
Ég sendi Ólafi Ragnari góðar kveðjur og óskir um góðan bata.
![]() |
Forsetinn við góða heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 18:01
Bloggið hennar Ellýjar slær í gegn
Ég er ekki í vafa um að önnur efnistök Ellýjar hér veki athygli og það er greinilegt að fólk vill lesa af miklum áhuga. Ég vil óska Ellýju til hamingju með góðan árangur á blogginu og vona að hún haldi áfram að skrifa á fullu.
![]() |
Ellý segist hissa á hvað bloggið hennar er vinsælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)