Færsluflokkur: Dægurmál
31.5.2007 | 02:26
Hrafnagilsskóli hlýtur menntaverðlaunin
Ég óska Karli, nemendum og starfsfólki Hrafnagilsskóla innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.
![]() |
Íslensku menntaverðlaunin veitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 20:51
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Ég votta börnum Ástu Lovísu og fjölskyldu hennar mína innilegustu samúð.
Minningin um mikla hetju í baráttuhug mun aldrei gleymast.
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 17:20
Ummæli um samkynhneigð Stubbana afturkölluð

Mér skilst að þessi umboðsmaður barna hafi reyndar gengið svo langt að tala um að biðja sálfræðinga að rannsaka hvort Stubbarnir ýttu undir samkynhneigð. Í dag er semsagt komið allt annað hljóð í strokkinn og eitthvað sem segir mér að pólskir forystumenn stjórnmálanna hafi tekið snarlega fram fyrir hendurnar á umboðsmanninum til að drepa umræðuna sem vakti heimsathygli.
Ég skrifaði aðeins um þetta í dag. Svosem litlu við það að bæta. Heilt yfir er þetta frekar hlægileg umræða finnst mér. Flestir líta held ég á Stubbana sem saklaust barnaefni, þó eflaust geti einhver sem horfir smátt á hlutina séð eitthvað sem aðrir sjá ekki.
![]() |
Umboðsmaður barna í Póllandi dregur ummæli sín um Stubbana tilbaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 15:58
Skeytasendingar milli Íslands í dag og Kastljóss
Hvassyrtar skeytasendingar ganga nú á milli Steingríms Sævarrs Ólafssonar, ritstjóra Íslands í dag á Stöð 2, og Þórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóss, um vinnubrögð hjá Ríkisútvarpinu. Steingrímur sakaði á vef sínum í dag Þórhall sem ritstjóra Kastljóss og dagskrármála Ríkissjónvarpsins um að standa í hótunum við fólk. Þórhallur hefur svarað fullum hálsi í fjölmiðlum nú eftir hádegið og segir skrif Steingríms vera tilhæfulaus með öllu.
Þetta eru mjög merkileg skot sem ganga þarna á milli. Steingrímur Sævarr ítrekar orð sín eftir ummæli Þórhalls og þarna er stál í stál og hvorugur gefur eftir. Það er skiljanlegt að það sé kalt á milli aðila, enda eru þetta þættir í samkeppni um áhorf. Þeir eru þó ekki á nákvæmlega sama tíma en dekka báðir tímann fyrir og eftir kvöldfréttatíma stöðvanna á milli sjö og átta. Það er auðvitað ekkert nýtt að tekist sé á um viðmælendur en þetta er nokkuð nýtt sjónarhorn að yfirmaður annars þáttarins beri það á borð að viðmælendum sé beinlínis hótað.
Það er ólíklegt að Steingrímur Sævarr og Þórhallur verði sammála um þessi mál. Það er þó greinilegt að harkan milli þáttanna er að aukast og ekki við því að búast að friðarandi sé þar á milli, en þetta er þó ansi hörð deila sýnist manni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 14:21
Áberandi tímamót í íslensku viðskiptalífi

Þetta er augljóslega mikill fengur fyrir bankann, enda er þetta maður með umtalsverða reynslu og greinilega mjög fær á sínu sviði. Ég man ekki til þess að erlendur maður hafi áður stýrt íslensku fyrirtæki af þessu tagi. Þetta er því nýr kafli sem er að opnast í íslensku viðskiptalífi og gott sýnishorn á það hversu alþjóðlegur bransinn er orðinn.
![]() |
Ráðning nýs forstjóra Straums-Burðaráss sögð marka tímamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 12:43
Ótrúlegur árangur
Rósa Björk þessi sem fréttin er um er að ég held dóttir Þórólfs Árnasonar, forstjóra og fyrrum borgarstjóra. Þannig að ekki á hún langt að sækja það að vera snjöll. Það er alltaf gaman af svona fréttum og vita að alltaf hækka mörkin og alltaf getur snilldin verið meiri en þeirra sem setja mörkin áður. Gaman til þess að vita að æska landsins er það klár.
![]() |
Með hæstu einkunn í sögu MH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 02:17
Þrælöfugt barnaefni

En samt sem áður finnst mér þetta nú svona frekar kostulegt allt saman. Þetta hefur í mínum augum alltaf verið barnaefni og ég hef ekki það suddalega sýn á lífið og tilveruna að sjá vísbendingar um samkynhneigð í þessum þáttum, það litla sem ég hef vissulega séð til þeirra. Öll höfum við eflaust okkar sjónarhorn á þætti af þessu tagi, en ég held að flestir hafi gapað af undrun yfir þessum ummælum. Enda hafa þau hlotið mikla umfjöllun að því er virðist um allan heim eftir því.
Ég efast um að krakkar sem horfa á þessa þætti skaðist andlega af áhorfinu og ennfremur efast ég um að þau fari að íhuga samkynhneigð yfir þættinum, sem stendur í eitthvað um 20-25 mínútur að ég held. Heilt yfir er þetta bara fyndin umræða finnst mér. Þetta hefur þó fengið þónokkra umfjöllun um allan heim. Í umfjöllun á vef BBC er vel fjallað um meginatriðin.
Heilt yfir finnst mér þetta þó eins og fyrr segir jafnfáránlegt og Smáralindarblaðsumræðan fyrir nokkrum mánuðum og efast um að þessir þættir verði merktir sem þrælöfugt barnaefni.
![]() |
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 11:47
Snjóflóð í Hlíðarfjalli - ótrúlegt.... en satt

Það er þó auðvitað ljóst að þarna er meiri snjór en ég hafði áttað mig á. Hér í bænum er algjörlega snjólaust. Þegar að saman fer veður af því tagi sem verið hefur að undanförnu getur illa farið og snjóflóðamyndun hafist. Það er auðvitað hin mesta mildi að allt fór vel og þeir sjömenningar sem lentu í snjóflóðinu sluppu án teljandi meiðsla.
En þetta er áminning til fólks um að fara varlega upp í fjalli.
![]() |
Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 15:30
Elísabet II lítt hrifin af arfleifð Tony Blair

Þegar að Blair tók við völdum var hann maður nýrra tíma í breskum stjórnmálum og var ekki maður hefða og gamalla prótókól-siða. Hann fór sínar leiðir og drottningin og fjölskylda hennar hafði ekki miklar mætur á honum þegar að Verkamannaflokkurinn sigraði í þingkosningunum 1997. Það er reyndar svo að drottningin getur ekki kosið, en margar kjaftasögur hafa verið um að drottningin hafi frekar viljað að John Major kæmi til hennar til að fá umboð til stjórnarmyndunar en Tony Blair.
Andlát Díönu, prinsessu af Wales, og eftirmáli þess haustið 1997 markar erfiðasta tímann á 55 ára valdaferli drottningarinnar. Hún stóð varnarlaus eftir gegn landsmönnum sem misbauð hversu litla sorg drottningin sýndi opinberlega. Ákvörðun hennar um að fara ekki til London og ávarpa þjóð í sorg, en halda þess í stað kyrru fyrir í Balmoral-höll í Skotlandi ærði almenning. Hún var sökuð um að vanvirða minningu prinsessunnar og virða ekki óskir landsmanna. Pressan og landsmenn sýndu óánægju með verk og forystu drottningar í fyrsta skipti á valdaferlinum. Hún var komin í vonda aðstöðu, aðstöðu sem hún hafði aldrei áður kynnst. Hún var varnarlaus gegn fjöldanum.
Vikan sem leið frá dauða Díönu til útfarar hennar er mjög eftirminnileg í breskri sögu. Þar tókust á gamli hefðartíminn, holdgerður í drottningunni, og nútíminn, holdgerður í forsætisráðherranum nýja. Þegar að sýnt var að staðan var að fara úr böndunum tveim dögum fyrir jarðarför prinsessunnar í London sneri drottningin af leið. Hún var allt að því neydd af Blair til að viðurkenna sess prinsessunnar og votta henni virðingu opinberlega. Drottningin mætti sorgmæddum lýðnum á götum Lundúna, blandaði geði við þá, tók við blómum sem þöktu strætin utan við Buckingham-höll og vottaði prinsessunni hinstu (og mestu virðinguna) í ógleymanlegu sjónvarpsávarpi kl. 17.00 síðdegis þann 5. september 1997.
Það var í annað skiptið sem drottningin ávarpaði landa sína utan hefðbundins jólaávarps. Hið fyrra var upphaf Persaflóastríðsins. Ávarpið var sögulegt að öllu leyti. Þar sýndi drottningin tilfinningar og hugljúfheit, það sem landsmenn höfðu óskað eftir. Hún bjargaði sess sínum og konungdæminu sem tekið var að riðla til falls. Landsmenn tóku drottninguna í sátt og hún ávann sér að nýju þann sess sem hún hafði fyrir lát Díönu. Í minningu um prinsessuna var fánanum á Buckingham-höll, ríkisfánanum margfræga, flaggað í hálfa stöng. Það hafði aldrei gerst áður, ekki einu sinni er faðir hennar var jarðaður í febrúar 1952. Dauði Díönu breytti konungveldinu að eilífu.
Það verður seint sagt að kærleikar hafi verið með Elísabetu II og Tony Blair. Það kemur ekki að óvörum að heyra af því að drottningin sé ekki hrifin af þeirri arfleifð, sem Tony Blair skilur eftir sig eftir 10 ára setu í stól forsætisráðherra. Drottningin hefur eins og fyrr segir aldrei verið mjög hrifin af stefnumálum Verkamannaflokksins og forystu hans. Það verður seint sagt að hún sjái eftir Blair og bíður eflaust í ofvæni eftir því að Gordon Brown taki við völdum eftir mánuð.
![]() |
Englandsdrottning sögð lítt hrifin af arfleifð Blairs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 12:00
Nauðgunarleikur fjarlægður
Mér finnst nú frekar kostulegt að það standi að leikurinn sé bannaður yngri en 18 ára, enda getur í raun og veru hver sem er hlaðið honum niður. Það er ekkert sem stöðvar þann sem endar á vefnum að sækja leikinn. Það er því frekar lítið hald í svona aldursmörkum sem ekkert þýða í raun neitt, enda er engin trygging fyrir því að sá sem endar á þessari síðu hafi náð þessum aldri. Svona aldurstakmörk virka frekar hlægileg þegar að engin mörk eru.
Þetta mál hefur vakið umræðu á því hvort að herða verði mörk á netinu og taka þau mál til endurskoðunar. Ég tel að það verði að skýra lagaleg mörk á þessum málum til muna, vafinn virðist vera einum of mikill. Með því er ég þó ekki að hvetja til þess að setja netheimana alla í einhver ógnvænleg höft, en ég tel óvissuna með mál þar einum of mikla og það verður að taka á henni með áberandi hætti.
![]() |
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)