Færsluflokkur: Dægurmál
3.5.2007 | 13:19
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir og fá skilorð

Níu af ákæruliðum af átján var vísað frá dómi. Skv. dómsorði er Jón Ásgeir dæmdur fyrir brot í tengslum við kredit reikning upp á 60 m.kr. sem hafði áhrif á stöðu Baugs þegar fyrirtækið var á hlutabréfamarkaði. Jón Ásgeir var dæmdur fyrir brota á almennum hegningarlögum. Tryggvi var dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum og bókhaldslögum.
Þetta er athyglisverður dómur. Hann markar þó ekki endi málsins og nú verður hæstaréttar að taka málið fyrir. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist næst í þessu langvinna dómsmáli.
![]() |
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2007 | 19:22
Nýr forstjóri hjá Glitni - hvað mun Bjarni gera?

Val eftirmannsins kom mörgum að óvörum, enda er Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, nýr í sviðsljósinu, en hefur þó verið í bransanum um nokkuð skeið. Hann var yfirmaður Landsbankans í London og hefur því umtalsverða reynslu nú er hann er settur yfir bankaveldið í SÍS-musterinu forna á Kirkjusandi.
Það hafði verið mikil umræða um uppstokkunina hjá Glitni á netinu. Talað var síðustu vikurnar um lokaspil valdaátaka þar og þeirra hrókeringa sem fylgdu því er nýjir eigendur komu til sögunnar sem boðaði nýja tíma þar innanborðs. Það er ekki óeðlilegt að Bjarni Ármannsson líti í aðrar áttir við þau kaflaskil og telji rétt að taka hatt sinn og staf - velji sér annan vettvang í bransanum.
Bjarni Ármannsson hefur eins og fyrr segir hér í dag verið mjög farsæll í bransanum allt frá því að hann var yfirmaður Kaupþings fyrir rúmum áratug. Það verður vel fylgst með því hvað hann ákveður að taka sér fyrir hendur eftir að hann hefur sett eftirmann sinn inn í verkin á Kirkjusandi.
![]() |
Lárus tekur við af Bjarna sem forstjóri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.4.2007 | 12:42
Bjarni Ármannsson að hætta hjá Glitni
Það er nú ljóst að kjaftasögur um starfslok Bjarna Ármannssonar, forstjóra Glitnis, eru réttar og starfslokin verða kynnt í dag í kjölfar hluthafafundar. Það eru auðvitað stórtíðindi í íslensku viðskiptalífi að forstjóraskipti verði hjá Glitni. Þau koma þó svo sannarlega ekki að óvörum.
Gríðarlegar breytingar hafa orðið þar innanborðs á skömmum tíma. Lykileigendur hafa yfirgefið eigendahópinn og gríðarlega miklar breytingar verða á stjórn Glitnis í dag. Þá hættir Einar Sveinsson, fyrrum forstjóri Sjóvá, sem stjórnarformaður og Þorsteinn Jónsson í Kók tekur við.
Bjarni hefur verið spútnikk-maður í íslensku viðskiptalífi í áratug. Það vakti mikla athygli er hann varð forstjóri Kaupþings mjög ungur og hann varð forstjóri Fjárfestingabanka atvinnulífsins árið 1997.
Þegar að FBA og Íslandsbanki runnu saman með eftirminnilegum hætti árið 1999 varð Bjarni forstjóri Íslandsbanka með Vali Valssyni. Þeir voru saman forstjórar þar í nokkur ár en enginn var svo ráðinn forstjóri í stað Vals er hann lét af störfum.
Íslandsbanki varð svo Glitnir eins og flestir muna í mars 2006. Blái liturinn sem var svo afgerandi tákn Íslandsbanka hvarf af merkjum fyrirtækisins og af höfuðstöðvunum í gamla SÍS-musterinu við Kirkjusand og rauði liturinn varð allsráðandi.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Bjarni Ármannsson tekur sér fyrir hendur við starfslok hjá Glitni. Visir.is hefur reyndar nú í þessum skrifuðum orðum þegar flashað því að nýr forstjóri verði Lárus Welding, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum í Lundúnum í Bretlandi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 16:35
Umdeild tillaga felld á prestastefnu á Húsavík
Umdeild tillaga presta og guðfræðinga um að prestum verði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra var felld á prestastefnu á Húsavík í dag. 22 greiddi atkvæði með henni en 64 voru andvígir tillögunni. Niðurstaðan er því mjög afgerandi ákvörðun og því ljóst væntanlega að málamiðlun biskups verður ofan á er á hólminn kemur.
Mikil umræða hafði verið um það hvað myndi gerast á Húsavík. Pressa hefur verið greinileg eftir að réttindi samkynhneigðra jukust með lögum ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu að kirkjan gengi skrefið til fulls. Það er ljóst af þessu að sá vilji er ekki fyrir hendi innan þjóðkirkjunnar.
Það verður fróðlegt að heyra hvert framhald málsins verður. En það er greinilegt að vindar frjálsræðis í þessum efnum eru ekki afgerandi innan þjóðkirkjunnar.
![]() |
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2007 | 14:15
Átök á prestastefnu - biskup vill málamiðlun
Öllum er ljóst að prestastefna sem nú stendur á Húsavík gæti markað þáttaskil. Tillaga 40 presta og guðfræðinga um að gefa skuli samkynhneigða saman með sama hætti og gagnkynhneigða er mjög afgerandi orðuð. Samþykkt slíkrar tillögu myndi marka mikil þáttaskil. Það eru miklar fylkingamyndanir í þessu máli og þarna koma upp á yfirborðið klassískar fylkingar íhaldssamra og frjálslyndra presta þjóðkirkjunnar.
Nú hefur Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mælst til þess að prestastefna samþykki álit kenninganefndar um að prestum verði heimilað að staðfesta samvist samkynhneigðra en ekki að gefa þá saman í hjónaband. Ræða biskups í morgun á prestastefnu bar allan blæ málamiðlunar, reyna að leysa málið með málamiðlun í stað þess að komi til afgerandi kosningar um valkostina og breytinga á stöðu mála. Þar er reynt að lægja þessar öldur og leysa hnútana í þessu máli, hörð átök fylkinganna.
Í áliti kenninganefndar sem lögð hefur verið fram til umræðu á prestastefnu og biskup vék að kemur fram að prestum verði heimilað að staðfesta samvist samkynhneigðra en ekki gefa samkynhneigða saman í hjónaband. Greinilegt er að forsenda kenninganefndar sé að hefðbundin skilgreining hjónabands sem sáttmáli karls og konu sé hlutur sem ekki verði raskað en að þjóðkirkjan viðurkenndi önnur sambúðarform og stöðu þeirra með þeim hætti án þess að gefa saman fólk beint.
Biskup benti jafnframt á að með þessari niðurstöðu skipaði þjóðkirkjan sér í flokk með þeim kirkjum sem lengst hafa gengið. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi málamiðlun á Húsavík verði niðurstaða prestastefnunnar eða hvort átök verði engu að síður um málið allt.
![]() |
Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 23:06
Mun þjóðkirkjan staðfesta rétt samkynhneigðra?

Augljósar fylkingamyndanir hafa verið innan þjóðkirkjunnar í þessum efnum og verið ljóst um nokkuð skeið að til tíðinda myndi draga fyrr eða síðar um þetta málefni. Þess hefur vel sést stað að áherslur eru breyttar t.d. hér í Akureyrarsókn en sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur hér í sókninni, hefur verið afgerandi talsmaður í þessa átt og verið áberandi í því að tala fyrir rétti samkynhneigðra í þessa átt.
Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða prestastefnu verði. Það er ljóst í mínum huga að þjóðkirkjan tekur sína afstöðu sjálf og því verður fylgst mjög vel með því sem gerist á Húsavík í umræðu um þetta mál og í kosningu um þessa tillögu sem gengur skrefið til fulls. Réttur samkynhneigðra til að ganga í löglega sambúð er orðinn fullgildur að öllu öðru leyti en að þessu leyti að þjóðkirkjan veiti þeim leyfi til þessa.
Það vakti mikla athygli að landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði nýlega í þessa átt og fleiri stjórnmálaflokkar hafa tekið sömu afstöðu. En nú er stóra spurningin; hvað gerist á Húsavík. Það verður vel fylgst með hver niðurstaðan þar verður. Þangað beinist kastljósið núna og hver afstaða þjóðkirkjunnar til þessa máls verður er á hólminn kemur. En það er þó öllum altént ljóst að þung undiralda er í þá átt að gengið verði alla leið.
Það verða stórtíðindi verði sú niðurstaðan og því verða þáttaskilin mikil fari staðan á þessa vegu sem fram kemur í þessari fyrrnefndu tillögu.
![]() |
Prestastefna sett á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2007 | 15:36
Pétur Pétursson þulur látinn

Pétur þulur var líka mikill málræktarmaður og hikaði ekki við að koma með fróðleiksmola og vel íhugaðar hugleiðingar um íslenskt mál þegar að honum fannst að því sótt með einhverjum hætti og hann var ekki síðri málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu en Árni Böðvarsson.
Mér er rödd Péturs þuls mjög eftirminnileg frá æskuárum mínum, en hann starfaði hjá RÚV eitthvað fram eftir níunda áratugnum hið minnsta. Hann hafði mjög þýða og hljómmikla rödd sem hljómaði vel í útvarpi.
Ég votta fjölskyldu Péturs þuls samúð mína.
![]() |
Pétur Pétursson þulur látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 14:22
Sláandi umfjöllun Íslands í dag veldur deilum
Samkvæmt því sem kemur fram í yfirlýsingu ætlar fyrirtækið að kæra Steingrím Sævarr Ólafsson, ritstjóra Íslands í dag, Sölva Tryggvason, dagskrárgerðarmann í Íslandi í dag, og Jakob Skaptason, sem var viðmælandi í þættinum. Kemur fram af hálfu þessa fyrirtækis að myndir hafi verið gamlar og því hafi umfjöllunin öll verið á versta veg. Er erfitt að dæma þetta mál, en það verður auðvitað að fá alla hluti á borðið tengda því.
Það fyrsta sem mér fannst áberandi var aðbúnaður þessara manna og er ekki undrunarefni að einhverjar deilur séu í kjölfarið, enda var myndin sem dregin var upp í þættinum ófögur. En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Ekki er við hæfi að dæma finnst mér með stöðu mála svona hvassa og talað um málaferli gegn þættinum.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig þetta mál muni vinda upp á sig.
![]() |
Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 09:16
Heitasti koss tíunda áratugarins?

Ellen DeGeneres varð fræg fyrir túlkun sína á Ellen í þessum samnefnda þætti. Þetta var einfaldlega þátturinn hennar og karakterinn var í grunninn byggður á leikkonunni sjálfri. Hún komst á kortið í bransanum og hefur verið heimsþekkt alla tíð síðan. Þátturinn var um nokkuð skeið einn sá vinsælasti í bandarísku sjónvarpi og er sennilega einn af sterkustu gamanþáttum vestanhafs á tíunda áratugnum. Hann sló í gegn hér heima þegar að hann var sýndur á Stöð 2.
Þátturinn "féll" árið eftir þennan margfræga koss. Þetta stóra móment varð upphaf endaloka þáttarins. Það brast einhver tenging í kjölfarið. Kannski var þetta einfaldlega of stór þáttaskil og kannski urðu karakterbreytingarnar á aðalsögupersónunni í þættinum einfaldlega of miklar fyrir bandaríska menningu. Það er erfitt um að segja. Þátturinn bar allavega ekki sitt barr eftir þennan fræga þátt, þó hann hafi orðið allra þátta vinsælastur í seríunni er hann var sýndur.
Það kemur því varla að óvörum fyrir Ellen sjálfa að Laura Dern hafi átt erfitt með að fá eitthvað að gera í bransanum eftir kossinn fræga, enda varð hann upphaf endalokanna fyrir hana með þáttinn sjálfan. Stóru skrefin eru oft erfiðust. Það sannaðist með þáttinn Ellen. En frægðarsól Ellenar sjálfrar virðist ekkert vera svosem að hníga. Hún kynnti m.a. Óskarinn í febrúar og hefur ekki beint verið á niðurleið þó hún hafi átt visst down-tímabil.
![]() |
Fékk ekki vinnu í ár eftir að hún kyssti Ellen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 02:05
Ný og glæsileg heimasíða Sjálfstæðisflokksins

Ein stóra nýjungin er einmitt fyrrnefnt vefvarp þar sem eru ýmsar klippur; allt í senn frá nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kynningar á lykilmálum kosningabaráttunnar. Þetta er ferskur vefur með nýjar áherslur og er svo sannarlega tákn nýrra tíma hjá flokknum.
Það er víst óhætt að segja að enginn flokkur hérlendis bjóði upp á ferskari og gagnvirkari heimasíðu. Sjón er sögu ríkari, lesendur góðir!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)