Mun þjóðkirkjan staðfesta rétt samkynhneigðra?

Prestaþing Þáttaskil gætu orðið hjá þjóðkirkjunni á prestastefnu á Húsavík, sem hófst í kvöld. Á morgun leggur hópur rúmlega 40 presta og guðfræðinga, þar af 6 héðan af þessu svæði, fram þá tillögu að prestum verði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Það er öllum ljóst að gríðarleg umskipti verða hljóti tillagan staðfestingu prestastefnunnar.

Augljósar fylkingamyndanir hafa verið innan þjóðkirkjunnar í þessum efnum og verið ljóst um nokkuð skeið að til tíðinda myndi draga fyrr eða síðar um þetta málefni. Þess hefur vel sést stað að áherslur eru breyttar t.d. hér í Akureyrarsókn en sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur hér í sókninni, hefur verið afgerandi talsmaður í þessa átt og verið áberandi í því að tala fyrir rétti samkynhneigðra í þessa átt.

Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaða prestastefnu verði. Það er ljóst í mínum huga að þjóðkirkjan tekur sína afstöðu sjálf og því verður fylgst mjög vel með því sem gerist á Húsavík í umræðu um þetta mál og í kosningu um þessa tillögu sem gengur skrefið til fulls. Réttur samkynhneigðra til að ganga í löglega sambúð er orðinn fullgildur að öllu öðru leyti en að þessu leyti að þjóðkirkjan veiti þeim leyfi til þessa.

Það vakti mikla athygli að landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði nýlega í þessa átt og fleiri stjórnmálaflokkar hafa tekið sömu afstöðu. En nú er stóra spurningin; hvað gerist á Húsavík. Það verður vel fylgst með hver niðurstaðan þar verður. Þangað beinist kastljósið núna og hver afstaða þjóðkirkjunnar til þessa máls verður er á hólminn kemur. En það er þó öllum altént ljóst að þung undiralda er í þá átt að gengið verði alla leið.

Það verða stórtíðindi verði sú niðurstaðan og því verða þáttaskilin mikil fari staðan á þessa vegu sem fram kemur í þessari fyrrnefndu tillögu.

mbl.is Prestastefna sett á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega hefði ég haft gaman af því að sjá hersinguna marsera eftir aðalgötunni heima 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er ekki alls kostar rétt hjá þér Stefán að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ályktað í þá átt að þjóðkirkjan færi að gifta homma og lesbíur, eins og ráða mætti af skrifum þínum. Í ályktuninni segir:"Forstöðumönnum trúfélaga verði gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra". Var þetta ekki bara sniðið fyrir Hjört Magna. Ef fundurinn hefði ætlað þjóðkirkjunni slík nýmæli, hefði hann sagt það berum orðum.

Gústaf Níelsson, 25.4.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það ætti að vera skil á milli ríkis og kirkju. Hinsvegar eru enginn slík skil varðandi Þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan er ekki sjálfstæð trústofnun. Hún er partur af Íslenska ríkinu. Hún er stofnun innan þess. Hún skal fara eftir öllum lögum sem Alþingi setur og fara eftir öllu því sem alþingi ákveður. Hún hefur ekki sjálfstæði til þess að velja eða hafna. Hún skal ekki missmuna einstaklingum eftir litarhætti, þjóðerni, kyni eða kynferðis. 

Fannar frá Rifi, 25.4.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.´

Gústaf: Ég meinti að landsfundur hefði ályktað í þessa átt, meinti ekki að hann hefði ályktað með þeim tillögum sem lengst ganga. Enda vita allir að landsfundurinn gerði það ekki, ég meinti það að hann opnaði á þessa umræðu með orðalaginu, þó það gangi ekki alla leið er umræðan opnuð með þó þessum hætti.

Fannar: Já, það á að skilja að ríki og kirkju. Engin spurning með það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.4.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband